Vikan


Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 56
S T J Ö R N U S P Á K A N HRÚTURINN 21. niars-20. apríl Einhvers konar uppgjör virðist óum- flýjanlegt en hvers eðlis og um hvað það snýst fer eftir því við hvað þú ert að fást. Þér er mjög hugleikið að sem best niðurstaða náist og bjartsýnin ræður ríkjum, jafnvel kann svo að fara að þú takir varla eftir minni háttar skakkaföllum. TVÍBURARNIR22.maí-21.júní Þú ættir að íhuga hver ávinningur er í því fólginn að dvelja við hið liðna. Þú hyllist til að vorkenna sjálf- um þér og getur í því augnamiði endalaust velt þér upp úr misgjörð- um annarra gagnvart þér og eigin ávirðingum efsvo ber undir. Láttu þér ekki sjást yfir gæði lífsins. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst A næstunni munu ýmsir góðir eigin- leikar þínir njóta sín. Leggðu rækt við samband sem þér þætti miður ef færi forgörðum. Það er rétt athug- að að þú færir mikils á mis við að tapa tengslunum við þennan aðila en þarft ef til vill að breyta háttum þínum í einhverju. VOGIN24.sept.-23.okt. Það er útilokað að vera á mörgum stöðum samtímis og óvíst að þú verðir þar sem þú helst kýst á næstu dögum. Þú hefur ekkert að óttast því að það sem þú hefur áhyggjur af er tryggara og endingarbetra en þú hyggur. Haltu þó vöku þinni, þú hefur í mörg horn að líta. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. dcs. Eftirminnileg vika er fram undan sértu reiðubúinn að taka nokkra áhættu. Þú verður þátttakandi í at- burðum sem auka víðsýni þína og víkka sjóndeildarhringinn. Sitthvað breytist til batnaðar ef vel er á hald- ið en forðastu að leggja harðan dóm ámenn og málefni. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Hugsaðu vandlega þinn gang áður en þú slærð nokkru föstu varðandi orð og athafnir fólks sem þú þarft að umgangast hvort sem þér líkar betur eða verr. Hætta er á misskiln- ingi og því vænlegra að vanda orðavalið teljir þú þig þurfa að segja einhverjum til syndanna. NAUTIÐ21.apríl-21.maí Vísaðu því óhikað frá þér sem þú kærir þig ekki um að taka þátt í. Að vísu kann svo að fara að þú flæk- ist óviljandi í málefni sem þú hvorki telur þig hafa vit né áhuga á en haf- irðu ekki gefið ádrátt um liðveislu geturðu leyft þér að hafa gaman af öllu saman. KRABBINN 22. júní-23. júlí Mannleg samskipti reynast mörgum flókin og trúlega ferð þú ekki var- hluta af þeim sannindum. Ekki geturðu búist við að njóta réttinda án þess að bera skyldur sem því svar- ar. Þú kemst ekki hjá því að uppfylla eitthvað af þörfum annarra um leið og þú nýtur lífsins á þinn hátt. MEYJAN 24. ágúst—23. sept. Meiri spenna ríkir í kringum þig en hollt getur talist. Ekki verður hjá því komist að hreinsa andrúmsloftið ef menn vilja forðast árekstra. Senni- lega er eina færa leiðin að allir leggi spilin á borðið. Það kann að kosta að stokka verði upp en borgar sig trúlega. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þér finnst þú hafa fengið ríflegan skerf af alls kyns erfiðleikuni upp á síðkastið en nú kernur að því að þú komir auga á þann ávinning sem þú getur haft af öllu saman. Þar ber allt að sama brunni. hverersinnar gæfu smiður og ýmsu er fórnandi fyrir friðsælt heimilislíf. STEINGEITIN 22.des.-20.jan. Hugsaðu þig tvisvar um áðuren þú slærð á útrétta sáttahönd. Þótt þér finnist í svipinn að engu skipti hvern- igsamkomulaginu við þennan til- tekna aðila er háttað kemur von bráðar á daginn að það er misskiln- ingur, auk þess sem þú tapar engu áað sýna vinsemd. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Þú ættir að kappkosta að halda frið- inn heima. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og van- hugsuð orð, þótt ekki séu í rauninni illa meint, geta haft hinar uggvæn- legustu afleiðingar. Það eru ekki eingöngu ókunnugir sem okkur ber að sýna kurteisi og tillitssemi. Þá er komið að einu fjölbreyttasta og skrautlegasta merkinu af stjörnumerkjunum tólf í dýrahringnum, tvíburunum. Mörg- um reynist erfitt að átta sig á þeim enda er allt breytingum undirorpið í návist þeirra. Þar ríkir hvorki kyrrstaða né hálf- velgja og þegar menn telja sig í þann veginn að komast til botns í tvíburanum snýr hann venjulega við blaðinu og gefur yfirlýsingu sem ekki er nokkur leið að átta sig á. Tvíburinn er ákafiyndur, opinskár, vingjarnlegur og fijótur að hugsa. Hann kemur vel fyrir sig orði, er gjarnan háðskur og hefur gaman af að rugla fólk í ríminu. Hann hefur gjarnan rnörg járn í eldinum og lætur vel að fást við mörg og ólík viðfangs- efni samtímis. Honum er nánast lífsnauðsyn að lifa fjölbreyttu lífi. Jafnframt leiðast honum vanaverk en lendi hann í slíku, sem fæstir komast hjá, finnur hann sennilega upp á einhverju sér til tilbreytingar. Hann skiptir hratt og oft um skoðun og er sjaldan viss í sinni sök. Enginn skyldi þröngva tvibura til að taka af skarið, nær væri að ákveða fyrir hann það sem ákveða þarf því að hann getur aldrei verið viss um að hafa gert rétt og veltir hlutunum stundum fyrir sér eftir að löngu er um seinan að breyta nokkru. Samt sem áður eiga tvíburar sannfæringarkraft sem margir öfunda þá af, þeir eru fæddir sölumenn og margt eldheitt hugsjónafólk er að finna meðal tvíbura. Þeir verða að gæta þess að fá næga hvíld, þola illa langar vökur og streita og hvers kyns álag fer illa með við- kvæmt taugakerfi þeirra. Það togar margt i tvíburann og hann lætur toga sig og teygja í allar áttir. Honurn er hins vegar lagið að toga aðra með sér í eldmóði hugmynda sinna og á í engum erfiðleikum með að koma þeim á framfæri hvar sem er og hvenær sem er. 56 VI KAN 20. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.