Vikan


Vikan - 11.02.1988, Side 20

Vikan - 11.02.1988, Side 20
Sitt sýnist hverjum í þessu máli. Sumir forystumanna Sjálf- stæðisflokksins eru á því að slík opinberun eigi rétt á sér því staðreyndin sé sú að fái engir að sjá niðurstöðurnar nema örfáir einstaklingar, sé næsta öruggt að þeim verði bara ýtt til hliðar og enginn athugi þær nánar eða fari eftir þeim. Þess vegna væri alveg éins gott að sleppa því að meta starflð á þennan hátt og skila niðurstöðum. Aðrir segja að svona hlutum eigi algjörlega að halda innan viss kjarna, halda þeim innan- búðar og það rækilega. Slík naflaskoðun sé ekki fyrir and- stæðingana til að nota gegn flokknum heldur fyrir flokks- forystuna sjálfa og enga aðra. Eftir mikil átök í Albertsmál- inu og þegar leikurinn „stóll íyr- ir Steina“, þegar tvær kynslóðir slógust um völdin, er yfirstað- inn mætti ætla að framundan væru átakaminni tímar hjá flokknum, nema eitthvað sér- stakt komi upp. Einn viðmæl- andi Vikunnar sagði þó að nú þegar Þorsteini hafi tekist að ná völdum frá hendi eldri kynslóð- arinnar væri komið að konun- um. Þær geti hvað úr hverju ris- ið upp og barið í borðið. „Þótt þær hafi ítrekað reynt að komast að,lítur út fyrir að nærveru þeirra sé ekki óskað nema til málamynda," sagði ungur flokksmaður, kunnur innri málum. Líkt og í Framsóknarflokkn- um. „Það hefur ekki verið neinn flóarffiður fýrir þessum kvensum" hafði einn karlkyns flokksmaður að orði. Skemmst er að minnast hve æfar konur í Framsóknarflokknum voru eftir útslit prófkjörs fýrir síðustu al- þingiskosningar. Þar stefhdu tvær konur að á annað sæti list- ans í Reykjavík, Sigríður Hjartar og Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir. Hvorug þeirra hreppti hnossið heldur urðu að láta sér nægja þriðja og fjórða sætið. Ásta Ragnheiður gerði sér það ekki að góðu og aftók með öllu að skipa nokkurt sæti listans þar sem illa var komið fyrir konum Engin úttekt hefur verið gerð enn á hversu leiðinlegur Borg- araflokkurinn er. Flokksstarfið er þó tæpast dauflegt þar sem Albert Guðmundsson á í hlut. Uppátæki hans hafa oft vakið heimsathygli, þótt þau orki líka rækilega tvímælis og hafl tæpast aukið virðingu hans að sama skapi. enn eina ferðina. Ásta Ragnheiður hafði verið aðaldrifíjöðurin að baki samþykktar sem Framsóknar- konur gerðu um að konur skyldu skipa fyrsta eða annað sæti á öllum listum flokksins. Meðlimir í kvenfélagi Fram- sóknarflokksins sem að mestum hluta er skipað eldri konum, voru víst lítið hrifnir af ungri og ffamagjarnri konu eins og Ástu og studdu Sigríði Hjartar sem þá var nær óþekkt. Afraksturinn varð svo sá að enginn var ánægður. Konurnar höfðu dreift atkvæðum sínum á milli tveggja kvenna og hvorug komst nógu ofarlega. Það var líka óskemmtilegt hljóðið í ungum ffamsóknar- mönnum. Þeim hafði ekki tekist ætlunarverk sitt, að koma Finni Ingólfssyni í öruggt þingsæti. Gífurleg vinna hafði verið lögð í prófkjörsslaginn. „Allt lagt undir" heyrðist sagt. Viðmælandi Vikunnar sagði að slagurinn um fyrsta sætið í Reykjavík hafi verið svo harður að með ólíkindum megi teljast. Grimmileg smölun átti sér stað, þannig að mörgum varð nóg um. Finnur, Guðmundur G. Þór- arinsson og Haraldur Ólafsson stefndu allir að fyrsta sætinu og það ákveðið. Sagt er að Finnur og Guðmundur hafi verið ötul- astir við að safna nýju fólki í flokkinn og að öllum brögðum hafi verið beitt. Guðmundur er sagður hafa sótt mestan sinn stuðning til nýrra kjósenda. Einnig Finnur en hann átti þó dyggan stuðningshóp fyrir úr unglingahreyfingu flokksins. Heyrst hefúr að fólk hafi verið Framsóknarmenn eru sérfræðingar í að dylja innanflokksátök. Það er hins vegar Ijóst að ó- ánægjan kraumar undir niðri og hafa ungir Fram- sóknarmenn hugsað mörgum eldri forystu- manninum þegjandi þörfina. beðið um að ganga í flokkinn og ef það óskaði að ganga úr hon- um aftur strax að loknu próf- kjöri. En það sem flokksmönn- um hefúr þótt alvarlegast var að leynt eða ljóst hafði forysta flokksins myndað öflugt banda- lag gegn Haraldi Ólafesyni vegna óánægju með afstöðu hans til mála á Alþingi, forystan hafi viljað losna við hann og fá þá helst Guðmund í staðinn. Þótt framámenn í flokknum hafi haft sig lítt frammi opinberlega til stuðnings einum eða öðrum frambjóðanda, þá kraumaði allt undir niðri og gerir víst enn að sögn þeirra sem til þekkja. Framsóknarmennirnir eru hins vegar sagðir sérffæðingar í að láta allt líta slétt og fellt út á yfir- borðinu. Ungir Framsóknarmenn hafa þó gerst eilítið róttækari en þeir gömlu, líkt og ungliðarnir í Sjálf- stæðisflokki, og hafa látið hafa það eftir sér opinberlega að breyta verði ímynd flokksins og yngja verulega upp í forystulið- inu. Án breytinga sé Framsókn- arflokkurinn ekki aðlaðandi fyr- ir ungt fólk. Það er því ekki ofcögum sagt að ffamtíð íslenskra stjórnmála- flokka sé nokkuð óráðin í ljósi þessa sem að framan er lýst, og þess sem reynslan hefúr sýnt okkur. Stóru flokkarnir eru sí- fellt að minnka, ný framboð líta dagsins ljós — oft í kjölfar ó- ánægju og deilna. Nýju ffam- boðin njóta hylli, líkt og Kvennalistinn og Borgaraflokk- urinn. Konurnar hafa hingað til verið tiltölulega lausar við innri ágreining, en á stuttri ævi Borg- araflokksins getur að líta nokkuð aðra mynd. Keppni um völd og ágreiningur um einstök mál hafa þegar skotið upp kollinum þar. Hvernig íslenskt flokkakerfi kemur til með að líta út til dæm- is um næstu aldamót mun því væntanlega ráðast á allra næstu árum eða jafnvel misserum. 20 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.