Vikan


Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 34

Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 34
VIKAN PVD1D r Ynln SO ÁRUM ■ að er hættulegt að skipta sér nokkuð af lífl manna og ég hef oft furðað mig á sjálfstrausti stjórnmálamanna, siðabótar- manna og þeirra annarra sem alltaf eru að þröngva ráðstöfunum upp á félaga sína, - ráðstöfimum, sem hljóta að breyta siðum þeirra, venjum og skoðunum. Ég hefi alltaf hikað við að ráðleggja, því að hvernig getur maður ráðlagt öðrum, hvernig hann eigi að breyta nema maður þekki hann eins og sjálf- an sig? Það má hamingjan vita. Ég veit að- eins lítið um sjálfan mig. Ég veit ekkert um aðra. Við getum aðeins giskað á hugsanir og til- finningar nágranna okkar. Allt mannkynið er eins og fangar í af- skekktu fangahúsi þar sem hver fangi er í sínum klefa og þeir tala saman með um- sömdum merkjum sem enginn skilur á ná- kvæmlega sama hátt. Og lífinu er, til allrar óhamingju, þann veg varið að maður getur aðeins lifað einu sinni. Misskiliningur er oft óbætanlegur og hver em ek, að mér beri að segja hvernig á að lifa lífinu? Lífið er erfitt og mér hefúr fúndist það of erfitt til að lifa því fúllkomlega. Ég hefi ekki haft neina freistingu til að kenna náunganum hvernig hann ætti að fara að því að lifa. Stundum hafa menn sagt við mig: Hvað á ég að gera með Iífið? Og ég hefi séð sjálfan mig eitt andartak hjúpaðan í hina svörtu skikkju for- laganna. Einu sinni veit ég til að ég hafi gefið góð ráð. Ég var þá ungur maður og bjó í þægilegri íbúð í London, rétt hjá Viktoríustöðinni. Síðari hluta dags, þegar ég var að byrja að hugsa um að ég hefði unnið nóg þann daginn, heyrði ég að bjallan hringdi. Ég opnaði dyrnar fyrir algerlega ókunnugum manni. Hann spurði mig að heiti og ég sagði til mín. Þá spurði hann hvort hann mætti koma inn. — Auðvitað. Ég fylgdi komumanni inn í dagstofúna og bauð honum sæti. Hann virtist vera hégóm- lega vandræðalegur. Ég bauð honum vindl- ing og hann átti erfitt með að kveikja í hon- um án þess að sleppa hattinum. Þegar hon- um hafði þó tekist það spurði ég hvort ég ætti ekki að leggja hattinn á stól fyrir hann. Hann gerði það sjálfur og meðan á því stóð misssti hann regnhlífina á gólfið. - Ég vona að þér misvirðið það ekki þó að ég heimsæki yður á þennan hátt. Ég heiti Stephens og er læknir. Þér eruð víst læknir? — Já, en ekki starfandi læknir. - Nei, ég veit það. Ég er nýbúinn að lesa bók eftir yður um Spán og mig langar til að spyrja yður dálítið um Spán. — Ég er hræddur um að bókin sé ekki mjög góð. - Sannleikurinn er sá að þér vitið eitt- hvað um Spán en það veit enginn annar sem ég þekki. Mér datt í hug að yður væri ef til vill ekkert á móti skapi að gefa mér ein- hverjar upplýsingar. — Með ánægju. Hann setti hljóðan stundarkorn. Hann teygði sig annars hugar eftir hattinum og hélt á honum í annarri hendinni en strauk hann með hinni. Ég held að hann hafi orðið djarfari við þetta. - Ég vona að yður finnist það ekkert skrítið að ég sem er yður með öllu ókunnur tali svona við yður. Hann hló afsakandi. - Ég ætla ekki að fara að segja yður ævi- sögu mína. Þegar fólk segir þetta við mig þá veit ég alltaf að það er eihmitt það sem það ætlar að gera. Sama er mér. í rauninni þykir mér gaman að því. — Ég var alinn upp hjá tveimur ffænkum mínum. Ég hefi aldrei farið neitt — og aldrei gert neitt. Ég hefi verið giftur í sex ár. Ég á engin börn. Ég er læknir við Camberwell- 34 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.