Vikan


Vikan - 12.01.1989, Blaðsíða 17

Vikan - 12.01.1989, Blaðsíða 17
Nokkur hundruð manna búa nú í Finderhom, hinni alþjóðlegu samskipta- og lærdómsmiðstöð. Eileen og Peter, stofhendur Finderhom. þeirra um fúllkomna með- höndlun plantnanna. Slíkar að- ferðir taki langt fram þeim aðferðum sem háþróaðar iðn- aðarþjóðir noti með misjöfn- um árangri.3) Eiga álfar framtíð á íslandi? Á íslandi er til næmt fólk sem telur að fsland sé ákjósan- legur íverustaður fyrir nátt- úruanda sökum fámennis, hreinleika og hagstæðra orku- skilyrða. Sennilega eru ása- trúarmenn eini skipulegi hóp- urinn af íslensku bergi brotinn sem hefúr beinlínis á stefnu- skrá sinni að leggja rækt við þá. Varast ber að dæma þá út lfá hinu forneskjulega yflr- bragði ásatrúarinnar, því að norrænu goðin eru í huga þeirra persónugervingar fvrir gamlar og góðar þjóðfélags- hefðir, og þær hafi að geyma lykilinn að samskiptaháttum manns við máttarvöldin (tíva- ríkið) á íslandi. Ef hin þróaðri deild náttúruandanna á erfitt uppdráttar vegna afskiptaleys- is eða yfirgangs mannsins þá er ekki við ásatrúarmenn að sakast. Þjóðin hefur þó sýnt helstu fjóru landvættunum þann heiður að hafa þær í skjaldarmerki lýðveldisins. Ef marka má ummæli skyggnrar konu í Reykjavík má enn finna álfabyggðir á þétt- býlissvæðum þrátt fyrir að það sé farið að verða þröngt um þá sums staðar. Frumstæð andadýrkun? Menning Findhornbúa, ása- trúarmanna og spíritista eru greinar á ævafornum meiði. Ýmsar hræringar eru í hinum vestræna heimi sem má rekja til náttúrudýrkunar og anda- áköllunar, þ.e. „shamanisma" sem „frumstæðar" þjóðir og ættbálkar stunda enn. Hann byggist á því að yfir ákveðnum ættbálki ríki seiðmaður eða galdraprestur sem hafi sérstak- ar dulargáfúr til að komast í samband við anda framliðinna manna og náttúruanda. Þeir gera það með því að falla í leiðsluástand eða trans með ástundun særinga og áköllun- um (gala galdur), dansi og neyslu hugvíkkandi jurta (fremja seið). Þegar því er náð ku þeir geta haft margvísleg áhrif á hin innri öfl til góðs eða ills. Nútíma shamanistar í N- Evrópu sækja í smiðju fornra trúarbragða eins og launhelgar ásatrúarmanna á Norðurlönd- um og Kelta á Bretlandseyjum. í Skandinavíu hafa menn orðið fyrir áhrifum af helgisiðum Sama eða Lappa og einnig leita ýmsir að fyrirmynd til Inúka (eskimóa) í N-Kanada og Grænlandi. Einnig sækja menn fyrirmynd að andaáköllun til indíána í S- og N-Ameríku og til Afríku, Suðurhafseyja, Síber- íu, SA-Asíu og víðar.51 Ekki er allt jafngott sem kemur frá þessari náttúrudýrkun, en vestræn menning er þó að láta af hrokanum og farin að upp- götva að margt er gott sem gamlir kveða. Læknavísindin eru t.d. farin að gefa meiri gaum að grasalyfjum gömlu seiðmannanna sem þykja hafa sýnt ágæti sitt fram yfir mörg nýrra tilkominna læknislyfja. Findhorn á Snæfellsnesi? Fáir verða ósnortnir af hinni stórbrotnu og óvenjulegu náttúru Snæfellsness og næmt fólk talar um sérkennileg og sterk hughrif sem staðurinn veldur. Snæfellsnes er líka sá staður þar sem mest kveður að sögum um yfirnáttúruleg fyrir- bæri. Það er hald margra and- lega þenkjandi manna að á legum orkustöðvum jarðar og legu orkustöðvum jarðar og hafi því samstarf þar við hin innri öfl ómælda þýðingu. Til halds og trausts er gjarnan vitnað í s.k. pýramídafræði,67) frásagnir ættaðar frá Kína og IndlandiK9) og goðsögnina urn landnámsmanninn Bárð Snæ- fellsás, sem var talinn af trölla- kyni frá Dofrafjöllum. Haft er til marks um að hann hafi ver- ið hinn mesti bjargvættur þeim sem höfðu hann fyrir heitguð.9) Talsmenn Norræna heilunarskólans telja að mið- stöð tívaríkisins á jörðinni sé að finna á íslandi og sé Snæ- fellsjökull þungamiðja þess. Samstarf við tívaríkið eigi eftir að skipa íslandi í sérstöðu í framþróun plánetunnar í fram- tíðinni sem íslendingar eigi að búa sig undir. Ef til vill eru hinar fjöl- mennu og sérstæðu árlegu Snæfellsásshátíðir nokkurs konar vísir að vakningu í þess- um anda, þar sem áhugafólk um mannrækt og andleg mál- efni kemur saman til að víkka sjóndeildarhringinn og efla tengslin við lífið og náttúruna. í því samhengi er núna verið að vinna að uppbyggingu var- anlegrar andlegrar samskipta- miðstöðvar á Snæfellsnesi sem verður í stíl við Findhorn. Ef til vill er þess ekki langt að bíða að íslendingar geti boðið ferðamönnum upp á íslensk aldin ræktuð utan gróðurhúsa? HEIMILDIR: 1. Sbr. útvarpsþættir Ólafs Ragnarssonar sem fjölluöu um þjóötrú og þjóðlíf. 2. Magnús P. Sigmundsson: Álfar, Fálkinn, Reykjavík, 1979. 3. Hawken, P: The Magic of Findhorn, Glasgow, 1975. 4. Tompkins, P. and Bird C.: The Secrel Life of Plants, U.K. 1976. 5. Chaplin, J.P.: Dictionary of the Occult and Paranormal, N.Y., 1976. 6. Adam Rutherford: Hin mikla arfleifð Islands, 1939 og Boöskapur píramíd- ans mikla, Reykjavík, 1940. 7. Guðmundur S. Jónasson: Framtíðar- sýnir sjáenda, Reykjavík, 1987, s. 215- 232. 8. Ævar R. Kvaran: „ísland varóskaland- ið.“ Morgunn, 55. árg., 1. hefti. 9. Bragi Óskarsson: Vættirnir í Snæfells- jökli og Bárður Snæfellsás, Morgun- blaðið, Reykjavik, 30. okt. 1988, s. 40- 41. 1. tbl. 1989 VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.