Vikan


Vikan - 14.05.1987, Side 60

Vikan - 14.05.1987, Side 60
hæfi á síðarnefndu stöðunum, nema þeir séu þeim mun duglegri að gera víðreist til að kynn- ast hinni sönnu París. Annars er viðbúið að þeir sjái og skynji lítið annað en sálarlitla stór- borg, fulla af bílum og túristum. Fyrsta upplifun af nýjum stað skiptir auðvitað höf- uðmáli og glæstan íburð hótela og veitinga- húsa má sjá í öllum stórborgum en lítil bístró og gangstéttarkaffihús eru hvergi eins og í París. HAGNÝT RÁÐ Eitt það fyrsta sem ferðalangur í París ætti að taka til bragðs er að fara í skipulagða út- sýnisferð um borgina til að ná áttum og geta svo valið úr það sem áhugavert þykir. Því næst ætti viðkomandi að skella sér í ferð með neðanjarðarlest (métro), eftir að hafa gluggað í leiðakort. Það er auðveldari lærdómur en margur heldur; bara að taka mið af endastöð lestarinnar! Svo er hægt að kaupa tíu afsláttar- miða í einu en það sparar bið við miðasölur. Leigubiiar eru auðvitað líka þægilegur ferða- máti og ekki svo dýr í París. Til að vita hvað er að gerast i skemmtana- og menningarlífl borgarinnar er mjög gagnlegt að kaupa viku- ritið Pariscope. SÖGUFRÆGIR STAÐIR Það er auðvitað alveg nauðsynlegt að fljóta með alþjóðlegum túristastraumnum og skoða eitthvað af hinum fjölmörgu sögufrægu stöð- um sem eru í borginni, á milli þess sem Parísarandrúmsloftið er teygað á enn öðrum stöðum. Þá er fyrst að nefna eitt af táknum Parísar, Eiffclturninn (7. hverfi), verk Gustave Eiffels. Hann stóð tilbúinn fyrir heimssýninguna í París 1889. Töluverð andstaða vargegn þessu mikla járnverki sem til stóð jafnvel að rífa á sínum tíma. Versalir eru rétt rúma tuttugu kílómetra suðvestur af París. Sólkonungurinn Lúðvik XIV lét byggja þessa stórfenglegu 17. aldar höll og gerði að aðsetri sínu og hirðarinnar. Louvre (1. hvertl) er fyrrum konungshöll sem flestir konungar frá um 1200 áttu þátt í að byggja og stækka. Frá 1793 hefur Louvre verið listasafn og er nú meðal þeirra stærstu í heimi. Mona Lisa er líklega frægasta verk safnsins. Óperan (9. hverfi) var byggð fyrir rúmlega hundrað árum í ,,Napóleons III stíl" eins^og arkitektinn sjálfur sagði. Þar er mikilfenglegur íburður og ólík stílbrigði, ekki síst loftið í salnum sem málað er á þessari öld af Marc Chagall. Fyrir utan Óperuna eru breiðstræti Haussmanns í allar áttir og réjt á næsta horni er eitt frægasta kaffihús Parísar, Café de la Paix. Þar er nauðsynlegt að setjast á verönd- ina, fá sér hressingu og horfa á fjölskrúðugt mannlífið; róna, glæsidömur og olíufursta innan um hversdagsfólkið. Av. des Champs-Élysées og nágrenni (8. hverfí) er frægasta gata Parísar og nær allt frá Sigurboganum, sem Napóleon lét byggja til minningar um fallna hermenn, að Concorde- torginu, hinu stærsta í borginni, en þar er 3300 ára gamalt minnismerki ættað frá Egyptalandi, úr musteri Ramsesar II. Hið glæsilega breiðstræti Champs-Élysées hefur dýrar verslanir og veitingahús á báða bóga ofan til en neðar við götuna eru tvær alda- mótahallir, söfnin Grand Palais og Petit Palais. Tuileries garðurinn (1. hverfi) er í beinu framhaldi af Champs-Élysées, frá Concorde- torginu. Hann var hannaður af garðyrkju- manni Lúðviks XIV og nær að Louvre-safn- inu, en þaðan er bein sjónlína að Sigurboganum. Garðurinn er eins og vin, með tjörnum, veitingastöðum og fögrum styttum. Þarna eru hin frægu listasöfn Orangerie, sem fyrir utan skammtímasýningar státar af ný- legri listaverkagjöf með verkum eftir Picasso, Cézanne og Matisse og lleiri, og Jeu de Paume, sem geymir eitt glæsilegasta impressionista- safnið. Það safn mun þó vera um það bil að flytja í Gare d'Orsay hinum megin Signu. Centre Ceorges Ponipidou (4. hverll), eða Beaubourg eins og það er oftast kallað, er ein af frægustu byggingum borgarinnar þó ný sé. Þar eru nokkur söfn, meðal annars eitt stærsta nútímalistasafn heims og kvikmyndasafn, einnig barnaleiksvæði og veitingastaður. Útlit byggingarinnar, skærmálaðir hólkar, rör og leiðslur, vakti í fyrstu miklar deilur en svipað og með Eiffelturninn hefur húsið notið gífur- legra vinsælda og eru gcslir árlega flciri cn í Louvre. Á opnu svæði fyrir framan er iðandi mannlíf allt sumarið og alls kyns skemmti- kraftar að troða upp. Órstutt frá-er: Eorum des llalles (I. hverfi) er gríðarlega stór nýtískuleg 'byggingasamstæða við Les Halles, þar sem aðalmatvælamarkaður borg- arinnar var frá því á 12. öld og til 1979. Forum er að mestu úr áli og gleri, Ijórar hæðir og byggt ofan í jörðina, svo stærðin er lílt mcrkj- anleg að utan. En þarna eru 200 verslanir, 10 kvikmyndahús, 12 veitingahús og opið svæði í miðju þar sem oft cru uppákomur. ELDRI HVERFIN Að ganga um eldri hverfi Parísarer nokkuð sem verður að gerast; Marais að degi til cn eyjarnar tvær, Latínuhverfið og St-Germain 60 VIKAN 20. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.