Vikan


Vikan - 14.05.1987, Side 54

Vikan - 14.05.1987, Side 54
Tilraun um innrás dró þykk gluggatjöldin fyrir, þótt dagurinn væri að koma. Hann blandaði í tvö glös. Tók skemil og settist fyrir framan mig og horfði rannsakandi augnaráði á mig, já, eins og her- foringi. Ég var landið sem hann ætlaði að leggja undir sig. Hann sötraði úr glasinu og þegar einn sopi var eftir lagði hann hönd sína á hné mér og strauk það hring eftir hring. Honum fannst ég ung og mjúk. Og hann strauk fótleggi mína, sent voru hjúpaðir krep- sokkabuxum. Ég gat ekki annað en brosað. hvað átti ég svo sem að gera? Smám saman gaf hann mér innsýn í líf sitt, sýnisbrot úr ævisögu sinni. Ættin vildi að hann yrði tann- læknir en hann var bara skrifstofublók. Hann lagði höfuð sitt í kjöltu mér og hélt fast utan um mig. Svo laumaði hann annarri hendinni undir pilsið og strauk læri mín og spurði mig hvort mér fyndist það ekki gott. En ég fylltist bara kvíða og rafmögnuðu viðnámi. ..Hef- urðu engar tilfmningar?" spurði hann og þrýsti sér enn þéttar að mér. Mér fannst ég vera eins og höggmynd sem verið var að lífga við. Hann hneppti efstu tölunum frá blúss- unni minni og ætlaði að smeygja hendinni inn fyrir og ég varð eins og höggmynd úr stáli. „Úr hverju ertu eiginlega? Er bannað að snerta ntunina?" spurði hann í hæðnistóni. Hann vildi vita hver ég væri, talaði um til- gangsleysi lífsins, um strætisvagna sem gengu á nóttunni, sem enginn mætti taka. Hann setti „It's a wonderfu! world" á fóninn og bauð ntér upp. í vangadans. Við fótuðum okkur þétt upp að hvort öðru cinhvers staðar á milli sófaborðsins og hægindastólanna, á einum fermetra. Hann hélt utan unt mig alla, alls staðar, eins og hann væri hræddur um að ég myndi leysast upp í frumeindir mínar. Astríðufullur maður með rakvatn sem ég saug í mig. Þegar lagið var búið kyssti hann mig lauslega á munninn og fór úr svörtum jakkan- um. Ég settist í sömu stellingu og áður, en hann gekk óþolinmóður um gólf. Ég þorði ekki að segja eitt einasta orð. Allt i einu stökk hann á mig og kyssti mig ákaft á hálsinn. „Hvers vegna svararðu ekki atlotuni mínum - heldurðu að þú sért æsandi? Þú hefur verið með mörgum, það sést á augunum í þér og þessu brosi. Þig langar að gera mig að fífli." Öllu þessu skaut hann út úr sér eins og af hríðskotabyssu og ég sagðist ekki vita hvað ég ætti að gera eða hvað hann vildi að ég gerði. „Reyndu ekki að spila sakleysingja, ekki gera mig vondan, í guðanna bænum," sagði hann um leið og hann sheri sér að næsta stigi tilraunarinnar, sem var sýnu vísinda- legra. Fyrri aðferðir hans unnu greinilega ekki á gelgjum úr stáli. Nú var kvenleiki minn kannaður með því að láta rnig kveikja á eldspýtu. Ég dró hana frá mér. Niðurstaða: Duldar karlmanns- hneigðir. Næsta tilraun: Naglakönnun. Ég skoðaði neglur mínar með fingurna í stefnu frá líkamanum. Niðurstaða: Enn eitt nterki um dulda karlmennsku. Næsta tilraun gekk út á að teikna eiturslöngu. Þar sem mín lá ekki fiöt eins og slytti á jörðunni heldur liðað- ist upp, framsækin og ágjörn, fékk ég lokanið- urstöðuna: Lesbísk eða tvíkynja - að vísu var hægt að taka tillit ti! aldurs, en samt áttu stúlk- ur á mínum aldri að vera rnjög uppteknar af konunni í sjálfum sér. Ég var þá undantekn- ingin frá reglunni, glataður kvenmaður. Hann vildi þó ekki alveg gefa mig upp á bátinn. Ef til vill gat hann gert góðverk og bjargað mér, haft áhrif á þau efnaskipti sem ýttu undir kvenleika minn. Til þess þurfti náttúrlega leikni og lipurð, en fyrst og fremst ákveðni. Hann blandaði aftur í glösin, gekk að bóka- skápnum þar sem ritsöfnin stóðu teinrétt og vel farin eins og hlýðinn her, húsbónda sínum til sóma. ..Lestu eitthvað?" spurði hann og benti á ritsöfnin. „Eða lifirðu á sönnum sög- um eins og aðrar stelpur á þínum aldri?" Ég sagðist hafa lesið eina bók, Sölku Völku. „Aha, þess vegna ertu svona stolt. Þú ert ekki svo vitlaus, vinan. Viltu fá lánaða ein- hverja bók hjá mér?" Ég hristi höfuðið. Hann gekk vandræðalega fram og til baka hjá bóka- skápnum, þar til hann rak augun í plötusafnið sitt. Hann strauk sér um hálsinn, starði upp í loftið og fiissaði: „Hugsa sér að jafnfalleg og vel gefin stúlka og þú skulir haga þér svona." Hernaðartækni hans var nákvæm og vel úthugsuð, engar fálmkenndar innrásir sem gætu misheppnast. Hann dró út úr plötu- safninu píanókonsert númer 21 eftir Mozart í quadrófónútsetningu og