Vikan


Vikan - 27.08.1987, Blaðsíða 52

Vikan - 27.08.1987, Blaðsíða 52
Sakamálasaga et'tir Edmund Crispen Sagm afmúmn sm tapé aiÉúui Það er ekki ýkja fjölmennt í sölum Lund- únaklúbbanna í morgunsárið. Því var það að þegar sir Gerald McComas kom inn í reyk- herbergið í Sameinaða háskólaklúbbnum var þar ekki nokkur maður, að Gervas Fen frá- töldum. Þar sem mennirnir könnuðust aðeins lítillega hvor við annan var ekki laust við að Gervas Fen yrði dálítið undrandi þegar millj- ónamæringurinn og listaverkasafnarinn gekk til hans og settist niður. Það leið heldur ekki á löngu þar til hann bað um aðstoð. Hann sagðist þarfnast aðstoð- ar einhvers sem hann þekkti hæfilega mikið en þessi aðili mátti ekki vera of kunnugur fjöl- skyldu hans því þá gæti hann orðið hlut- drægur. „Sjáið þér til, herra minn,“ útskýrði sir Gerald þegar hann loks kom sér efninu, „mig grunar að unnusti dóttur minnar hafi stolið dálitlu frá mér.“ Síðan leysti hann frá skjóðunni. Jane McComas hafði trúlofast ungum og upprennandi lögmanni, Brian Ainsworth að nafni, prýðisnáunga en kannski ekki alveg nógu ættstórum fyrir smekk sir Geralds. Hvað um það þá hafði ungi maðurinn dvalið um skeið á héimili McComas-fjölskyldunnar við Lowndestorg. í gærdag höfðu þau Jane farið til síðdegis- drykkju. Þar dvaldist þeim svo að þau komu heim rétt mátulega til að skipta um föt fyrir kvöldmat og sir Gerald varð að viðurkenna að Ainsworth hafði fengið sér fullmikið neðan í því. Sir Gerald hafði orð á þessu þegar ungi maðurinn fékk sér í fjórða skiptið í glasið úr koníakskaröflunni. Það varð til þess að rifr- ildi blossaði upp og Ainsworth varð fokvond- ur og rauk á dyr. Því miður hljóp hann beint í fangið á lög- regluþjóni sem átti leið framhjá og gerði auk þess tilraun til að ýta við honum. Lögreglu- þjónninn tók hann umsvifalaust fastan fyrir ölvun á almannafæri. „Nú, því fór það svo að hann eyddi nótt- inni í grjótinu," sagði sir Gerald, „og hann kemur fyrir rétt núna á eftir. Þetta skiptir þó minnstu máli, hið alvarlega er að þegar ég kom inn aftur, eftir að lögreglan hafði farið burt með Ainsworth, tók ég eftir að lítil teikn- ing eftir Leonardo da Vinci, Andlitsmynd af manni, var horfin úr möppunni i vinnuher- berginu mínu. Það sem máli skiptir er þetta: Eg skoðaði myndina síðast skömmu eftir hádegismat og eftir þann tíma var það aðeins tvisvar sem ég varekki í vinnuherberginu og hafði það ólæst. í fyrra skiptið lét ég Jane hafa lykilinn svo hún gæti náð sér í bók og ég er handviss um að hún lokaði vandlega á eftir sér vegna þess að ég kom þangað inn sjálfur rétt áður en Jane fór út. Ég hef talað við hana og það er víst að enginn annar gat hafa komist inn í herbergið meðan hún var með lykilinn. Þá komum við að seinna tilfellinu. Vinnu- herbergið er langþægilegasta herbergi hússins og þess vegna lét ég bera kaffið og koníakið fram þar eftir kvöldmatinn. Þannig vildi það til að Ainsworth var skilinn eftir einn eitt augnablik hjá möppunni. Jane hafði farið fram til að tala við einhvern í síma og kallaði á mig til að spyrja hvað væri á dagskrá hjá okkur næstu daga. Mér datt að sjálfsögðu ekki í hug... Skollinn sjálfur," sagðir sir Gerald í öngum sínum. „Það eru ekki nokkr- ar líkur á því að það hafi verið Jane sem stal teikningunni. Hún veit sem er að ég gæfi henni hvaða fjárupphæð sem væri án þess að depla auga, bara ef hún bæði mig um það. Ég myndi þess vegna gefa henni