Vikan


Vikan - 11.02.1988, Page 46

Vikan - 11.02.1988, Page 46
Af barnum í glímuna líramlciðcndur Staupasteins hafa nú ákveðið að búa til nýjan grínþátt með Khea Perlmann í aðalhlutverki. Rhea leikur bar- þernuna kjaftforu og barn- mörgu, Caria Portelli, í Staupa- steini en í nýju þáttunum verð- ur hún umboðsmaður hóps glímukvenna. Þess má geta í lok- in að Rhea er gitt engum öðrum en Danny DeVito sem lék m.a. í Romancing the Stone og Ruth- less People. Sannast þar hið fornkveðna; sækjast sér um líkir. Tímosparandi föt Cybill Shepherd sem leikur eins og kunnugt er Maddie Hay- es í þáttunum Hasarleikur þarf ekki lengur að eiga í vandræð- um með brjóstagjöf í vinnunni. Fatahönnuður þáttanna hannaði nefhilega alla búninga hennar þannig að framparturinn á þeim er útbúinn með frönskum rennilás og hægt að svipta hvor- um helmingnum sem er frá fýrirvaralaust. Til þessara ráða var gripið eft- ir að Cybill fór að mæta á töku- stað með tvíburana sína ný- fædda og í ljós kom að verðmæt- ur tími fór til spillis þegar hún þurfti að svipta sig klæðum og koma þeim aftur á sinn stað eftir að tvíburarnir voru búnir að fá nægju sína. Skrifaðu ávísanir sjálfur Bill Cosby er eins og alþjóð veit einn tekjuhæsti og ríkasti leikarinn þar vestra og talið er að hann hafl halað inn u.þ.b. 57 milljónir dollara á síðasta ári. Þegar minni spámenn í skemmt- anabransanum spyrja hann ráða í sambandi við fjármál svarar hann því til að fyrsta reglan sé að skrifa sjálfur undir ávísanirn- ar sínar. „Það skiptir engu máli hversu ríkur þú ert, skrifaðu sjálfúr ávísanirnar. Margir gefa um- boðsmönnum sínum, lögfræð- ingum eða framkvæmdastjórum umboð til að skrifa út af heftinu og komast svo allt í einu að því að þeir eru gjaldþrota eða skulda yfirvöldum stórar fúlgur.“ Svo mörg voru orð „Dollar Bills“ eins og hann er kallaður unt hvað skal varast þegar ntaður er fjáður. Brúðkaup taka tvö Og enn af skötuhjúunum ný- giftu þeint Bruce og Denii. Þeg- ar forráðamenn Tri Star, kvik- myndafyrirtækisins sem sér uni dreiflngu á nýjustu mynd Bruce Willis, fréttu af brúðkaupinu varð aldeilis uppi fótur og fit. Brúðkaup í kyrrþey var nefiii- lega álitið sóun á kynningartæki- færi og því báðu kaupahéðnarn- ir unt að fá að halda þeim glæsi- legt brúðkaup með öllu tilheyr- andi. Þó að hjúin hafi ekki hugsað sér að endurtaka athöfnina létu þau undan og því var haldið eitt stykki brúðkaup nteð öllu í Hollywood rétt fýrir jólin. Talið er að kostnaðurinn við brúð- kaupið hafi numið u.þ.b. tíu milljónum króna og þótti kvik- myndajöfrum fjármununum vel varið vegna auglýsingagildi at- hafnarinnar. Ekkert var til sparað og voru einkaþotur pantaðar í hrönnum til að ilytja veislugesti til og frá brúðkaupinu og aðeins mamrinn ofan í gestina finim hundruð kostaði hátt á þriðju milljón króna. Að sögn Bruce var fyrri at- höfnin hljóðlát, fljótleg og róm- antísk, alveg eins og hann vildi hafa hana. — „En ég vildi að Derni fengi að upplifa þann glæsilegasta og eftirminnileg- asta dag sem nokkur brúður get- ur beðið um,“ sagði hann unt þá ákvörðun að endurtaka brúð- kaupið með stæl. Brúðkaups- myndir Bruce Willis og Denti Moore sem giftu sig í kyrrþey í lok nó- vember á síðasta ári fengu höfð- inglega brúðkaupsgjöf frá 20th Century Fox kvikmyndafyrir- tækinu, nefnilega myndbönd með öllum kvikmyndunt sem Fox hafa framleitt, yfir 1000 talsins. Ef hægt væri að kaupa þennan pakka á frjálsum mark- aði (mörgum myndanna er ekki dreift á myndböndum) myndi hann kosta u.þ.b. þrjár milljónir króna. Verðgildi myndanna er enn meira í augum Bruce þar sem eitt helsta tómstundagam- an hans er að horfa á gamlar bíómyndir.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.