Vikan


Vikan - 21.07.1988, Blaðsíða 29

Vikan - 21.07.1988, Blaðsíða 29
TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: KRISTINN INGVARSSON Það er margt að gerast í Vest- manneyjum og margt að skoða, þannig að ekki veitir af a.m.k. einni helgi. Margir sem flogið hafa um allan heim hafa aldrei farið með ferju - og aldrei komið til Vestmanneyja. Því er upplagt að nota tækifærið og hefja ævintýraferðina á því að fara í skemmti- lega siglingu með Herjólfi til Eyja; láta fara vel um sig uppi á dekki ef veðrið er gott, annars er hægt að kúra í koju á leiðinni - vissara er þó að panta hana þá áður en lagt er af stað — eða fá sér eitthvað að snæða í vei tingasalnum. Krakkarnir geta horft á sjónvarpið í setustofunni eða leikið sér í leiktækjum og spilakössum á leiðinni — þau sem enn þykjast ekki vera orðin of stór geta fengið að kíkja upp í brú og fá að taka aðeins í stýrið. Hægt er að fara með rútu ffá Umferðar- miðstöðinni og er þá lagt af stað þaðan um l‘/2 klst fyrir brottför Herjólfs, en margir kjósa að taka fjölskyldubílinn með tii Eyja enda eru veglaengdir þar meiri en marga grunar. Herjólfur tekur 50 bíla í hverri ferð þannig að vissara er að panta pláss fyr- ir bílinn fyrirfram og koma þarf með hann að skipshlið 45 mínútum fyrir brottför. Fjölskylduafslátt er hægt að fá á fargjaldið ef það er greitt á afgreiðslu Herjólfs. Eftir rúmlega þriggja tíma siglingu er lagt að landi í Eyjum og þá er líklega næst á dagskrá að flnna gististaðinn sinn. Margir hafa eflaust áhuga á því að tjalda í hinum þekkta Herjólfsdal, enda er þar prýðilegt tjaldstæði með snyrtingu og rennandi vatni. Annars er um marga gististaði að ræða í Eyjum, eins og t.d. Hótel Þórshamar þar sem öll herbergi eru með baði, síma og ísskáp. í Eyjum eru einnig gistiheimili, farfuglaheimili og hægt er að fá gistingu í heimahúsum. Þegar slíkum formsatriðum er lokið þá er að halda á vit ævintýranna. Nú er um margt að velja. Flesta langar án efa að sjá hraunið sem enn er svo heitt að það rýkur úr því. Allir Eyjapeyar kunna að spranga og gaman að fylgjast með þeim við þá íþrótt. Gestkomandi geta fengið að spreyta sig á þessari sérstöku íþrótt í Spröngunni við Skipahella. Þá er einstak- lega auðvelt að fara í fjallgöngu því hæsti tindurinn, Heimaklettur, er ekki nema 283 m á hæð sem er þó nóg til þess að útsýni þaðan er óviðjafnanlegt og gaman að sjá fasta landið frá þessu sjónarhorni. Á leið- inni rekast ferðalangar vafalaust á nokkra skemmtilega fugla sem þarna eiga sér stað og má vænta þess að sjá langvíu, ritu og súlu - að ekki sé minnst á fuglinn sem er óopinbert tákn Vestmanneyja - lundann. Fiskasafnið í Vestmanneyjum er víð- ffægt og ógleymanlegt öllum sem það skoða. Þarna er að sjá lifandi flestar þær fisktegundir sem finnast hér við land og einnig krabbadýr, krossfiska, sæfífla, kór- alla og margt margt fleira sem er afar for- vitnilegt og heillandi fyrir börn á öllum aldri að skoða. Þarna eru einnig fjölmörg uppstoppuð dýr, stór og smá, auk mikils VIKAN 29 LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.