Vikan


Vikan - 09.07.1987, Side 35

Vikan - 09.07.1987, Side 35
Ég hef heyrt að einhverjir kollegar mínir á Morgunblaðinu hafi sagt að þessi Eiríkur Jónsson sé endaþarmur íslenskrar blaða- mennsku. Ég veit ekki hvað þeir eiga við. En ég tel mig vita hvers vegna svona umtal kemst af stað. Þetta er blandið öfund því oft hefur það verið þannig að ég hef komið með fréttir sem aðrir hafa misst af. Blaða- mannabransinn hefur líka breyst mikið undanfarið. Samkeppnin milli blaðamanna innbyrðis er mjög hörð því nú eru peningar komnir i spilið. Þetta hefur gerst á mjög stuttum tíma, eftir að allt var gefið frjálst og allir þessir nýju möguleikar hafa opnast. í dag eru þeir blaðamenn, sem ná í besta bitann, jafnvel með ráðherralaun. Auðvitað fylgir svona samkeppni öfund og illt umtal - kannski sérstaklega í garð þeirra sem geng- ur vel. Þetta orð, sem fer af mér, er aðallega innan stéttarinnar og kemur þá helst frá þeim sem ekki þekkja mig persónulega. Ég er alveg sannfærður um að þeir sem unnið hafa náið með mér, bæði yfirmenn og aðrir, taka ekki undir þennan orðróm. Ég held að þeir sem gera það séu menn sem lesa grein- ar, sem birtast eftir mig, og eru slegnir yfir þeim. En ég læt þessar sögusagnir ekki hafa áhrif á mig. Meðan ég veit sjálfur að ég geri rétt hef ég engar áhyggjur af þessu. Svo má líka segja að illt umtal sé betra en ekkert umtal. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er nýr tónn í mínum fréttum. Sumir kalla þær vitleysisfréttir, sem þær eru náttúrlega alls ekki því þær eru byggðar á staðreyndum. Þessi tónn byrjaði í fréttapistlum mínum frá Kaupmannahöfn og tók síðan á sig aðra mynd. Seinna varð þessi sama hugmynd að þætti á Rás tvö og hefur nú þróast út í að verða megintónninn á fréttastofu heillar út- varpsstöðvar. A Stjörnunni er stefnan einmitt sú að hafa fréttirnar í þessum stíl sem ég hef tileinkað mér. Fréttirnar eiga að vera Ég veit að ég er oft á mörkunum en ég held mig réttu megin við þau. fræðandi og skemmtilegar en um leið eiga þær að lýsa öðrum veruleika en við_ sjáum dagsdaglega í hinum íjölntiðlunum. Ég ætla ekki að vera á sömu miðum og hinir. Til dæmis hef ég ekki áhuga á að bíða fyrir utan Stjórnarráðið í fimm tíma með mikrófón til að spyrja hvernig gangi og fá svo bara þau svör að allt gangi ágætlega. Ég myndi frekar nota þessa fimm tínta til að fara til Hvera- gerðis og tala við krákuna í Eden unt stjórn- mál. Ég er viss um að Stjörnufréttirnar eru góð viðbót við hina fjölmiðlana. Þar verða farnar ótroðnar slóðir." Fréttastjórinn kiminn á svip. 28. TBL VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.