Vikan


Vikan - 15.06.1989, Side 12

Vikan - 15.06.1989, Side 12
Homi „Ég hef verið vandlega frysl hjá Landlæknisembættinu## - segir Auður Matthfasdóttir félagsráðgjafi „Það er hreint og beint að hafa líf annarra á samviskunni að taka ekki fram fyrir hendumar á fólki sem stundar gjörsamlega óábyrgt kynlíf," segir Auður. TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM.: EGILL EGILSSON Auður Matthíasdóttir félagsráðgjafi átti vin, laumuhomma, sem sýktist . af alnæmi og dó í mars 1985. Vin- áttan við hann varð henni hvatning til að takast á við hina félagslegu hlið alnæmis- vandans hér á landi. Þegar þessi vinur hennar veiktist var Auður að vinna á skrif- stofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Kaupmannahöfn og var þar í góðri að- stöðu til að Iesa sér til um sjúkdóminn, safna gögnum og ræða við Iækna. Hvernig fórstu að því að móta starfíð? AM: Ég fór rólega af stað, byrjaði á að tala við Samtökin ’78 og kom þar upp fínu sambandi. Einnig fór ég á fúnd þeirra lækna sem vinna með alnæmissýktum, hafði samband við Félagsmálastofnun, Tryggingastofhun og fleiri aðila. Smám saman fóru að koma til mín menn, bæði í gegnum Samtökin og frá læknunum. Ég er ekld óánægð þegar ég lít á það sem áunnist hefúr á þessu eina og hálfa ári og það sem gleður mig allra mest er að ég sé núna marga af mínum mönnum ánægða og vel til hafða og auðséð að þeim líður betur og það finnst mér sýna framför. Hver er staðan í dag? AM: í desember sl. voru stofúuð Samtök áhugafólks um alnæmisvandann. Ég er for- maður þeirra samtaka og við erum nú að leita að húsnæði fýrir starfsemina og óska- húsnæðið væri lítið ódýrt einbýlishús mið- svæðis í Reykjavík. Þar gæti orðið félags- heimili, þar gætu starfshópar í samtökum áhugafólks unnið sín störf og stuðnings- hópar hist. Það er mjög brýnt að koma þessari aðstöðu upp og þetta er mér mikið hjartans mál. En ég hef talað við háttsetta ráðamenn og hef trú á því að málið verði leyst innan allt of langs tíma. Við erum að íhuga símavakt en þetta eru fátæk samtök. Við fengum 100 þúsund krónur frá tónleikum (Bubba, Harðar Torfa og Megasar í Háskólabíói) en þeir voru illa sóttir. Það var Landsnefndin um alnæmi sem stóð að þessum tónleikum með listamönnunum og við máttum þakka fyrir að fá þessi 100 þúsund. Rauði krossinn veitti okkur síðan 200 þúsund króna styrk fyrir utan það að þeir hafa hjálpað okkur á alla lund og erum við eðlilega mjög þakklát fýrir þeirra aðstoð og þann skilning sem þeir sýna starfinu. En ég sakna þess að ríkið hefur ekki lagt meira af mörkum til aðstoðar smituðum í þessu landi. Staða mín sem félagsráðgjafi hér í Heilsuverndarstöðinni er á vegum borgarinnar og hefúr borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, sýnt málefnum HlV-smitaðra og alnæmissjúkra mikinn skilning. Samvinnan við Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar hefúr verið sérstak- lega góð. Af hálfú ríkisins hafa nokkrir ein- staklingar fengið örorku metna en enga félagslega aðstoð þrátt fyrir allt talið um alvarlegar félagslegar og fjárhagslegar af- Ieiðingar sjúkdómsins á líf og afkomu þeirra sem smitast. Að mínu mati ætti ríkið ekki síður að koma til aðstoðar, til dæmis í húsnæðismálum. Talsvert margir hinna sýktu hafa ekki húsnæði eða búa í rokdýru húsnæði. Það er svo auðvelt að bæta úr þessu og við eigum að gefa þessu fólki kost á að lifa mannsæmandi lífi. En Landlæknisembættið? AM: Þeir hjá landlækni hafa verið afskap- lega kurteisir og viðræðugóðir. En meira finnst mér ég ekki hafa fengið. Hrein- skilnislega sagt hefúr mér stundum fundist að starf mitt væri ekki tekið alvarlega á skrifstofú landlæknis. Þeir hafa sýnt ákaf- lega lítinn áhuga á að hafa mig með í ráð- um hvað varðar málefhi smitaðra og þegar alnæmisvikan var í lok nóvember ’88 hug- kvæmdist engum hjá embættinu að hafa samband við mig. Ekki frekar en ég væri ekki til og mér þótti þetta og þykir þetta ennþá sérkennilegt. Þá spyr ég: Er það vegna þess að mitt starf sé svo ómerkilegt? Ef ég tryði því ekki sjálf að það sem ég er að gera sé mikilvægt væri ég löngu búin að gefast upp því ég hef ekki haft meðvind. Ég hef þurft að kyngja mörgu og segja: Ég skal samt halda áffam þó gengið sé framhjá mér Þetta finnst mér bæði óvirðing við mína skjólstæðinga og mig. Það hefur eng- in samvinna tekist við Landlæknisembætt- ið. Þvert á móti hef ég verið vandlega ffyst. K. minnist á homma sem fara í sex vikna meðferð hjá SÁÁ en velta því aldrei upp að þeir séu hommar, hvað þá að þeir séu sýktir. Hvernig er hægt að hjálpa þeim í framtíðinni? AM: Mér var boðið að koma í starfs- kynningu á Vog og þar var ég í nokkra lær- dómsríka, mjög góða daga. Nú þekki ég betur hvað mínir skjólstæðingar hafa gengið í gegnum og það er hárrétt að SÁÁ hefur vantað upplýsingar um umönnun einmitt við þessa menn. Við ræddum hvernig væri hægt að bæta úr þessu og töluðum um að auka okkar samvinnu svo þeir eru þegar farnir að ráða bót á þessu. Myndirðu þá láta SÁÁ vita ef einn þinna skjólstæðinga væri á leiðinni í meðferð? AM: Það gæti ég gert í samvinnu við skjólstæðinginn. Aldrei án hans vitundar. í hvaða formi er vinnan sem unnin er með þeim sýktu? 12 VIKAN 12.TBL1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.