Vikan


Vikan - 12.01.1989, Blaðsíða 57

Vikan - 12.01.1989, Blaðsíða 57
eins og hann sé ekki ekta. En þetta er lif- andi maður og það sýnir sig að Walter er ekkert feiminn við að tala um sjálfan sig. „Víst er ég alltof feitur og mikill, en þetta er ekkert miðað við hvernig ég var áður,“ segir Walter. „Ég er nú búinn að grenna mig úr 700 kílóum í um 260. Ég er reyndar mjög ánægður með árangurinn." Lokaður inni í 18 ár Rödd Walters er blíðleg og yfirveguð. Walter sem setið hefúr í herbergi sínu í 18 ár lætur lífið í kringum sig ekki mikið á sig fá. Andlegt jafhvægi hans er meira en flestra. Hann hækkar aldrei róminn þegar hann talar; talar alltaf í sömu tóntegund. Hann gefur sér góðan tíma til að hlusta og svarar öllum spurningum. Það sem maður furðar sig mest á er hvernig hann gat þolað að vera innilokað- ur í sama herbeginu allan sólarhringinn í 18 ár. „Það var eiginlega aldrei neitt vanda- mál,“ segir Walter. „Ég var ánægður með tilveruna af því ég var með sjónvarp í her- berginu og seinna meir fékk ég líka klósett hingað inn. Ég þurfti í rauninni ekkert á því að halda að fara út úr herberginu. For- eldrar mínir sáu til þess að ég fékk mínar máltíðir á matmálstíma. Auðvitað gerðu þau sér grein fyrir því að ég borðaði alltof mikið, en ef þau fóru að minnka við mig matinn þá varð ég mjög reiður." Síðan varð það fastur liður hjá Walter að vera alltaf með eitthvað að borða. Þegar þau fluttu í húsið sem þau búa í þá var Walter 25 ára gamall. Frá því hann gekk þangað inn, liðu 18 ár þangað til hann fór út úr því aftur. „Ég fann aldrei fyrir neinni löngun til að fara út á götu og hitta nágrannana. Hér iieima hafði ég mín fimm systkin. Fólkið vandist því að ég ynni ekki og sæti bara inni í herberginu mínu heilu dagana." Það varð síðan að vana að Walter þyrfti á þessu óheyrilega mikla magni af mat að 54 VIKAN l.TBL. 1989 halda, sem ofaní kaupið kostaði líka óskap- lega mikið. Varð hann aldrei þreyttur á matnum? Kíló af skinku og kíló af beikoni I morgunmat „Hungrið var mér eins og eiturlyf og ég gat einfaldlega ekki hætt að borða. Ég byrj- aði hvern dag á sama hátt. Fyrst fékk ég skammt af beikoni, svona um 1 kíló, og álíka skammt af skinku. Með matnum drakk ég um 3 lítra af Coca Cola. Síðan borðaði ég snakk og annað smálegt fram að hádegismat." Á eftir þessari fyrstu máltíð dagsins fylgdu yflrleitt að minnsta kosti tvær aðrar með jafhmiklu magni af mat og drykk, áður en dagurinn var allur. Útkoman af þessu mikla áti Walters í gegnum árin var hryllilega feitur maður sem jók vikt sína ffá degi til dags. „Ég gerði mér enga grein fyrir því að það væri rangt af mér að borða svona mik- ið eins og ég gerði,“ heldur Walter áfram. „Það sem var sjúklegt hjá mér varð mér að lokum eðlilegt. Og fjölskyldan var í raun hætt að gera sér grein fyrir því að þetta var alltof mikið sem ég borðaði." Það hlaut þó að koma að því að breyting yrði á því að Walter borðaði svona og borðaði daginn út og inn, ár eftir ár. Vendipunkturinn var daginn sem Walter gerði sér grein fyrir því að hann var of þungur. Walter var kominn á fætur og var að teygja sig eftir diski og skall þá niður á gólf eins og hveitipoki. Hann lá þarna hjálparvana á gólfmu og gat ekki staðið upp. „Þetta var vendipunkturinn hjá mér,“ segir Walter. „Ég var svo þungur að ég gat ekki staðið á fætur sjálfúr. Fjölskyldan mín neyddist til að hringja á slökkviliðið eftir hjálp.