Vikan


Vikan - 15.06.1989, Page 8

Vikan - 15.06.1989, Page 8
Homi „Flestir þeirra sem fara með mér í rúmið vha að ég er smHaður" Vikan rœðir við alnœmissýktan homma „... meðan þeir enn eru drengir elska þeir karlmenn og hafa yndi af að hvíla hjá þeim og fléttast í faðmlög við þá, og eru þessir hinir ágætustu meðal sveina og uppvaxandi unglinga, því að þeir eru karlmannlegastir eftir eðli sínu. Sumir segja nú raunar að þeir séu blygðunar- lausir, en þeir skrökva því, með því að ekki gera þeir þetta af blygðunarleysi, heldur af því að þeir fyrir djarfmennsku, mann- dóms og karlmennsku sakir elska það sem er þeim sjálfum líkC Samdrykkjan - Platón ca. 360 fyrir Krist TEXTI: ÞÓRDlS BACHMANN að er föstudagskvöld í Reykjavík. Dæmigert kvöld hjá fjöldanum öll- um af ungu einhleypu fólk sem ýmist er á upp- eða niðurleið. Við höfum ákveðið að slást í för með einum slíkum einstaklingi. Hann vill ekki láta nafhs síns getið en við köllum hann K. K. hættir að vinna klukkan fimm og há- tíðin gengur í garð með sturtubaði, svo er sest við símann með vínglas við hönd og spáð í framvindu helgarinnar í tvo til þrjá tíma, símleiðis og beint við þá sem líta inn. Dæmigert kvöld, já, en K. er kannski ekki alveg dæmigerður. Hann er hommi og hann greindist með alnæmissmit fyrir rúmu ári. Hann ætlar að segja okkur ffá sjálfum sér, stöðunum, djamminu, félagsskapnum og sjúkdómnum og afleiðingum hans. Við byrjum á Laugavegi 22. Þar er þétt- setið að vanda og K. þekkir fólk á flestum borðum og hefur þegar flögrið á milli þeirra. Hann er búinn að segja mér að hann dýrki spennu og viti fatt skemmti- legra en að daðra og mér sýnist hann vera að slá margar flugur í hverju höggi þetta kvöld. Hann er sætur og gæddur allt að því glæpsamlegum sjarma svo ég er ekkert hissa á því að kvenfólk skuli líka vera til í létt daður við hann. Ég hitti þarna 23 ára stúlku sem ég kannast við og dreg hana afsíðis þegar hún segist vera að fara heim með strák sem hún hafi verið að hitta. „Hvernig er það, ertu ekkert hrædd við smit?“ Hún kveður nei við því, segist sjálf vera hrein og reikna með því að hann sé það líka. „En ætlarðu samt ekki að láta hann nota smokk?" spyr ég og gef mér að þau ætli ekki bara að spila ólsen. „Nei, ég er á pillunni," segir hún og er farin með feng sinn. Klukkan er orðin hálftvö þegar við för- um út af 22 og mjökum okkur áleiðis upp Laugaveginn á hina alræmdu Döbru. Dabra er menningarkimi. Þar eru allar systurnar og þegar við K. göngum í salinn heyrir maður pískrið og skrækina: Kemur hún! Svei mér þá, er hún ekki búin að láta lita sig! Þetta eru næturdrottningar sem kvenkenna hver annan og sumar þeirra eru algerar tæfur og virðist ekki vera fýrir litlar sálir að lenda í skoltunum á þessum hefðardrottningum. Þegar hár og afar herðabreiður maður svífur inn með ljósa hárkollu með slegnu hári í axlasídd verð- ur allt vitlaust eftir endilöngum barnum og drottningarnar ausa yfir hann gull- hömrum. Þetta eru strákar sem hafa þekkst lengi og vita mikið um einkalíf hver annars svo það er lítið um þessa hefðbundnu pörun- arleiki sem sjást hjá „venjulegu" fólki. Hér eru allar hreyfingar mjög færðar í stílinn, höndum er sveiflað um úlnlið og það er mikið um lífsreynd og allt að því móður- leg komment; á stundum fær maður á til- finninguna að vera dottinn inn á sett hjá Fellini. Trés outré. Hin borgaralega blaðakona heldur helst að hún muni skjóta rótum þegar hún spyr ungan, myndarlegan mann hvað hann geri. „Ég er mella,“ segir hann að bragði. „Það er langur biðlisti og það kostar fimmtán þúsund kall!“ Þessa tilteknu föstudagsnótt er haldið dúndrandi samkvæmi sem hefst undir klukkan fjögur og stendur sleitulaust til hádegis. Það kemur góður gestur á staðinn með ólöglegt efhi sem ekki dregur úr fjör- inu. Þangað koma líka tveir strákar af 8 VIKAN 12. TBL 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.