Vikan


Vikan - 15.06.1989, Qupperneq 56

Vikan - 15.06.1989, Qupperneq 56
5MA5AC5A Scmnleikuriitn um Pyecrof t Hann situr aðeins í fárra metra fjarlægð. Ég sé hann, ef ég lít um öxl. Ef ég mæti augnaráði hans, og það geri ég því nær alltaf, tala augu hans þýðingarmikið mál. Aðallega eru þetta bænaraugu, en þó skín úr þeim einhver tortryggni. Fari hún bölvuð, þessi tortryggni í Pyecraft! Ef ég vildi koma upp um hann, myndi ég hafa gert það fyrir löngu síðan. Ég stein- þegi, ég segi ekki nokkurn skapaðan hlut. Hann ætti því að geta verið í essinu sínu, ef slíkir ístrubelgir eru nokkurntíma í essinu sínu. En hver myndi trúa mér, ef ég segði frá öllu saman? Vesalings gamli Pyecraft! Ógæfusami píslarvottur ístrunnar. Feitasti klúbbfélagi í allri London! Hann situr við eitt litla borðið hjá arnin- um og úðar upp í sig. Hann hámar eitthvað í sig, en hvað er það? Ég lít við. Jú, þarna hverfúr upp í hann heit, smurð tröllakaka. Og augu hans stara á mig. Þetta ræður úrslitum, Pyecraff! Úr því þú hagar þér svona fyrirlitlega, úr því þú glápir stöðugt á mig, eins og ég væri ekki heiðarlegur maður, þá geri ég mér hægt um vik og skrifa þetta allt saman niður hérna rétt fyrir augunum á þér — all- an sannleikann um þig, manninn, sem ég hjálpaði og verndaði, en endurgeldur það með því að gera mér ólíft í klúbbnum, al- gjörlega ólíft, með þessu stöðuga augna- ráði, með þessum vatnsbláu, átakanlegu bænaraugum um að koma ekki upp unt þig, segja ekki neitt. Og auk þess. Hví er hann líka alltaf ét- andi? Jæja, hérna kemur sannleikurinn, all- ur sannleikurinn, ekkert nema sannleikur- inn. Ég kynntist Pyecraft einmitt í þessum reyksal. Ég var nýr félagi, feiminn og upp- burðarlítill, og hann tók eftir því. Ég sat aleinn við borð og var að óska þess, að ég vissi meira um meðlimina, þegar hann tók stefnuna til mín allt í einu, heil skriða af kjöti og beinum, og hlammaði sér stynj- andi niður á stól við hliðina á mér. Hann blés þar um stund, burðaðist við að kveikja sér í vindli og ávarpaði mig síðan. Ég man ekki, hvað hann sagði, en eitthvað var hann að tala um, að það kviknaði illa á eldspýtunum og hann stöðvaði þjónana einn af öðrum, á meðan hann lét dæluna ganga, til þess að segja þeim þetta um eld- spýturnar með sinni mjóu, skræku rödd. Það var einhvern veginn á þennan hátt, sem fýrsta viðræða okkar var. Hann talaði um ýmsa hluti og fór svo að minnast á íþróttir. Því næst kom hann að líkamsbyggingu minni og vexti. Eftir H.G. Wells — Þér ættuð að hafa öll skilyrði til þess að vera leikinn í „cricket", sagði hann. Ég býst við að ég sé grannur, sumir myndu kalla mig mjóvaxinn, og ég er frek- ar dökkur yfirlitum, en ég blygðast mín ekkert fyrir það, að langalangamma mín var Hindúi. Þrátt fýrir það kæri ég mig ekk- ert um, að því nær ókunnugir menn sjái það eða séu að hnýsast í það. Mér var því ekkert um Pyecraft frá því fyrsta. En hann hafði aðeins talað um mig til þess að geta leitt talið að sjálfúm sér. — Ég býst við, að þér hreyfið yður meira en ég, og ef til vill étið þér engu minna, sagði hann. Eins og allir ístrubelgir, gerði hann sér í hugarlund, að hann æti svo að segja ekkert. — En samt sem áður, hélt hann áfram og brosti með sjálfum sér, þá erum við nú talsvert ólíkir. Og því næst fór hann að tala um ístruna, hann ræddi fram og aftur um ístruna á sér, um allt, sem hann gerði til þess að eyða henni, um allt, sem hann hefði í hyggju að gera til þess að verða grennri, hvað aðrir hefðu ráðlagt honum við ístrunni og hvað aðrir ístrubelgir hefðu gert við sinni ístru. U m leið og hann sagði þetta fálmaði hann kæruleysislega í einn myndarammann. Ramminn féll á legubekkinn og brotnaði en sjálfur sentist Pyecraft í loft upp. Það varð heilmikill dynkur, þegar hann skall upp undir loftið. 54 VIKAN 12. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.