Vikan


Vikan - 15.06.1989, Side 41

Vikan - 15.06.1989, Side 41
POPP MEATLOAF Villf Ijúf menni í Lcaugardalshöll TEXTI: PÉTUR STEINN LJÓSM.: G. RÖGNVALDSSON Meatloaf ætlar að halda aðra tónleika sína hér á landi 16. júní í Laugardalshöll. Það eru nú tæp tvö ár liðin síðan hann hélt eftirminnilega tónleika í Reiðhöllinni sem stóðu í á þriðja tíma. Enn eru menn að tala um hve villtur hann sé á sviði og hve mikið Ijúfmenni hann er fyrir utan það. Það tók hann á annað ár frá útkomu plötunnar Bat out of Hell að ná almennri hylli með lögunum Paradise by the dashboard light og Two out of three aint bad. Síðan hefur ekkert laga hans risið jafhhátt og þessi ffamantöldu, sem nú eru kom- in í hóp klassískra popplaga. Þegar útvarpsmenn á Bylgj- unni voru að undirbúa beina útsendingu ffá tónleikunum í Reiðhöllinni var hljómsveitin að stilla upp og prófa hljóm- burðinn. Útvarpsmennina vantaði smáaðstoð við að færa til tæki og eini maðurinn sem var á lausu var Meatloaf. Hann lét ekki sitt eftir liggja og að- stoðaði þá við burðinn. Þeir sem þekkja til hans segja þetta dæmigerða sögu af honum. Annað dettur manni í hug þeg- ar maður sér hann á sviðinu. Þar er hann eins og naut í flagi og maður þakkar sínum sæla að sviðið skuli vera afgirt svo maður verði ekki fyrir honum. Þegar hann hélt tónleikana í Reiðhöllinni vildi hann ekki stoppa eftir nær þriggja tíma dagskrá en varð að gera það þar sem ekki var fært að halda áffam af öðrum orsökum. Á tónleikunum 16. júní verður hann með svipaða hljómsveit og síðast, nema hann hefúr bætt við einni stúlku í bakraddir. Að undan- förnu hefur hann verið á tón- leikaför um Saudi-Arabíu og héðan fer hann til Finnlands. Hann hefúr í nokkurn tíma verið að undirbúa tónleikaför til Rússlands en sú ferð er ekki enn komin á dagskrá. Það er víst að þeir sem láta sjá sig í Laugardalshöllinni ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. □ Meatloaf lék á als oddi í Reiðhöllinni og lýsti strax því yfir að tónleikum loknum að hann væri reiðu- búinn að koma til Íslands sem fýrst aftur. 12. TBL. 1989 VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.