Vikan


Vikan - 12.01.1989, Blaðsíða 42

Vikan - 12.01.1989, Blaðsíða 42
aukningu. Ómögulegt er að segja um hvort hún er aðeins tímabundin eða upp- haflð á aukinni tíðni í anda Durkheims. Aðeins er hægt að fúllyrða að sjálfsmorð- um fari fjölgandi þennan áratug. Fullyrðingar um sjálfsmorð Miklar ranghugmyndir eru ríkjandi varðandi sjálfsmorð. Hér á eftir fara 10 fullyrðingar sem virðast vera skoðanir al- mennings en sérfræðingar vilja rengja. 1. Fólk sem talar um að taka eigið líf gerir það ekki. Staðreyndin er sú að þrír af hverjum fjórum þeirra sem fremja verknaðinn hafa rætt ætlan sína áður og þá jafhvel til að leita eftir hjálp. 2. Eingöngu vissar stéttir fremja sjálfsmorð. Fólk af öllum stéttum fremur verknaðinn. Þetta samræmist einnig niður- stöðum Guðrúnar. 3. Þátttaka í vissum trúarhópum er góð vöm gegn sjálfsmorðum. Það hef- ur ekki sýnt sig að ströng trúarstefha geri tíðnina minni. Ástæðan kann að vera sú að hin sanna trú sé ekki það sama og trúar- reglur. T.d. er útbreidd skoðun að sálin komist ekki á réttan stað ef um sjálfsmorð er að ræða. 4. Ástæður sjálfsmorða eru auð- fundnar. Sannleikurinn er sá að skilning- ur á ástæðunum er sáralítill. 5. Flestir þeir sem fremja sjálfsmorð em haldnir þunglyndi. Sérffæðingar telja þetta ekki rétt því margt annað komi til. í samtali við Guðrúnu kom fram að illa haldinn þunglyndissjúklingur fremdi ekki sjálfsmorð. Hins vegar væru mörg dæmi um verknaðinn þegar sjúklingur væri á leið annaðhvort upp úr eða niður í alvar- legt þunglyndi. „Því það þarf kraft til að ffemja sjálfsmorð og illa haldnir þung- lyndissjúklingar hafa ekki þennan kraff,“ sagði Guðrún. Hún vildi ennffemur taka ffam að kraffur af þessu tagi ætti ekkert skylt við hugrekki.Sjálfsmorð væri í raun flótti eða uppgjöf, sem er algjör andstæða hugrekkis. 6. Bati á tilflnningalegri líðan þýðir minnkandi hættu á sjálfsmorði. Þá er hættan mest, sbr. 5. fullyrðingu. 7. Að fremja sjálfsmorð er geðveiki. Þrátt fyrir að fórnarlömbin séu flest ákaf- lega óhamingjusöm þá virðast flest þeirra veraí fullkomnu sambandi við raunveru- leikann. 8. Árstíðir, staðsetning, loffþrýsting- ur, loftslag, skýjafar, vindhraði, hita- stig og vikudagar eru áhrifavaldar á sjálfsmórð. Fyrir þessum sögusögnum eru engar sannanir. Guðrún skoðar málið með tilliti til árstíða. Niðurstaðan er að konur fremja helst sjálfsmorð í nóvember, því næst í október og desember en í 4. sæti er júní. Karlar velja helst maí en því næst mars. Fyrir bæði kynin eru maí og mars með hæstu tíðnina. 9. Stjamfræðilegir þættir, s.s. afstaða sólar og tungls, eru áhrifavaldar á sjálfsmorð. Fyrir þessu eru engin rök. 10. Fómarlömb sjálfsmorða vilja deyja. Flestir virðast vera í miklum vafa um eigin dauða. 40 VIKAN 1. TBL. 1989 Sjálfsvígstilraunir Lyfjaeitranir Guðrún og Páll gerðu könnun á sjálfs- vígstilraunum og birta þau niðurstöðurnar í 10 ára afmælisriti Borgarspítalans. Þau komast að þeirri niðurstöðu, með fyrir- vara þó, að sjálfsvígstilraunir séu 11—13 sinnum fleiri en sjálfsmorð. Að sögn Ólafs Jónssonar yfirlæknis á gjörgæsludeild Borgarspítalans, en þangað koma flest til- felli sjálfsvígstilrauna, er aðallega um að ræða lyfjaeitranir og í mörgum tilfellum tvö eða fleiri lyf saman ásamt áfengi. Lyfin eru þá tekin ofan í áfengisvímuna. Hann sagðist muna eftir nokkrum tilfellum þar sem greinilega hefðu verið tæmdir heilu lyfjaskáparnir í ölæði því hjá sömu ein- staklingunum fundust m.a. fúkkalyf (pensi- lín) og getnaðarvarnarlyf ásamt fleirum sem algjörlega eru óviðkomandi sjálfseyð- ingu. Aðspurður um fyrstu viðbrögð sjúkl- inga þegar þeir vöknuðu af dvalanum, sagði Ólafur að þau væru misjöfh. Þeir sem hefðu í raun haft sjálfsmorð í hyggju og jafhvel verið búnir að skipuleggja slíkt yrðu oft bitrir, illir eða miður sín. Aðrir, sem ffamkvæmt höfðu verknaðinn í minni