Vikan


Vikan - 11.02.1988, Side 10

Vikan - 11.02.1988, Side 10
í öðru lagi fást leiðbeiningar um vöruþróun og í þriðja lagi fá fyrirtækin vitneskju um hvort tilteknar markaðsaðgerðir þeirra hafa borið tilætlaðan árangur eða ekki.“ í máli Gunnars kemur fram að spurningavagninn er fyrst og fremst fyrir neytendamarkað og segir hann að íslendingar al- mennt séu mun fusari og velvilj- aðri að svara spurningum þeirra en gengur og gerist erlendis og vill hann nota tækifærið hér til að þakka þeim þúsundum ís- lendinga sem Hagvangur hefur leitað til á liðnum árum. „Oft kemur sú staða upp í framhaldi af spurningavagni að eitthvert fyrirtækið vill kanna mál sitt nánar. Þá köllum við saman svonefndan umræðuhóp (focus group), það er við tökum Pétur og Pál af götunni og spyrj- um þá nánar út í málið, vöruna, þjónustuna eða annað sem hef- ur markaðslegt gildi og fáum þannig dýpri upplýsingar." Gunnar tekur ákveðið dæmi um hvernig þetta gengur fyrir sig. í spurningavagni var spurt um tiltekna vöru. í ljós kom að fáir vissu eitthvað um hana og enn færri keyptu hana. Þeir sem hinsvegar keyptu vöruna á ann- að borð líkaði hún mjög vel og keyptu þeir hana aitur og aftur. Hér var eitthvað sem kom ekki heim og saman. Því var stofnað- ur umræðuhópur sem staðfesti framangreint. í framhaldi af þessu var síðan skipt um um- búðir á vörunni og hún auglýst markvisst á ákveðinn hátt þann- ig að salan á henni margfaldað- ist. Auðvelt að gera kannanir hér Ef við komum aftur að skoð- anakönnunum sem slíkum er þá mikill munur á að framkvæma þær hérlendis og erlendis? „Hér á íslandi er eitthvert besta umhverfi í heiminum til að gera skoðanakannanir og kemur þar tvennt til. í fyrsta lagi er það þjóðskráin sem er þrátt fyrir allt ótrúlega góð saman- borið við svipaðar skrár í ná- grannalöndunum en með skránni er hægt að taka úrtak sem nær til þjóðarinnar allrar. í öðru lagi er það hin mikla símaeign íslendinga en það er mjög þægilegt að ffamkvæma þessar kannanir í gegnum símann." Hvað með marktækni þessara kannana? „Við erum með 1000—1500 manna úrtak sem að mati vís- indamanna er mjög heppileg stærð og úr þessu fáum við svar- prósentu sem liggur á bilinu 75—80% sem er mjög há tala, með því besta sem gerist í heim- inum. Enda eru íslendingar mjög liðlegir í svörum eins og ég gat um áðan. Því er óhætt að segja að kannanir okkar séu mjög marktækar en hinsvegar minnkar marktæknin eftir því sem sundurgreining á spurning- um verður meiri. Með okkar könnunum er fýrst og fremst verið að mæla strauma á mark- aðnum en ekki verið að telja fiskana sem synda þar.“ Alger nafnleynd er höfuð- atriði skoðanakannana og upp- lýsti Gunnar að öll úrtök þeirra eru lögð fyrir tölvunefnd en síð- an er leitað til Hagstofunnar sem gefur leyfi til að nota þjóðskrána. Að Iokum velur Reiknistofnun Háskólans úrtak- ið fyrir Hagvang. Aðspurður um hver sé sér- stæðasta skoðanakönnunin sem Hagvangur hefur gert segir Gunnar það vera hina viðamiklu könnun sem gerð var fýrir nokkrum árum á gildismati og mannlegum viðhorfum íslend- inga en ein af niðurstöðum hennar var sem kunnugt er að íslendingar væru hamingjusam- asta þjóð í heimi. Könnun þessi var hluti af alþjóðlegu starfi og segir Gunnar að þeir hafi notið stuðnings fjölda fyrirtækja, ein- Gunnar Maack framkvæmda- stjóri Hagvangs segir að í dag, séu að koma stjómendur í fyrirtækin sem vita hve dýr- mætar upplýsingar er hægt að fá með markaðskönnunum. staklinga og samtaka við gerð hennar. Hvað framtíðina varðar segir Gunnar að þeir Hagvangsmenn séu mjög bjartsýnir enda sé áhugi á könnunum, sérstaklega markaðskönnunum stöðugt að aukast... „Við erum fyrst og ffernst á sviði markaðskannana en látum aðra um þjóðmálaum- ræðuna enda er að myndast á- kveðin verkaskipting innan þessarar atvinnugreinar. Þessi bjartsýni er einkum sök- um þess að inn í fyrirtækin eru í dag að koma stjórnendur sem kynnst hafa gildi markaðskann- ana í skólum eða starfi hérlendis og erlendis og því hve dýrmæt- ar upplýsingar þær geta veitt. Að lokum vil ég taka það fram að þetta starf okkar væri ekki hægt ef við nytum ekki jafn- góðra starfskrafta og raunin er meðal starfsfólks Hagvangs." FRI. 10 VIKAN GLÆSILEGA MJUKA HEIMILISTÆKJALINAN ER K0MIN Blomberg kynna fyrstir heimilistækjaframleiðenda nýja, mjúka og spennandi, heimilistækja línu. Stílhrein hönnun. Fallegar ávalar línur, sem falla vel aö nútíma innrétt- ingum. Auöveld þrif og aðgengilegir stillihnappar. Nútíma tækni. Blomberg tækin fylgja ströngustu tæknikröfum. Þau eru hljóölát og nota lágmarks rafmagn. Góð fjárfesting. Blomberg tækin eru fram- leidd til aö endast um langa framtíö. Þau eru því góð framtíðar fjárfesting. Traust merki. Blomberg hefur framleitt eldavélar og heimilistæki í meir en 100 ár. Yfir 10 ára góö reynsla hér á landi tryggir þér framtíðar þjónustu. Líttu við! Þú ert velkominn til okkar aö skoöa tækin í glæsilegu umhverfi. Viö höfum tíma fyrir þig. Einar Farestveit & Co. hf. B0RGARTÚNI 28 ■ SÍMI 91-16995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.