Vikan


Vikan - 15.06.1989, Side 26

Vikan - 15.06.1989, Side 26
KVIKNYMDIR Frh. af bls. 22 til fulls.“ Það boð var líka sannkölluð veisla fyrir skynfærin en varaði, þótt ótrúlegt sé, aðeins tólf mínútur. Ástæðuna fyrir því að Gabriel valdi franska leikkonu, Stephane Audran, í hlutverk Babettu, segir hann þá að hún sé hin dæmigerða Parísardama. „Hún er mjög elegant, hreyflr sig, já og opnar og lokar dyrum á annan hátt en Danir gera, hún er mjög frönsk. Ég er ekk- ert að gagnrýna Dani með því að segja að göngulag þeirra og hreyfingar séu öðru- vísi, ástæðurnar geta verið svo margar, meðal annars loftslagið. En með þessu móti urðu andstæðurnar augljósari milli Babettu og annarra persóna myndarinnar. Hún átti sér líka svo allt annan bakgrunn en fólkið í litla þorpinu sem varð athvarf hennar um tíma. Andinn í myndinni, hið táknræna, er auðvitað sú staðreynd að hinn listræni neisti blundar í öllum. Það að fá tækifæri til að tjá sig, fá útrás fyrir sköp- unarþörf sína, er hverri manneskju nauð- syn. Þetta held ég að sé ein af megin ástæðunum fyrir því að myndin skilst alls staðar, fólk á þessa þörf sameiginlega hvar á jarðarkringlunni sem það býr. Það virðist enda hlegið og grátið á sömu stöðum í myndinni, hvort heldur er í Affíku, Frakk- landi eða Danmörku." Gabriel Axel Mprch fæddist dönskum foreldrum í Árósum í Danmörku en ólst upp í Frakklandi þar sem faðir hans starf- „Mesti möguleiki íslenskra kvikmynda- gerðarmanna til að ná út í hinn stóra heim er að sýna sitt áhugaverða land,“ segir Gabriel Axel. aði sem smiður. Sautján ára kom svo Gabriel til Danmerkur til að læra hús- gagnateiknun og smíði en uppgötvaði síð- an að hann langaði mest af öllu að verða leikari. Árið 1942 komst hann inn í leik- listarskóla Konunglega leikhússins og út- skrifaðist þaðan. Þá tóku við nokkur ár sem leikari í París, m.a. hjá hinum fræga lejkhúsmanni Louis Jouvet. En Gabriel fékk fljótlega meiri áhuga á leikstjórn. Aft- ur kom hann til Danmerkur, þar sem hann taldi sig þrátt fyrir allt eiga heima, og leik- stýrði sviðsverkum um árabil eða þar til hann féll fyrir filmunni. Fyrsta kvikmyndin var Altid Ballade, árið 1955 og allnokkrar fleiri fýlgdu í kjölfarið uns hann gerði fyrstu stórmynd sína, Rauðu skikkjuna, sem tekin var árið 1966 hér á íslandi. Við- tökur þeirrar myndar voru vægast sagt slæmar í Danmörku, og raunar allstaðar á Norðurlöndum, þó hún vekti töluverða at- hygli t.d. í Bandaríkjunum og Frakklandi, þar sem hún hlaut tækniverðlaun. Næstu árin var fremur hljótt um Gabriel Axel í dönskum kvikmyndum, enda fátt annað en Olsen- og Rúmstokksmyndirnar sem gengu. Gabriel reyndi sig að vísu við þann- ig myndir en þær hlutu ekki náð hjá lönd- um hans, kannski fylgdi heldur ekki hugur máli. Með stofnun Dönsku kvikmynda- stofhunarinnar, 1972, var hann algjörlega sniðgenginn, ásamt m.a. gamla meistaran- um Carl Th. Dreyer. Nú átti einungis að styrkja yngri leikstjóra til góðra verka. Danir spöruðu stóryrðin Eftir leikstjórnarverkefni hjá nokkrum leikhúsum í Kaupmannahöfn fékk Gabriel Einfalt og fljótlegt að tilkynna aðsetursskipti — og viðkomandi algjörlega að kostnaðarlausu Aöllum pósthúsum landsin& eru féianleg ókeypis póstkort, sem hægt er að póstleggja burðar- gjaldsfrítt. Þessi póstkort eru fyrir þá sem þurfa að tilkynna hinum ýmsu aðilum aðsetursskipti. Það er nefni- lega þannig, að þegar þú flytur fær enginn upplýsingar um það nema þú tilkynnir það. Það eina sem þú þarft að gera er að ná þér í nógu mörg spjöld og skrifa nafin þitt og heimilisföng (það gamla og það nýja) á bakhliðina og nafn viðtakanda á framhlið. Kortið má svo setja ófrímerkt í póst. Afar einfalt, fljótlegt - og kostar ekki krónu. En kemur í veg fyrir margvíslegustu óþægindi. Hús og híbýh vlll einnig vekja at- hygli áskrifenda á enn einfaldari leið til að tilkynna aðsetursskipti: Þú ein- faldlega hringir í síma 83128 milli klukkan 9 og 17 og símadaman okkar tekur niður breytlngarnar. 24 VIKAN 12. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.