alvöru eða stundaræði, yrðu mjög fegnir og þakklátir björguninni. „Bylting varð um 1950," sagði Ólafur, „þá var farið að nota öndunarvél til að ná upp öndun og menn hafa sífellt verið að ná betri tökum á gegn- umstreymi vökva, þ.e. að fá fram þvag. Árangur þessarar tækni er þegar kominn í Ijós en nú deyja innan við 2% þessara ein- staklinga." Ólafur kvað miklar breytingar hafa orðið á lyfjanotkuninni. Svefnlyf (barbitursýrusambönd) hefðu síðan 1950 verið á hröðu undanhaldi fýrir hinum ýmsu geðdeyfðarlyfjum (valíum o.fl.) Um fjölgun sjálfsmorða á þessum áratug má segja að svipaðir toppar hafi komið ffam áður, bæði 1910—1919 og 1961— 1970. Því er eins líklegt að næsti áratugur verði lægri en sá sem nú líður. Hitt ber að athuga að til er komin mikil neyðarhjálp fýrir þá sem gera sjálfsvígstilraun með lyfjum. Ef við gefum okkur að hjálpin leiði, í einhverjum tilfellanna, til breytts hugar- fars og einstaklingarnir reyni ekki aftur þá er með þessu móti verið að vinna eins konar fyrirbyggjandi starf sem áður var ekki fyrir hendi. Því er það að þegar sjálfs- morð eru skoðuð sem þjóðfélagslegt vandamál þá má ekki einblína á fjölda dauðsfalla og vera „ánægður" með gang mála meðan þeim ekki fjölgar hlutfalls- lega. Það þarf að skoða sjálfcvígstilraunir í sama ljósi. Aðeins ef þær eru lagðar við tölu dauðsfalla kemur stærð vandans í ljós. Hví sjálfsmorð? Öll sund hljóta að virð- ast lokuð því fólki sem hyggst taka eigið líf. En hvernig má það vera þegar sundin eru óteljandi? Gera má ráð fýrir að hugs- unin um sjálfsmorð hertaki hugann og blindi skynjun einstaklingsins svo erfitt sé að koma auga á leið út. Fólk í hugarástandi sem þessu kann að spyrja: „Hver er til- gangur lífcins?" „Er dauðinn tilgangur lífeins?" Öll deyjum við og kynnumst því sem þar bíður. Er það því ekki skylda hvers og eins, þó ekki sé nema gagnvart sjálfum sér, að berjast í „þessu" lífi og kynnast því til hlítar? □ * SORGIN TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÚTTIR Nýlega kom út bókin Ástvinamissir, sem Guðbjörg Guðmundsdóttir skráði, og gefin er út af bókaútgáf- unni Tákn. í bókinni er kafli eftir Högna Ósk- arsson geðlækni, þar sem hann tæpir á sjálfsvígum. Högni segir viðhorf sín til sjálfsvígs mótast af hefðun lækna- stéttarinnar, sem byggjast á því að þau tengist mjög oft ákveðnum geðsjúk- dómum, aðallega þunglyndi. Þótt hann sé þeirrar skoðunar að menn eigi að fá að ráða sínu lífi sjálfir álítur hann að sé vilji fólks mótaður af sjúk- dómi sem mögulegt er að meðhöndla og lækna þá beri að skoða sérhvert at- vik sérstaklega og reyna að hjálpa við- komandi í stað þess að yppta öxlum og segja: „Þetta er þitt einkamál." Geti fólk ekki treyst sínum nánustu er eðlilegt að það leiti til sérfræðinga, svo sem lækna eða presta. Högni segir: „Ein tegund sjálfemorða á rót sína í félagslegri firringu. Fólk er þá einangrað í starfi eða innan fjölskyldunnar, engum tengt og sér sjálfsvíg sem einu út- gönguleiðina." í slíkum tilfellum, og þegar fólki tekst ekki að gera sér lífið nægilega verðmætt, þá finnst því stundum greiðust leið að reyna sjálfcvíg. f sumum tilvikum verður hugsunin að áráttu, og þá er hún orðin sjúkdómseinkenni. „Það þarf ákaf- lega takmarkað hugrekki til þess að fyrir- fara sér. Það að lifa krefct meira hugrekk- is,“ segir Högni. Oft hefur verið rætt um það hvort ekki eigi að leyfa fjörgömlu fólki eða dauðvona sjúklingum að binda endi á líf sitt og jafn- vel að hjálpa þeim til þess. Högni segir það ekki vera í sínu valdi að ákveða slíkt. Leiti einhver til hans, til dæmis einstaklingur, sem er mjög þjáður af krabbameini, ræðir hann við hann og hjálpar honum að takast á við dauðann, en hann samþykkir ekki að hann fýrirfari sér. Högni bendir á að Krabbameinsfélag íslands hafi komið af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.