Vikan


Vikan - 14.05.1987, Side 38

Vikan - 14.05.1987, Side 38
okkar forgangsmál. Við ætlum ekki að dingla í ríkisstjóm bara til þess að vera þar. Hinu má heldur ekki gleyma, að stjómarandstaða er líka ábyrgðarmikið starf. Góð stjómarandstaða er mjög mikilvæg. Úrslit kosninganna em á vissan hátt áfellisdómur yfir Alþýðubandalaginu sem tapar og Alþýðuflokknum sem gerir ekki meira en að standa í stað frá þvi sem var fyrir tíð Banda- lags jafnaðarmanna. Annars fmnst mér þetta tal um ábyrgð hálfhjákátlegt. Það er eins og við höfum verið algerlega ábyrgðarlausar hingað til. Þetta endurspeglar óneitanlega skilgreiningu karla á hugtakinu ábyrgð." Við skulum gefa okkur að þið farið í stjóm. Þar neyðist þið til að koma með lausnir og taka á erfiðum málaflokkum, eins og til dæmis efna- hagsmálunum. En hvemig ætlið þið að standa að þessu? Hvemig ætlið þið til dæmis að hækka launin? „Alþingi á ekki að standa í kjarasamningum og laun hljóta að ráðast í kjarasamningum. En auðvitað gæti ríkið gengið á undan með góðu fordæmi og reynt að breyta þessu, til dæmis með því að breyta launum ríkisstarfsmanna og þar með gætu aðrir fylgt á eftir.“ Það er oft jneira atriði að sjá til þess að þeim lögum, sem fyrir eru, sé framfylgt en að setja ný. - Hvaðan á að taka peningana? „Það er Ijóst að ákveðnir fjármunir em til og það er alltaf spuming um það hvað á að ganga fyrir hveiju sinni.“ - En launamisréttið, hvemig ætlið þið að leið- rétta það? „Ef til væri einhver patentlausn þá væri hún að sjálfsögðu löngu komin fram. Við göngurn ekki inn í ráðuneyti með lausnir á öllum vanda- málum í vasanum. Við þurfum auðvitað að byija á því að kynna okkur stöðuna. Síðan getum við farið að vinna að því að finna lausnir. Það held ég að eigi við um alla flokka, þó þeir veifi slagorð- um og patentlausnum í kosningum." - En nú gefum við okkur að þið séuð í að- stöðu til að gera það. „Já, þá byijum við á að reyna að hækka laun- in, það verður að gera það. Ef þarf að lögbinda þau, þá það. Það em til dæmis til í landinu lög um launajafnrétti. Þeim er bara ekki framfylgt. Það er oft meira atriði að sjá til þess að þeim lögum, sem fyrir em, sé framfylgt en að setja ný. Atvinnurekendur virðast líta á kvennastörfin sem ómerkilegri störf en önnur.“ - Hvemig ætlið þið að breyta því? „Til dæmis með endurmati á störfum kvenna. Til dæmis með því að reyna að útrýma þeirri bábilju að kvennastörf séu ekki ábyrgðarstörf. Það er sú viðhorfsbreyting sem skiptir mestu máli." - En heldur þú að breytt forgangsröð á ríkis- framkvæmdum nægi til að rétta af slagsíðuna á ríkissjóði? „Víst er hallinn á ríkissjóði hrikalegur. Búið, sem næsta ríkisstjóm verður að taka við, er óglæsi- legt. Verðbólgan var greidd niður á kostnað launafólks og þetta nrargfræga góðæri er fokið út um gluggann. Það varð enginn var við það nema kannski verslunin og atvinnufyrirtækin, alla- vega ekki láglaunafólkið og launafólk almennt. Þegar við höfum ílutt breytingartillögur við fjárlög höfum við jafnan reynt að láta fylgja með hvaðan við ætlum að taka peningana. Mér finnst bráð- fyndið að hlusta á Ijármálaráðherra og yfirlýsingar þeirra um hvemig á að reka hallalausan ríkissjóð. Okkar áætlanir em öllu skýrari en hans. Við höfum verið að basla við að finna einhver göt sem við vildum loka fyrir. Við til dæmis margbentum á flugstöðina og seðlabankabygginguna, orku- framkvæmdir, risnukostnað ríkissjóðs og ýmsar offjárfestingar.“ - En varla myndi það duga til? „Nei, að vísu, en það væri þó í áttina. Og við höfum bent á þetta sem möguleika sem er meira en til dæmis fjármálaráðherra hefur gert. Hann er aldrei krafinn um afdráttarlaus svör. Þegar við fluttum fmmvarp um fæðingarorlof lögðurn við til hvaðan ætti að taka peningana. Við ætluðum að leggja eitt prósent lífeyristryggingagjald á at- vinnurekendur og þá á alla, ekki bara þá sem hefðu konur í vinnu. Það var hins vegar ekkert fyrir því hugsað í fmmvarpi heilbrigðisráðherra hvaðan peningamir ættu að koma.