Vikan


Vikan - 11.02.1988, Side 14

Vikan - 11.02.1988, Side 14
Sjáið þessa bíómynd! að þarf greinilega fslending til ef draga á upp trúverðuga mynd af Svíum, sagði sjónvarps- gagnrýnandi Aftonbladet í Stokkhólmi um mynd Lárusar Óskarsonar sem frumsýnd var í sænska sjónvarpinu um mánaða- mótin nóvember — desember s.l. NJynd Lárusar heitir „Auga hestsins", var kostuð af sænska sjónvarpinu, sýnd í þremur hlutum og útnefnd af mörgum dagblöðum besta sjónvarps- mynd ársins í Svíþjóð. Borgarbörn í sveit ,Auga hestsins" greinir frá ævintýraferð tveggja stálpaðra barna. Þau fara úr borginni út í sveit í leit að hesti sem annað þeirra telur sig eiga skyldur að rækja við. Lars Lundholm og Gunnilla Linn Persson sömdu söguna, Lárus leikstýrði og Gör- an Nilsson tók myndir. Þetta er sami flokkur og stóð á bak við fyrri myndir Lárusar, „Búrfúgl- inn“, ,Ándra dansen" og „Den frusna leoparden". Sænska sjón- varpið hefur boðið Lárusi áfram- haldandi samstarf (og má af því tilefni skjóta því að, að Lárus er kominn heim til íslands og vill starfa hér en fær ekki enn náð fyrir augum Kvikmyndasjóðs; menn þurfa víst að sanna sig á eftirminnilegri hátt en honum hefúr hingað til tekist!). „Fjallar um allt“ „Látið ekki þessa mynd ffamhjá ykkur fara!“ sagði Sus- 14 VIKAN Úr „Auga hestsins", Lesper Lager og Ulrika Hansson í aðal- hlutverkunum, bömin sem fara út á land í leit að hesti ann Marko, leiklistargagnrýn- andi Dagens Nyheter. ,Auga hestsins er í hæsta máta áhuga- verð, sjaldgæft að sjá svo vel gert listaverk í sjónvarpi... myndin er afar persónuleg og hefur aðeins einn galla, þann að hún er ekki sýnd í einu lagi eins og löng bíómynd. Maður þarf að sjá hana í einni beit... “ „Auga hestsins fjallar um allt. Hún fjallar um það að komast af í borgarlífinu. Og að þora að stefna út á villugjarnar slóðir. Og um börn sem eru að verða fúllorðin. Um tiiraunir foreldra til að móta börn sín. Og um aðra foreldra sem minna helst á sig með því að koma aldrei nærri. Og hún fjallar um mömmu eina sem maður getur dansað við tangó þegar manni finnst líflð erfitt. Og um aðra mömmu sem er eins og myllusteinn um háls dóttur sinnar. Og um það að vera sjálfum sér samkvæmur. Og um hæfileikann að koma auga á þarfir annarra. Auga hestsins fjallar um sveitina og um borgina, um náttúruna og um ástandið... Látið Lárus Óskarsson leik- stýra sögum þeirra Lars og Gunnillu í framtíðinni... “ Engin auglýsingamennska! Vikan hefúr undir höndum úrklippur úr sænskum blöðum í tugatali. Hvert einasta blað hrósar myndinni upp í hástert og flestir tala um „bestu ung- lingamyndina sem hér hefúr sést í áratugi." Og blaða- mennirnir sem um myndina fjalla nefha það sumir að það sem m.a. sé „öðruvísi“ við þessa mynd sé að hún var ekki auglýst svo mjög áður en hún var sýnd, „hún skaut bara upp kollinum á skjánum," sagði Christina Are- skog í Kvállsposten, „og í ljós kom að við vorum að horfa á bestu sænsku unglingamyndina um áratugaskeið!" Söguþráðurinn „Atiga hestsins" fjallar um Valla sem í byrjun síns kyn- þroskaskeiðs flytur með foreldr- um sínum utan úr sveit til stór- borgarinnar. Með sér til borgar- innar tekur Valli svo sem ekkert nema ástina á hesti sínum sem verður eftir úti á landi. Og hann dreymir um að komast aftur á sínar æskuslóðir. Þessi draumur hans verður að nokkurs konar þráhyggju, hann verður að kom- ast aftur út í sveit, verður að safna peningum svo hann geti látið verða af því að fara og heilsa upp á hestinn sinn. í Stokkhólmi kynnist Valli stúlku sem Márta heitir. Hún er sérfræðingur í því að lifa af hvers konar uppákomur í stór- borgarlífinu eða malbiksfrum- skóginum. Þau verða góðir vinir og fljótlega deilir Márta draumnum með Valla. „Það er ekkert stórkostlega merkilegt sem gerist í þessari mynd,“ sagði Areskog í Kválls- posten, „en samt horfir maður sem bergnuminn... “ Lárus til Svíþjóðar Vonandi verður „Auga hestsins" eftir Lárus Óskarsson sýnd í íslenska sjónvarpinu inn- an tíðar. Samstarf Norðurlanda um sjónvarpsefni ætti að auð- velda það. Lárus hefúr dvalið á íslandi upp á síðkastið, aðallega fengist við auglýsingagerð - við hér virðumst ekki hafa svigrúm fyrir hann. Enda ekki iífleg starf- semi kringum framleiðslu á inn- lendu sjónvarpsefni á íslandi. Sænska sjónvarpið hefúr ósk- að eftir ffekara samstarfi við Lárus. Og sjálfúr hefúr hann hug á að vinna við leikhús jafnframt kvikmyndavinnunni. —GG.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.