Vikan


Vikan - 27.08.1987, Blaðsíða 12

Vikan - 27.08.1987, Blaðsíða 12
TVÆR SÖGUR í EINNI Það sem hér fer á eftir er að mestu byggt á tveim- ur greinum eftir bókmenntafræðing að nafni Tzvetan Todorov, en í þeim er meðal annars lögð áhersla á að sýna fram á hvað það sé sem rétt- læti að menn tali um leynilögreglusögur sem sérstaka bókmenntagrein. I upphafi vekur Tod- orov athygli á því að allar bækur af þessari gerð séu i rauninni samsettar úr tveimur sögum, það er sögu glæpsins annars vegar og sögu rannsóknar- innar hins vegar. Samhengi þessara tveggja sagna er mikið þótt eðli þeirra sé ólíkt. í dæmigerðum leynilögreglu- sögum er saga glæpsins óleyst gáta í upphafi bókarinnar. Við vitum aðeins að glæpur hefur verið framinn en ekkert um það hver sé sekur. Saga rannsóknarinnar beinist að því að leiða sögu glæpsins í ljós, hún er frásögn af því hvernig leyni- lögreglumaðurinn finnur út einstök söguatriði varðandi glæpinn og myndar úr þeim heildstæða, rökrétta sögu. í bókum af þessu tagi er rannsóknarsagan i raun réttri ekkert annað en miðill milli glæpasögunnar og lesanda. Hún er einföld og hlutlaus og varpar engum skugga á sjálfa glæpasöguna, frekar en sögumaður hennar, sem oft er aukapersóna i bók- inni, varpar skugga á sögumann glæpasögunnar, sjálfan leynilögreglumanninn. TRÖPPUGANGUR ÞEKKING- ARINNAR Spennan í leynilögreglusögum er yfirleitt óeigin- leg; hún er í verunni ekkert annað en forvitni. Allir atburðir, sem skipta máli, hafa þegar átt sér stað; lesandi nagar ekki á sér neglurnar yfir því hvað muni gerast næst heldur veltir hann vöngum yfír því hvað gerðist, hver myrti og hvernig. Þekking á þessum atriðum er mismikil eftir því hverjir eiga í hlut. Höfundur sögunnar býr eðlilega yfir mestri vitneskju, hann veit ekki aðeins hvað þegar hefur átt sér stað heldur hvað muni gerast og hvernig bókin endar. Á næstefsta þrepinu situr glæpamaðurinn með þekkingu sína á glæpnum og ástæðum hans, en á næsta þrepi fyrir neðan snuðrar leynilögreglan sem hefur ýmsar tilgátur og grunsemdir en lætur litið uppi. Aðeins aftar á merinni er svo sjálfur lesandinn, en til þess að sætta hann við það hlutskipti er oft teflt fram aukapersónu á borð við dr. Watson sem er lengur að átta sig en nokkur annar. Eftir því sem á líður nálgast persónur og lesandi þá fullnaðarþekkingu sem höfundurinn býr yfir og hana hafa allir öðl- ast við lok sögunnar. Lesendur sagna sem þessara keppast auðvitað við að komast upp á efsta þekkingarþrepið áður en sögunni lýkur og skjóta^ þannig leynilögreglu- manninum ref fyrir rass. í rauninni eiga þeir í sífelldri baráttu við höfundinn sem reynir sitt ýtr- asta til að blekkja þá fram á síðustu stundu. ÓTRÚLEG ÓLÍKINDI Lögmál leynilögreglusagna verður af þessum sökum lögmál hins ólíklega. Sú persóna sögunnar Einnaf sígildumfram- kvæmdamönnum i spæjarastétt er Simon Templar, öðru nafni Dýrlingurinn. Fyrsta bókin um hann birtist áriö 1928 og var skrifuð af Leslie nokkrum Charteris, en þaðvar ekki fyrr en á fjórða áratugnum að þeir <é- lagar náðu umtais- verðum vinsældum. Okkur íslendingum er Templar einna minnis- stæðastur úr sjón- varpsþáttum þar sem Roger Moore lék aðal- hlutverkið, en á myndinni erarftaki Moore, lan Ogilvy, i hlutverki Dýrlingsins. 12 VIKAN 35. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.