“ Það var þegar slökkviliðið kom á stað- inn sem örlög Walters urðu heiminum kunn, sem var fyrir um ári. Þegar þeir komu inn í herbergið hans trúðu þeir vart sínum eigin augum. Á gólfinu lá mað- ur sem var nærri jafn stór og tvíbreiða rúmið í herberginu. Þeir gátu varla trúað því að nokkur mannvera gæti orðið svona stór og mikil. Nfu burðarmenn til að lyfta Walter í rúmið Þeir byrjuðu að undirbúa sig undir það að fara með Walter á sjúkrahús en sáu fljótt að hann var fangi herbergis síns. Það var ekki nokkur einasti möguleiki á að koma Walter út úr herberginu. Þess vegna urðu þeir að saga úr dyraumgjörðinni til að hægt væri að bera Walter út. En þegar til kom þótti ekki ástæða til að fara með Walter á sjúkrahús því hann var í rauninni fúllfrískur. Það eina sem hann og fjöl- skylda hans hafði áhyggjur af var að þau vissu ekki hvernig þau ættu að snúa sér í því í ffamtíðinni ef t.d. rúmið brotnaði undan honum eða ef hann dytti og bein- bryti sig. Þannig að í stað þess að fara með Walter á sjúkrahús þá lögðu slökkviliðsmennirnir Walter upp í rúmið affur, en það var ekki létt verk þar sem Walter var þá um 700 kíló. Til þess að koma honum upp í rúmið þurftu þeir að kalla til liðsstyrk og það þurfti samtals níu karlmenn til að lyfta Walter upp. „Það var á þeirri stundu sem ég ákvað að fara í megrun," sagði Walter. „Ég skildi að eina leiðin til að komast hjá samskonar uppákomu var að ég færi í megrun og léttist. Og þegar blöðin fóru að skrifa um mig þá leið ekki á löngu áður en megrun- arsérffæðingur dúkkaði upp og bauðst til að hjálpa mér að grennast." Þetta fall Walters á gólfið varð því til þess að hann byrjaði nýtt Iíf sem gerði honum leiff að bjarga sér á eigin spýtur. Það sem nú minnir á hans feitasta tímabil er sagaði dyrapósturinn. Megrun upp frá því „Ég kem aldrei til með að upplifa þannig lagað aftur. Þess vegna hef ég enga þörf fyrir breiðari dyr. Það tók nokkrar vikur þangað til ég komst út um dyrnar. Ég byrj- aði nefnilega strax í megrun. Nú borða ég bara annan hvern dag og þá bara ávexti og sérstaka tegund af graut." Walter sem alltaf hefúr verið háður matnum sínum, er nú búinn að venja sig af öllum þeim mat sem hann borðaði áður. Nú dettur honum ekki í hug að troða sig út af snakki og ídýfú. Megrunarsérfræð- ingurinn hans Walters hefúr gert krafta- verk. „Það hefúr alls ekki verið svo erfitt að borða bara annan hvern dag,“ segir Walter. Ég fer eftir matseðlinum og drekk allar þær tegundir af ávaxtasafa sem ég má og hann gefúr mér kraft. Þar fýrir utan drekk ég marga lítra af vatni á dag, enda er ég algjörlega hættur að drekka Coca Cola jví í því er svo mikill sykur.“ Það er augljóst að kúrinn hefúr virkað 3ví Walter hefúr misst slíkan fjölda af kílóum. Nák\’æmlega hvað hann vó þegar hann byrjaði í megrun er ekki vitað með Walter Hudson er 43 ára og fyrir rúmu ári var hann án efa feitast maður heims en þá var hann um 700 kíló. fúllri vissu, en slökkviliðsmennirnir telja að það hafi verið um 700 kíló. Það átti enginn vikt sem hægt var að nota til að vikta Walter. Hvað hann er þungur nú er þó vitað. Einu ári eftir að hann datt í gólfið er hann 260 kíló, sem þýðir að hann hefur misst um 440 kíló. Hann hefúr því misst um 1 '/2 kíló á dag að meðaltali. Stefni á 100 kíló „Þetta hefúr í raun gengið betur en við áttum von á,“ segir Walter. „En það sem ég stefni á er að vera 100 kíló eftir tvö ár. Þannig að ég á enn eftir að grennast um 160 kíló á 730 dögum. Það ætti að vera auðveldara af því að þá þarf ég ekki að létt- ast nema um 0.22 kíló á dag.