Vikan


Vikan - 10.12.1987, Blaðsíða 7

Vikan - 10.12.1987, Blaðsíða 7
( <kur, mamma? „Bráðum koma blessuð jólin, bömin fara að hlakka til..Hver kann ekki þessa huggu- legu jólavísu, sem hefur verið sungin á íslandi í mannsaldra? Jólin eru loksins að koma aftur, með öllum skemmtilega jólaundirbúningnum, grenilykt- inni og ilminum frá jólabakstrin- um. Jólin eru hátíð bamanna. Sameiningartími íjölskyldunnar, tákn ástar, friðar og vellíðunar. Aðfangadagskvöld með kræsi- legu matarborði og fallega skreyttu jólatré umkringdu marglitum jólapökkum er sú mynd jólanna sem flest okkar hafa frá barnæsku. Jólin eru því sá tími ársins sem okkur líður hvað best á sál- inni, eða hvað? Á jólunum eigum við að minnast þeirra sem hafa það ekki eins gott og við sjálf, svelt- andi og stríðshrjáðra barna í Afiríku og Líbanon, en hversu oft lítum við okkur nær? Fjöldi fólks á íslandi býr við svo kröpp kjör að það getur ekki veitt sér eða börnum sín- um það jólahald sem alla dreymir um. Gamla barnagrýlan um að jólin fari kannski framhjá heimilinu er raunveruleg stað- reynd fyrir mörg íslensk böm. Engir He-Man kastalar eða leisibyssur „Um fjórðungur einstæðra foreldra í Reykjavík þarf að leita á náðir okkar hjá Félags- málastofnun svo þeir geti séð sér og bömum sínum farborða. Um jólin er ástandið einstaklega erfitt, því við höfum úr litlu að spila, svo það er sáralítið sem við getum gert aukalega fýrir þetta fólk fyrir hátíðarnar. En þetta fólk reynir með einhverj- um hætti að halda jól með börn- um sínum þrátt fyrir takmörkuð efni,“ sagði Anný Haugen hjá Félagsmálastofhun Reykjavíkur. Anný segir það afar erfitt fyrir böm á efnalitlum heimilum þegar auglýsingaflóðið byrjar fýrir jólin. „Sjónvarpið sýnir endalausar hvatningar til barna um að þau megi ekki vera án allra skrautlegu leikfanganna, en þeir em sárafáir skjólstæðing- arnir okkar sem geta veitt böm- um sínum nokkurn rnunað." „Við hér emm bundin þagn- arskyldu um einstök tilfelli, en ég svík engan trúnað þótt ég hvetji fólk til að sjá fýrir sér ein- stæða móður, sem hefur kannski ekki í neitt hús að venda, á enga fjölskyldu að sem getur hjálpað. Hún er jafnvel húsnæðislaus, en hún verður að reyna að halda jól með barninu sínu án þess að geta veitt því það sem það van- hagar um. Þessi dæmi em til hér á landi og það em engir He-Man kastalar í jólapökkunum hjá þessu bami,“ segir Anný Haugen. Starfefólk félagsmálastofhana um land allt segja það átakanleg- ast þegar börnin gera sér ljóst að þau búa við verri kjör en skólafélagarnir eða nágrannarn- ■ „Um f jórðungur einstæðra foreldra í Reykjavík þarf að leita á náðir okkar hjá Félags- málastofnun svo þeir geti séð sér og sínum farborða," segir Anný Haugen í viðtali við Vikuna. Segir hún það afar erfitt ffyrir bðrn á efnalitlum heimilium þegar auglýsingaflóðið byrjar fyrir jólin ... ir. Fallega jólamyndin um sam- hentu fjölskylduna á ekki við þau og þau fyllast einmana- kennd. Jólahátíð barnanna verð- ur að einkennilegri martröð fyrir bæði móður og barn. Litla stúlkan með eldspýtum- ar er því enn til, þótt í nútíma- legri útgáfu sé. 13.580 krónur fyrir jólahaldi Samkvæmt reglum Félags- málastofhunar Reykjavíkur get- ur einstæð móðir með eitt barn fengið 13-580 krónur í hámarks- styrk á mánuði til greiðslu á álögðum sköttum og matar- og fatakaupa fyrir sig sjálfa og bamið. Anný Haugen segir að flöldi einstæðra mæðra búi við þau kjör að fa aðeins lágmarks- laun í starfi og þurfi síðan að greiða háa húsaleigu ásamt barnapössun o.s.frv. Þegar föstu útgjöldin em lögð saman er það oft að launin hrökkva varla til svo viðkomandi verður að leita á náðir Félagsmálastofnunar til að endar nái saman. Félagsmála- stofnun er svo heimilt að bæta þessum 13.580 krónum við heimilisfjárhaginn hjá hinum nauðstadda skjólstæðingi, svo framarlega að hann geti sannað að ekki sé afgangur frá launun- um þegar föstu útgjöldin hafa verið greidd. Ef hið nauðstadda foreldri á t.d. á pappírnum 6000 krónur frá laununum eftir að fastagjöldin hafa verið greidd feer það aðeins 7.580 krónur frá stofnuninni til að mæta öðmm útgjöldum mánaðarins. „Það gefur augaleið að börn sem búa við þessar aðstæður fara mikils á mis um jólin,“ segir Anný Haugen. Mikið álag Félagsmálastofhun Reykjavík- ur rekur einnig Mæðraheimilið að Sólvallagötu 10 í Reykjavík. Þar er pláss fýrir sjö mæður með börn og er þar að jafhaði þröngt setinn bekkurinn. „Engin þessara kvenna hefur kosið að vera í sambýli með hinum, þannig að það má búast við að sumum þeirra líði nokk- uð illa. Yfirleitt em þetta mæður sem em að koma úr sambúð eða hjónabandi og börnin em því afar vansæl. Það má ímynda sér að jólahald á svona heimili sé nokkuð sérstakt og þetta er mik- ið álag fyrir börnin," sagði einn starfemaður Félagsmálastofn- unar. Börn ofdrykkjufólks lifa í stöðugum ótta fyrir jólin um að pabbi eða mamma eyðileggi jól- in með drykkjuskap. Vikan ræddi við unga konu sem bjó við það í barnæsku að faðir hennar gerðist oft ofurölvi á að- fangadagskvöld. „Þetta var oft hræðilegt," segir hún. „Við vor- um frekar fátæk, sem hefur sennilega verið vegna óreglu pabba, en mamma reyndi að halda heimilinu saman og gera eitthvað gott fýrir okkur um jólin. Það var hins vegar eins og pabbi missti alltaf móðinn þegar dró nær jólum. Hann lofaði allt- af öllu fögm og okkur þótti þrátt fyrir allt vænt um hann, svo við reyndum að trúa honum og láta okkur hlakka til jólanna. Við urðum oftast fyrir miklum vonbrigðum og hann þjáðist af svo mikilli sektarkennd að hann grét og bað okkur að fýrirgefa sér, en einhvern veginn gat maður það ekki. Á endanum gafet mamma upp og skildi við pabba. Mér þótti alltaf mjög vænt um hann þrátt fyrir fýlÚrí- ið, því hann var góður við okkur á milli og því leið mér alltaf mjög illa á jólunum þegar ég vissi að hann var einn og yfirgef- inn og mamma hélt hátíðleg jól með okkur krökkunum.“ - MG VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.