Vikan


Vikan - 27.08.1987, Blaðsíða 13

Vikan - 27.08.1987, Blaðsíða 13
sem er grunsamleg reynist vera saklaus en sá ólík- legasti reynist vera morðinginn. Um leið og lesendur átta sig á þessu einfalda atriði hætta þeir hins vegar að gruna þann grunsamlega og reikna út að sá ólíklegi sé í rauninni líklegastur. Höfundar þurfa að bregðast við þessum aðstæð- um með því að gera söguna enn ruglingslegri. Þeir leiða kannski fyrst fram líklegan morðingja sem fyrir vikið er ákaflega ólíklegur, því næst ólík- legan morðingja sem fyrir vikið er ákaflega líklegur og loks hinn raunverulega morðingja sem hvorki er líklegur né ólíklegur og þess vegna ákaflega óliklegur í raun. Til að sýna hve flókinn þessi eltingarleikur höf- undar og lesenda getur orðið vitnar Todorov í kvikmynd eftir Fritz Lang, Handan skynsamlegra efasemda. Aðalpersónan, Tom Garett, vill sanna hve dauðadómur geti verið óréttmætur, þar sem saklausir menn séu oft teknir af lífi. Með hjálp tengdaföður síns velur hann glæp sem lögreglan er að rannsaka og kemur því þannig fyrir að grun- ur falli á sig, saklausan. Meðan lögreglan telur Garett sekan vita áhorfendur betur. Síðan gerist það samtímis að lögreglan finnur út að um falsað- ar sakargiftir er að ræða og áhorfendur komast að því að Garett hefur í rauninni sett allan leikinn á svið til að koma af sér raunverulegri sök glæps- ins. Lögreglan telur Garett því saklausan meðan áhorfendur vita fyrir víst að hann er í rauninni sekur. SVARTA SAGAN Það sem sagt hefur verið hér að framan á við um dæmigerðar leynilögreglusögur þar sem aðalá- herslan hvílir á fortíðinni, hinum framda glæp, en til er annar og ekki síður útbreiddur flokkur bók- mennta þar sem hlutföllunum er snúið við. I stað þess að spennan sé byggð á forvitni er um eigin- lega spennu að ræða, angist yfir því hvað gerist næst. í slíkum sögum er leynilögreglumaðurinn ekki hugsuður sem leysir gátuna í mestu makindum heldur framkvæmdamaður sem á stöðugt í höggi við harðsvíraða glæpamenn og leggur líf sitt und- ir. í stað þess að glæpasagan skipi öndvegi er það rannsóknarsagan sem allt snýst um. Bækur af þessu tagi nutu mikilla vinsælda í Bandaríkjunum um miðbik þessarar aldar og er Mike Hammer eitt af fjölmörgum afkvæmum þessarar stefnu. Að siðustu eru ónefndar sögur þar sem þessum tveimur sagnagerðum er blandað saman á ýmsan hátt, en í þeim er leikurinn jafnhliða fólginn í að vekja forvitni og eiginlega spennu meðal lesenda. í einni gerð slíkra sagna er aðalpersónan sökuð um morð sem annar hefur framið og eina leiðin fyrir hana til að sanna sakleysi sitt er að hafa uppi á hinum raunverulega morðingja. Aðalpersónan gegnir því þrenns konar hlutverki samtimis; hún er fórnarlamb, sökudólgur og spæjari. Þrátt fyrir snúna málavexti er þó engin hætta á öðru en að allt gangi upp áður en bókinni lýkur. Annað væri líka ófyrirgefanlegt. Þegar rætt er um leyni- lögreglusögur dettur flestum nafn Agöthu Christie fyrst i hug. Frá og meðárinu1926 sendi hún árlega frá sér nýja leynilögreglu- sögu allttil dauöadags, 1976, en heildarsalaá bókum hennar er talin hafa náðumfjögur hundruð milljón ein- tökum. Agatha hafði einstakt lag á að „fela“ morðingjannframá siðustu blaðsíðu og sigra þannig í glimunni viðhina hnýsnu les- endur. Á árunum milli striða varð til í Bandarikjun- um nýkynslóð leyni- lögreglumanna, harðsoðnir einkaspæj- arar sem voru gjarnan drykkfelldir og þrjóskir, svolitið upp á kven- höndina og áttu ekki siður i stappi við lög- regluna en glæpalýð- inn. Þekktastur þessara harðhausa er vafalaust Philip gamli Marlowe sem Ray- mondChandlerleiddi fram á sjónarsviðið. Nokkrir kvikmyndaleik- ararhafa spreyttsigá Marlowe i gegnum tið- inaen í þvi efni kemst enginn með tærnar þar sem Humphrey Bogart spyrnti niðurhælum fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina. Á myndinni sést Bogart ásamt Lauren Bacall í The Big Sleep. 35. TBL VI KAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.