teikninguna sjálfa. Þér sjáið nú hvað ég á við. Ef Ainsworth hefur ekki tekist að losa sig við teikninguna, og það hefur hann varla getað gert með alla þess lögreglumenn í kringum sig, þá hlýtur hann að vera með hana á sér enn. Ég veit að það er leitað á fólki áður en það er lokað inni en þeir þaulleita varla á manni eins og Ainsworth sem þar að auki er aðeins ákærður fyrir ölvun á almannafæri. Þess vegna ætla ég að ná tali af Ainsworth um leið og honum verður sleppt, fara með hann til einnar af skrifstofum mínum og biðja hann leyfis um að mega leita á honum.“ „Ég leyfi mér að efast um að Ainsworth taki því þegjandi." „Að sjálfsögðu ekki.“ Sir Gerald engdist sundur og saman í stólnum af skömm. „En lítið á hvaða aðstöðu ég er í. Mér er fjandans sama um þessa bannsettu teikningu, til að komast hjá hneyksli þá má hann svo sem eiga hana. En ef hann er þjófurinn ætla ég mér að sanna það fyrir Jane áður en hún hleypst á brott með honum eða gerir einhverja aðra bölvaða vitleysu.“ „Hm,“ sagði Fen, „ég fæ ekki betur séð en þér hafið öruggar sannanir gegn honum nú þegar.“ „Jane er sannfærð um að ég hafi rangt fyr- ir mér,“ sagði sir Gerald, „og ég hafði skilið vinnuherbergið eftir opið. Ég held líka að hana gruni, ... nei, sleppum því. Það sem skiptir máli er að þótt hún sé öskureið yfir þessum áformum mínum hefur hún fallist á að koma með. Það sem ég ætlaði að biðja yður um er að koma með líka til að ganga úr skugga um að ekki séu brögð í tafli" Fen hugsaði sig um og leist hreint ekki á blikuna. Hann sá að i stöðunni voru mögu- leikar sem sir Gerald hafði annaðhvort yfirsést eða hann hirti ekki um að kanna. Hvernig sem það nú var þá fannst Fen það skylda sín að fara með honum. Réttarhaldið tók ekki nema nokkrar mínút- ur og var tíðindalaust. Þegar Ainsworth gekk út úr réttarsalnum kom hann beint í flasið á þremenningunum sem biðu hans í ganginum fyrir framan réttarsalinn. Hann leit út eins og álfur út úr hól þar sem hann stóð íklædd- ur smókingfötum og hlustaði á sir Gerald lýsa áformum sínum. Síðan sneri hann sér að Jane og sagði: „Viltu að ég geri þetta?“ Kastaníubrúnt hárið á Jane McComas glansaði í daufu sólarljósinu um leið og hún leit fast á hann og sagði: „Nei, láttu hann kalla á lögregluna, þú hefur ekkert að óttast.“ „Ekki það,“ sagði Ainsworth og hleypti brúnum, „ekki einu sinni hneykslið? Þú fyrir- gefur, væna mín, en ef ég ætla einhvern tíma að verða hæstaréttarlögmaður þá verð ég að kunna að velja þá leið sem minnsta athygli vekur.“ Hann gekk skyndilega af stað. „Við skulum ljúka þessu af.“ Það ver Fen sem fann teikninguna. Nagl- arnir, sem héldu föstum hælnum á vinstrifót- arskó Ainsworths, höfðu nýlega verið dregnir úr og inni í hælnum var samanbrotið blað. „Þannig er nú það,“ sagði sir Gerald þung- lega. Hann gekk yfir í næsta herbergi til að sækja Jane. Fen, sem varð eftir inni hjá Ains- worth, hugsaði sig um dálitla stund og sagði síðan: „Hvenær földuð þér teikninguna í sól- anum, hr. Ainsworth?" Ungi maðurinn leit upp og Fen tók eftir því að hann hikaði dálitla stund áður en hann svaraði. „Ef þér endilega viljið vita það þá geymdi ég hana inni á mér en setti hana síðan í skóinn um nóttina meðan ég var í klefanum. Einhverjar aðrar spurningar?“ Fen hugsaði sig um: „Já, tvær í viðbót. Sú fyrri: Haldið þér að Jane McComas þyki vænt um föður sinn?“ 52 VIKAN 35. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.