Vikan


Vikan - 27.08.1987, Side 12

Vikan - 27.08.1987, Side 12
TVÆR SÖGUR í EINNI Það sem hér fer á eftir er að mestu byggt á tveim- ur greinum eftir bókmenntafræðing að nafni Tzvetan Todorov, en í þeim er meðal annars lögð áhersla á að sýna fram á hvað það sé sem rétt- læti að menn tali um leynilögreglusögur sem sérstaka bókmenntagrein. I upphafi vekur Tod- orov athygli á því að allar bækur af þessari gerð séu i rauninni samsettar úr tveimur sögum, það er sögu glæpsins annars vegar og sögu rannsóknar- innar hins vegar. Samhengi þessara tveggja sagna er mikið þótt eðli þeirra sé ólíkt. í dæmigerðum leynilögreglu- sögum er saga glæpsins óleyst gáta í upphafi bókarinnar. Við vitum aðeins að glæpur hefur verið framinn en ekkert um það hver sé sekur. Saga rannsóknarinnar beinist að því að leiða sögu glæpsins í ljós, hún er frásögn af því hvernig leyni- lögreglumaðurinn finnur út einstök söguatriði varðandi glæpinn og myndar úr þeim heildstæða, rökrétta sögu. í bókum af þessu tagi er rannsóknarsagan i raun réttri ekkert annað en miðill milli glæpasögunnar og lesanda. Hún er einföld og hlutlaus og varpar engum skugga á sjálfa glæpasöguna, frekar en sögumaður hennar, sem oft er aukapersóna i bók- inni, varpar skugga á sögumann glæpasögunnar, sjálfan leynilögreglumanninn. TRÖPPUGANGUR ÞEKKING- ARINNAR Spennan í leynilögreglusögum er yfirleitt óeigin- leg; hún er í verunni ekkert annað en forvitni. Allir atburðir, sem skipta máli, hafa þegar átt sér stað; lesandi nagar ekki á sér neglurnar yfir því hvað muni gerast næst heldur veltir hann vöngum yfír því hvað gerðist, hver myrti og hvernig. Þekking á þessum atriðum er mismikil eftir því hverjir eiga í hlut. Höfundur sögunnar býr eðlilega yfir mestri vitneskju, hann veit ekki aðeins hvað þegar hefur átt sér stað heldur hvað muni gerast og hvernig bókin endar. Á næstefsta þrepinu situr glæpamaðurinn með þekkingu sína á glæpnum og ástæðum hans, en á næsta þrepi fyrir neðan snuðrar leynilögreglan sem hefur ýmsar tilgátur og grunsemdir en lætur litið uppi. Aðeins aftar á merinni er svo sjálfur lesandinn, en til þess að sætta hann við það hlutskipti er oft teflt fram aukapersónu á borð við dr. Watson sem er lengur að átta sig en nokkur annar. Eftir því sem á líður nálgast persónur og lesandi þá fullnaðarþekkingu sem höfundurinn býr yfir og hana hafa allir öðl- ast við lok sögunnar. Lesendur sagna sem þessara keppast auðvitað við að komast upp á efsta þekkingarþrepið áður en sögunni lýkur og skjóta^ þannig leynilögreglu- manninum ref fyrir rass. í rauninni eiga þeir í sífelldri baráttu við höfundinn sem reynir sitt ýtr- asta til að blekkja þá fram á síðustu stundu. ÓTRÚLEG ÓLÍKINDI Lögmál leynilögreglusagna verður af þessum sökum lögmál hins ólíklega. Sú persóna sögunnar Einnaf sígildumfram- kvæmdamönnum i spæjarastétt er Simon Templar, öðru nafni Dýrlingurinn. Fyrsta bókin um hann birtist áriö 1928 og var skrifuð af Leslie nokkrum Charteris, en þaðvar ekki fyrr en á fjórða áratugnum að þeir <é- lagar náðu umtais- verðum vinsældum. Okkur íslendingum er Templar einna minnis- stæðastur úr sjón- varpsþáttum þar sem Roger Moore lék aðal- hlutverkið, en á myndinni erarftaki Moore, lan Ogilvy, i hlutverki Dýrlingsins. 12 VIKAN 35. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.