Vikan


Vikan - 27.08.1987, Blaðsíða 43

Vikan - 27.08.1987, Blaðsíða 43
Pósturinn BARNSFAÐERNISMAL Hæ elsku Póstur! Ég er hér með alveg rosalegt vandamál. Þannig er mál með vexti að ég var með tveim- ur strákum um verslunarmannahelgina og hleypti þeim alla leið. Nú er glensið og gaman- ið af mér og ég er alveg logandi hrædd um að ég sé ólétt. Ef svo reynist vera þá hef ég ekki minnsta hugboð um hvor þeirra er faðir- inn. Póstur góður, hvernig get ég komist að hinu sanna í þessu máli? Eg hef ekki haft samband við strákana því ég er ekki viss hvort ég er ófrísk. Þegar að því kemur, á ég þá bara að labba til hans og segja honum að hann sé að verða pabbi eða hvað á ég að gera? Ég er aðeins fimmtán ára og veit ekkert hvernig bamsfaðernismál ganga fyrir sig. Getur þú frætt mig um hvað gerist í svona málum? Með fyrirfram þökk fyrir hjálpina. Ein að drepast úr áhyggjum. Ekki hefur Pósturinn í hyggju að vanda um við þig hvað varðar siðferðió, hins vegar er fidl ástceða til að brýna enn og aftur fyrir fólki að þaó er of seint aó byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. Þú verður að reyna að gœla stillingar því þú veist ekki hvort þú ert þunguð. Póstinum finnst skynsamlegt eins og allt er i pottinn búið að þú farir til lœknis (þeir eru bundnir þagnarskyldu). Efþér fmnst óþœgi- legt að fara til heimilislœknis getur þú pantaó tíma hjá kvensjúkdómalœkni og rœtt við hann um hvenær á tíðatimabilinu umræddar samfarir áttu sér staó. Tímasetningin getur varpaó Ijósi á hversu miklar líkur eru á að þú sért ófrísk. Síðan skaltu fara með þvagprufu í þungunar- próf strax og það er hægt. Niðurstöður úr því eru ekki marktækar fyrr en um það bil hálfum mánuói eftir að blæðingar eiga aó hefjast. Það er erfitt að ganga í gegnum þetta hugarvíl ein sín liðs þannig að ef samband ykkar mæðgn- anna er gott og skilningsríkt þá væri þér mikil hjálp í að segja henni frá þessu og hafa hana með í ráðum. Ef þú er ófrísk kemst hún hvort sem er að liinu sanna. Barnsfaðernismál eru ákajlega viðkvœm dómsmál. Ef faðir neitar að gangast vió barni eða það er kennt fleiri en einn verður að taka blóðsýni úr öllum viðkomandi aðilum: móður, barni og hugsanlegum feðrum til að flnna út réttan föður. Þetta er gert til aó útiloka þá einstaklinga sem ekki geta komið til greina. Til að ganga úr skugga um faðerni barns eru gerðar nákvœmar rannsóknir á þeim manni eða mönnum sem viðurkenna að hafa samrekkt móður á getnaðartíma barnsins. Síðan er dæmt í faðernismálum eftir niðurstöðum úr þessum rannsóknum. Yflrleitt er hægt að leiða líkur að því að ákveðnir menn geti ekki verið feður barnsins og þá er faðernið dæmt á þann sem ekki er hægt að útiloka. Barnsfaðernismál eru rekin fyrir dómstólum eins og önnur opinber mál. Móðirin verður að höfða mál á hendur þeim föóur sem neitar að gangast við afkvæm- inu. Henni ber að snúa sér til bæjarfógeta eða sýslumanns. I Reykjavík er það Sakadómur sem sinnir þessum málaflokki. Barnsfaðernismál er fyrst hægt að höfða eftir sex mánaða meðgöngu og ekki síóar en þremur árum eftir fæðingu barnsins. Þrátt fyrir að meðlagsúrskurður liggi ekki fyrir er Tryggingastofnun heimilt að greiða móður meðlag strax og stofnuninni hefur borist vottorð um að höfðað hafl verið barnsfaðernis- mál. GET EKKISVALAÐ FYSNUM MANNSINS MINS Kæri Póstur. Ég er tuttugu og fjögra ára kona og bý í sambúð með manni sem ég elska mjög mikið. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er sú að ég virðist ekki fullnægja kynhvöt mannsins míns. Hann vill helst elskast hverja einustu nótt en ég er oft á tíðum alveg uppgefin þeg- ar ég skríð upp í á kvöldin því starfið, sem ég gegni, er mjög krefjandi. Þegar ástríður hans geisa eins og hvirfilvindur er ég sallaró- leg og vildi helst njóta nálægðarinnar og ræða við hann. Ég vil ekki að hann haldi að ég sé búin að missa áhugann á honum eða að hann fari að leita á önnur mið til að svala fýsnum sínum. Hvað get ég gert? Svanhildur. Kynhvöt er ekki stöóluð stærð sem er eins hjá öllu fólki. Hún er einstaklingsbundin og ræðst af utanaðkomandi þáttum eins og aldri, líkamlegu ásigkomulagi, þreytu, kviða og til- flnningalegu ástandi hvers og eins. Alvarleg kynferðisvandamál eru afar fátíð hjá hjónum sem lifa í góóri sambúð og elska hvort annað. Akkilesarhællinn í þessu sambandi viróist mér vera að þið haflð greinilega ekki rætt ykkar á milli um þetta vandamál. Þú virðist túlka ást- leitni elskhuga þíns sem nokkurs konar sjálfs- elsku og það sé tillitsleysi af honum að vera að manga til við þig nótt eftir nótt. Þaó kann að vera að hann mistúlki deyfðina hjá þér og sé í örvæntingarfuUri tilraun að reyna að vekja þig til ástarlífsins. Honum kann að sárna sof- andahálturinn i þér ef þú ert komin yflr í draumaheiminn um leið og þú leggst á ködd- ann. Talaðu hreinskilnislega um þetta við hann og tjáðu honum hvernigþér líður. EJþetta geng- ur ekki hjá þér og þú verður sífellt þreyllari og þreyttari, daufari og sinnulausari gagnvart manninum þínum, þá tel ég ráðlegast fvrir þig að þú leitir ráðgjafar hjá kvensjúkdómalækni eóa sálfræðingi. Það er með öllu ástæðulaust að fólk byrgi vandamálin innra með sér ef hægt er að leita hjálpar lijá fólki sem hefur reynslu af svipuóum málum. 35. TBL VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.