“ Walter virðist vera fastákveðinn í að ná þeirri kjörþyngd sinni að verða 100 kíló. Takist honum það á þessum tíma er það án efa heimsmet. Vanalega er það þannig að þegar fólk grennist í einhverjum mæli þá er húðin of stór, en hjá Walter hefur húðin aðlagað sig minnkandi ummáli hans og slapir alls ekkert. „Ég hélt líka í upphafi að ég myndi verða með húðina hangandi utan á mér. Ég vona bara að þetta haldi áfram að ganga svona vel alla leið niður í 100 kíló.“ Walter er að verða kominn í gott form í fyrsta sinn á ævinni, því til að styrkja vöðv- ana, og þá fyrst og fremst handleggsvöðv- ana, þá æfir hann með lóðum fjóra tíma á dag. „Sjáðu hvað þetta gengur vel hjá mér,“ segir Walter. Og lyftir á fúllu. Hann sýnir okkur einnig hversu auðvelt hann á nú með að standa upp af rúminu. Hann teygir handleggina fram áður en hann stendur í fæturna. Og stoltið leynir sér ekki og ánægjan í sólskinsbrosi hans. Á sama tíma og Walter er að grennast þá er hann að hjálpa öðrum sem eiga við sama vandamál að glíma. Síminn hringir stöðugt til hans allan daginn, en á meðan á okkar langa samatali stóð þá svaraði systir hans símanum. „Stundum gengur erfiðlega að finna tíma til að æfa,“ segir Walter. „Vegna þess að það eru svo margir sem þurfa á hjálp að halda. Það er gefið mál að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa öðrum. Ég er viss um að það eru ótrúlega margir sem einangra sig frá öðrum af því þeir skammast sín fyrir sig og fara því ekki út. Vandamálið verður síðan bara verra og verra með árunum. Fólk borðar þá bara meira af því það vorkennir sjálfú sér.“ Gæti orðið ríkur á fitunni „Án efa er til margt fólk sem vegur fleiri hundruð kíló, kannski ekki eins mörg og ég gerði, en allt að því. Þannig fólk er áreiðanlega líka til í Evrópu. Þess vegna ætla ég að vinna í framtíðinni með fólki sem á við þetta vandamál að stríða og veita því minn stuðning." Framtíð Walters er því ljós. Hann ætlar að helga líf sitt því að hjálpa öðrum. Hann ætlar Iíka að gera það á réttan hátt því hann ætlar að mennta sig í að verða megr- unarsérfræðingur. Hann gæti þess vegna orðið ríkur á sínum feita kroppi. En það eru þó alls ekki peningarnir sem er drif- fjöðrin hjá honum. „Geti ég orðið öðrum að liði, þá er ég ánægður. Ég hefði sjálfúr þurft að fá sams konar hjálp löngu fyrr. Maður verður ekki hamingjusamur af því að eiga mikla pen- inga ef mann skortir ánægjuna yfir því að hafa gert vel.“ Sannanir eru til sem sýna hversu feitur Walter var. Hann sýnir okkur gamla skyrtu sem hann notaði fyrir einu ári. Maður á erfitt með að trúa að þetta hafi getað verið því skyrtan er tvöfalt breiðari en Walter er nú. „Ég neyddist til að láta klæðskera sauma á mig öll mín fötsegir Walter. „Hann kom með jöfnu millibili og tók af mér mál og saumaði síðan á mig. Nú þarf hann að koma mun oftar af því fötin verða svo fljótt of stór á mig.“ Fer enn sjaldan út fyrir hússins dyr Hvernig gengur svo lífið fyrir sig hjá Walter nú þegar hann er orðinn 260 kíló? Fer hann út og hreyfir sig? „Það er mjög sjaldan sem ég yfirgef þetta herbergi," segir Walter. „Ég hef ekki nema einu sinni farið og gengið fyrir utan húsið. Og það er bara stutt síðan ég fór í göngutúr í skemmtigarðinum, en ég ætla að gera það aftur fljótlega." Það á eftir að verða mikil upplifún fyrir Walter þann dag sem hapn getur sest inn í bíl eða farið í ökuferð með strætó. Enn er hann of mikill um sig til að taka þátt í þannig ævintýri. „Ég veit að ég hef verið verndaður í her- berginu mínu í mörg ár, þess vegna er margt sem á eftir að koma mér á óvart þegar ég fer að takast á við veruleikann, en ég er viss um að þetta á eftir að ganga vel.