“ - En hvað um atvinnufyrirtækin og verslunina? Finnst ykkur raunhæfur kostur að auka skattaá- lögur á þessa aðila? „Mér fyndist ekkert óeðlilegt við að verslunin legði meira til samneyslunnar en hún hefur gert, sérstaklega með tilliti til þess hvemig fjármagni hefur verið beint til hennar á undanfömum ámm. Ef þarf að taka peningana einhvers staðar frá þá finnst mér eðlilegt að þeir komi frá jx'im sem em aflögufærir. Það er alveg Ijóst að launafólk er það ekki. Sum atvinnufyrirtæki þyldu alveg aukna skattlagningu en alls ekki öll.“ Kristín talar hratt og af mikilli innlifun. Ég kemst ekki hjá þeirri hugsun að svarið við næstu spumingu minni liggi að einhveiju leyti hjá henni sjálfri. En Jregar ég spyr hana hvort hún hafi átt von á jressari fylgisaukningu og hvort hún hafi einhveija haldbæra skýringu á fylgistapi Alþýðu- bandalagsins og Sjálfstæðisflokksins jregir hún andartak en segir síðan: „Æ, veistu, það er svo skrýtið að horfa til baka. Þetta er eiginlega allt svo óskýrt ennþá. Þessi sigur er auðvitað alveg stórkostlegur. Sjálf bjóst ég við að við fengjum fimin til sjö þingkonur en það var hálfpartinn í laumi, ég jxirði ekki að vera of bjartsýn. Ég held nú að við tökum ekki bara frá Alþýðubandalag-' inu, eins og sagt er, heldur frá öllum fiokkum. Eins vona ég að jretta aukna fylgi sé byggt á Jreim gmndvelli sem við byggjum á, vegna okkar baráttumála, sem sagt að þessi atkvæði séu til okkar komin á réttum forsendum. Við höfum reynt að vera málefnalegar og vera ekki með fag- urgala. Ég vona bara að fólk hafi ekki kosið okkur til jress eins að hefna sín á sínum gamla flokki. Hvað fylgistap hinna flokkanna varðar hef ég svo sem engar sérstakar skýringar. Mér finnst að visu skrýtið að Framsókn skuli standa í stað eftir það sem sá flokkur hefur kallað yfir launa- fólk í jressu landi. Ég vona bara að Framsókn hafi ekki náð jressum árangri í krafti auglýsinga, það fyndist mér alveg hræðilegt. Ég tel jxi Ijóst að Alþýðubandalagið höfðar ekki til fólks. Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar sé ég enga aðra skýr- ingu en þá að fólk er að hafna fijálshyggjunni og {reirri ómannúðlegu hugmyndafræði sem hún byggir á. Úrslitin vom kall á breytingar og fólk væntirgreinilega engra breytinga frá jxssurn flokk- um.“ Þegar við neddum saman í fyrra skiptið spurði ég Kristínu hvort hún ætti sér einhveija óskaríkis- stjóm ef Kvennalistinn kæmist í þá aðstöðu. Þá sagðist hún ekki sjá neinn kost vænlegii en annan en þau mál hefðu lítið sem ekkert verið rædd rneðal kvennalistakvenna. Hún lagði þó mikla áhcrslu á að Kvennalistinn myndi aldrei versla með forgangsmál. Hún sagði Kvennalistann ekki útiloka neinn flokk, þó sjálf væri hún ósátt við áherslur Sjálfstæðisfiokks og Alþýðuflokks, eink- um í utanríkis- og vamarmálum, sem og fijáls- hyggjuhugmyndir Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég svo minntist á vonbiðilinn Jón Baldvin hló hún hjartanlega. „Mér finnst nú Jón Baldvin ekki besta dæmið um vonbiðil. Ég man ekki betur en að fyrir nokkmm mánuðum hafi hann lýst því yfir að við væmm fullkomlega óábyrgar vegna jress að við höfum virkt lýðræði innan Kvennalistans. Það gerði okkur að hans mati allsendis ófærar um að taka ákvarðanir. Þess vegna áleit hann okkur fráleitan kost í stjómarsamstarfi. En eftir að fór að ganga betur hjá okkur og verr hjá honum hefur hann greinilega skipt um skoðun. Annars hafa nú fleiri biðlað til okkar. Ólafur Ragnar var eitthvað að gera sig til við okkur, þó hann sé auðvitað langt frá því að vera á þingi og þar af leiðandi ekki beint marktækur biðill." Þegar við hittumst í seinna skiptið var það sama uppi á teningnum. En Kristín brosir stríðnislega jtegar ég er að reyna að veiða upp úr henni yfirlýs- ingar um draumaríkisstjómina. „í alvöm talað,“ segir hún, „það er engin drdumaríkisstjóm í sigt- inu, ekki fyrst við fáum ekki hreinan meirihluta." Mundir þú vilja fá þing og ríkisstjóm þar seni konur væm í meirihluta? Nú hverfur stríðnisbrosið og hún verður hugsi Það erfullkomlega eðli- legt að Alþingi endur- spegli þjóðfélagið. á svip. „Ég vildi gjaman sjá þing sem endurspegl- aði hlutfoll þjóðfélagsins, það er að segja helming- ur konur og helmingur karlar, svona hér urn bil, með eðlilegum frávikum auðvitað." - Er það kannski markmið? „Auðvitað er það markmið í sjálfu sér. Það er fullkomlega eðlilegt að Alþingi endurspegli þjóð- félagið." - Segjum sem svo að þróunin verði sú að í 38 VIKAN 20. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.