setti millikaflann á með naumindum. Angurværð þessa kafia gat gert andstæðinga sígildrar tónlistar ástfangna og fengið kýr til að mjólka betur og.Finnst þér gaman að tónlist?" spurði hann og ég kinkaði kolli. Hann nálgaðist mig varlega. Og hvíslaði: „Eiguni við að vagga okkur efl- ir tónlistinni og rugga inn í fegurðina?" Hann settist undurhægt og hljótt í mjúkan leðursóf- ann, lygndi aftur augunum og liélt áfram að hvísla; „komdu. korndu - láttu tónana fylla þig seiðandi ró eins og þú værir enn i móður- kviði." „Finnst þér ég, hálfiesbísk og tvíkynja, þess virði að sitja með þér í þessari sófadruslu þinni?" spurði ég eins og asni. Ég hafði varla sleppt síðasta orðinu þegar hann spýttist út úr ímynduðum móðurkviðnum eins og geim- ferja, reif Mozart af fóninum nteð látum, geystist að mér nieð offorsi, reif mig úr hæg- indastólnum, ýtti mér nteð valdi í átt að sófanum, henti mér niður í hann, - síðasta áhlaupið var hafið. Hjartað tók kipp og sló eins og snargeggjuð vekjaraklukka og ég ham- aðist af öllum líkams- og sálarkröftum við að losa mig úr viðjurn hans líkt og þegar ég var kaffærð í sundi. Hann þrumaði yfir mér: „Nú er þolinmæði mín á þrotum, ætlarðu eða ætlarðu ekki?" Hann þrýsti handleggjununt upp að brjóstum mér og froðufelldi af illsku: „Hvað heldurðu að þú sért, náttúrulaust píku- grey sem hefur leyft smástrákum að hossa á þér, þú vilt kannski láta taka þig almenni- lega?" Ég reyndi að íntynda mér að ég væri að hlusta á djarft útvarpsleikrit. Hann minnti mig á Erling Gíslason í stærstu senunum og hélt bara áfram að ryðja út úr sér bældri illsku. Svo svelgdist honunt á, hóstaði, ræskti sig, sleppti tökunum smám saman. Rödd hans fylltist af sorg. Hann kjökraði. barðist við stóra grátinn, en tárunum rigndi samt yfir mig. Hann grét heiftarlega eins og sorg heils heims lægi á herðum hans. Ég reyndi að hugga hann. Vorkenndi honum. Hann hafði kannski ekki grátið síðan í sjö ára bekk. Með ekkasog- um tíndi hann fram fleiri brot úr harmsögu ævi sinnar sem áttu að skýra þessa hegðun. Allt sem hann hafði tekið sér fyrir hendur á lífsleiðinni hafði mistekist, ekki aðeins nám og starf heldur einkalíf lika. Trúlofaður einu sinni án árangurs. Eitt barn í lausaleik, sem hann fékk aldrei að sjá nema þegar hann sjálf- ur stalst inn á leikvöllinn þar sem litla hnátan var. Og annað barn á leiðinni með bláókunn- ugri konu sem hann hitti í Glauntbæ eitt sunnudagskvöld. Hann bað mig fyrirgefning- ar og afsökunar á hegðun sinni margsinnis. Klukkan var að ganga fimm. Ég fór í skóna og jakkann og varð hugsað til Siggu. Þegar ég kom fram í forstofuna heyrðust hrotur á næsta leiti. Sigga var sofnuð hjá sénsinum. Sénsinn rninn kont á eftir mér fram í forstof- una á hvítum nærbuxum og gat ekki skilið að ég ætlaði heim. Líkami hans var stæltur og grannur. Mig langaði eiginlega ekkert til að yfirgefa hann í þessu ástandi. Við áttum eitthvað sameiginlegt núna, sem við myndum eiga alla ævi. Hann tók utan um mig og hneppti efstu tölunni á jakkanum frá. Ég fylgdi honum inn í svefnherbergið í skónum og í jakkanum. Hann fór úr nærbuxunum og lagðist undir sængina og bað mig um að halda í hönd sér því honum liði ekkert sérlega vel. „Getum við ekki sofið saman, hlið við hlið það sem eftir er næturinnar. Svo ferðu í bað hjá mér og borðar tneð mer morgunverð," bauð hann mér undurblítt. Ég stóð allt í einu á undirkjól við rúmið hans og hann dró mig niður til sín. Hann vildi að ég færi úr öllu. Ég fann fyrir einhverju grjóthörðu sem þrýst- ist upp að mér í áköfum takli - hann var búinn að koma mér úr undirkjólnum og var að toga mig úr nærbuxunum þegar ég breytt- ist í stálkonu aftur. Þá grátbað hann mig að byrja ekki á sömu lönguvitleysunni aftur því nú væri ákveðið að við svæfum saman. Hann þrýsti sér áfergjulega ofan á ntig. Við börð- umst. Ég vildi ekki láta liann ráðast inni mig. „Karlmaðurinn sigrar að lokum," tautaði hann. „Þú ert kona, fullvaxin kona, við hvað ertu hrædd?" „Stelpur sem láta það strax eru ntellur, stelpur sem leggjast undir hvern sem er eiga bágt, eiga bágt, eiga bágt, stelpur sent gera það strax.. .hann var búinn. Hann var sofn- aður. Hann var ofan á. Þungur. Tilrauninni var lokið. Innrásin heppnaðist þokkalega. Andspyrna ntikil í byrjun, en fór dvínandi. Átök lítils háttar. Einn særður og fallinn. Kona, bara kona. 54 VIKAN 20. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.