“ Hvað ætlarðu að gera fyrst? „Ég ætla að vitja grafar móður minnar,“ segir Walter án þess að hika. Síðan langar mig að fara og horfa á hornabolta eða eitthvað annað álíka." Á meðan hjálpar systir Walters honum með mataræðið og föstuna. Það er hún sem snýst fyrir hann og sækir það sem hann vantar og sér um að hjálpa honum að halda sér hreinum. Og þegar okkar langa samtali lýkur þá býður Walter okkur að koma og heimsækja hann eftir tvö ár. „Þið munuð áreiðanlega ekki þekkja mig aftur eftir tvö ár. Ég veit að mér tekst að ná settu marki," segir Walter og hlær. “Guð hjálpar mér til þess.“ Dönsk ástar- saga ÞORSTEINN EGGERTSSON ÞÝDDI Aage Carlsen frá Álaborg í Dan- mörku lifði ekki aðeins á þrem öldum heldur var hjónabandssaga hans mjög sérstæð. Hann fæddist árið 1791 og tvítugur að aldri, árið 1811, giftist hann ungri stúlku. En þar sem hann hafði verið í herskóla og var haldinn ólæknandi ferðalöngun og ævintýraþrá vildi hann hafa konuna sína með sér í sjóferðum og á hættulegum ferðalögum. Það gat hún aftur á móti ekki hugsað sér. Auðvitað tók Aage þetta mjög nærri sér en það varð engu tauti við ungu konuna komið. Og þar sem engu tauti varð komið við hann heldur olli þetta miklum heilabrotum og hugar- angri hjá báðum. Hins vegar vildi hann ekki standa í vegi fýrir hamingju hennar og skildi því við hana með eftirfarandi yfir- lýsingu: „Ég mun alltaf elska þig. En þar sem þú hefur færst undan því að ferðast með mér um höfin sjö, þá finnst mér ekki annað en sanngjarnt að þú fáir leitað hamingjunnar með öðrum manni.“ Aage yfirgaf Danmörku þetta sama ár (1811) og ekkert fféttist af honum það sem eftir var nítjándu aldarinnar. En í byrj- un þeirrar tuttugustu fékk fýrrverandi frú Carlsen, þá 107 ára gömul, fregnir af því að fyrrverandi maður hennar væri kominn aftur til Danmerkur og hygðist eyða þar siðustu árum ævinnar enda var hann nú orðinn 111 ára gamall (árið 1902). Ári seinna sneri Aage til Álaborgar, gamla heimabæjar síns, og komst þá að raun um að æskuástin hans var enn á lífi. Hann fór því í heimsókn til hennar og hún tók á móti honum með eins miklum virktum og henni var unnt á þessum aldri. Þegar Aage fékk að vita að hún hefði aldrei gifst aftur varð hann svo djúpt snortinn að hann bað hennar upp á nýtt — og hún játaðist hon- um í annað sinn. Þau giftust árið 1903 en þá voru liðin 92 ár frá því að þau höfðu skilið að skiptum. Þau lifðu bæði eitt ár í viðbót og voru þá orðin einhver elstu hjón sem vitað er um. Hún varð 109 ára gömul en hann 113. Heimsmetabók Guinness viðurkennir ekki að Aage Carlsen hafi náð svona háum aldri en engu að síður fullyrða heimilda- menn sögunnar að hún sé sönn. Það þykir sennilegra að fyrri hjónavígslan hafi átt sér stað árið 1821 (en ekki 1811) þegar Aage var tvítugur og kona hans (sem því miður er ekki nefnd á nafn í heimildum) hafi ver- ið sextán til átján ára. Samkvæmt því hefúr Aage fæðst árið 1801 og kvænst í annað sinn þegar hann var 102 ára gamall. En hvað um það? Sagan er nógu merkileg engu að síður. í.tbi. 1989 VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.