Vikan


Vikan - 15.06.1989, Síða 60

Vikan - 15.06.1989, Síða 60
Frh. af bls. 55 yður inn, ef þér kæmuð, sagði hún. En svo bætti hún við, íbyggin á svip: — Hann er lokaður inni. — Lokaður inni? — Já, hann lokaði sig inni í gærmorgun og hefur ekki hleypt neinum inn síðan, herra minn. Og hann er síbölvandi. Það er skelfilegt. Ég starði á dyrnar, sem hún skimaði til. — Er hann þarna? — Já, herra minn. — Hvað gengur að honum? Hún hristi höfúðið, döpur í bragði. - Hann hrópar stöðugt á kraftfæðu, ein- hvern mat, sem sé þungur í maga, og ég læt hann hafa eins mikið og ég get. Hann hefir fengið flesk, kraftbúðinga og kraftsós- ur, en brauð vill hann ekki. Já, þannig er það. Auðvitað hef ég orðið að gjöra svo vel að skilja við þetta utan við dyrnar. Ég skal segja yður nokkuð, herra minn. Það er eitthvað hræðilegt, sem hann er að éta. Það heyrðist skrækur að innan. — Er það Formalyn? — Eruð það þér, Pyecraft? kallaði ég til baka, um leið og ég gekk að dyrunum og knúði þær rösklega. — Segið henni að fara. Ég gerði það. Því næst heyrði ég einkennilegt krafs- hljóð við hurðina, rétt eins og einhver væri að leita að snerlinum í myrkri, og saman við blönduðust hinar góðkunnu stunur í Pyecraft. — Allt í lagi, kallaði ég. Hún er farin. En það leið á löngu áður en dyrnar opn- uðust. Loksins heyrði ég að lyklinum var snúið, og rödd Pyecrafts kallaði: — Kom inn! Ég tók í snerilinn og opnaði dyrnar. Auðvitað bjóst ég við að sjá Pyecraft. En sem ég er lifandi maður, hann sást bara hvergi! Ég hef aldrei orðið eins agndofa á ævi minni. Þarna var setustofan hans og allt á tjá og tundri. Diskar og skálar innan um bækur og ritföng og sumum stólunum velt um koll. En Pyecraft...? — Allt í lagi góði vinur, heyrði ég sagt yfir höfði mér. Lokið dyrunum. Þá kom ég Ioksins auga á hann. Þarna var hann, alveg uppi undir lofti, í horninu hjá dyrunum, rétt eins og hann væri límdur fastur. Andlitið var kvíðafullt og reiðilegt. Hann pataði og baðaði út öll- um öngum. — Lokið dyrunum, hvein í honum. Ef þessi kvenmaður kemst að því... Ég lét aftur dyrnar, færði mig nokkrum skrefum innar og stóð þar og glápti á hann. — Ef eitthvað lætur undan, og þér dett- ið niður, Pyecraft, þá hálsbrotnið þér. — Já, ég vildi að ég gæti það, hvæsti hann. — Að maður á yðar aldri og svona þung- ur á sér skuli fást við slíkt og þvílíkt príl! — Æ, góði, bað hann í örvæntingarrómi. Ég skal skýra málið. Hann benti og pataði. — Hvers vegna í sjálfum djöflinum hald- ið þér yður stöðugt þarna uppi? En þá rann ljós skilningsins loksins upp fyrir mér. Honum var þetta ekki sjálfrátt. Hann var ekkert að gera sér leik að þessu. Nei, hann sveif þarna uppi, alveg eins og 5MÁ5AC5A gasbelgur myndi hafa gert undir sömu kringumstæðum. Hann tók að berjast um, reyndi að spyrna sér frá loftinu og klifra niður vegg- inn til mín. — Það er þessi uppskrift, sagði hann og pataði. Hún langalang... Um leið og hann sagði þetta, fálmaði hann kæruleysislega í einn myndarammann. Ramminn féll á legubekkinn og brotnaði en sjálfúr sentist Pyecraft í loft upp. Það varð heilmikill dynkur, þegar hann skall upp undir loftið. Nú skildi ég fyrst, hvers vegna hann var allur hvítskellóttur. Hann reyndi nú aftur, miklu varkárari, að fikra sig niður með ar- inhillunni. Hann ræddi fram og aftur um ístruna á sér, um allt, sem hann gerði til þess að eyða henni, um allt, sem hann hefði í hyggju að gera til þess að verða grennri, hvað aðrir hefðu ráðlagt honum við ístrunni og hvað aðrir ístrubelgir hefðu gert við sinni ístru. Það var í rauninni stórkostlega ein- kennileg sjón að sjá þennan stóra, feita og hjartveika mann vera að reyna að komast frá loftinu niður á gólf, með höfuðið á undan. — Þessi uppskrift, sagði hann. Hún dugði allt of vel. — Nú, hvernig þá? — Þyngdartap, því nær algert þyngdar- tap. Og þá skildi ég, hvernig í öllu lá. — En herra minn trúr, sagði ég. Það sem yður vanhagaði um, var auðvitað meðal við fitu! En þér kölluðuð það alltaf þyngd. Já, þyngd! Það var orðið, sem þér notuð- uð. Einhvern veginn komst ég í himnaríkis- skap. Mér líkaði prýðilega við Pyecraft. — Leyfið mér að rétta yður hjálparhönd, sagði ég og tók í hönd hans og dró hann niður. Hann spriklaði og reyndi að fá ein- hverja fótfestu. Það var ósköp svipað því, að ég væri að draga niður fána í stormi. — Þetta borð þarna, sagði hann, það er úr mahoní og mjög þungt. Ef þér getið komið mér undir það, þá... Ég gerði það, og svo valt hann þarna til og ffá undir borðinu, eins og hertekinn loftbelgur, á meðan ég stóð hjá arninum og talaði við hann. Ég kveikti mér í vindli. — Blessaðir segið mér nú, hvað komið hefur fyrir. — Ég tók það, sagði hann. — Hvernig var það á bragðið? — O, alveg hræðilegt! Já, ég gat svo sem vel trúað því. Hvort sem tekið er tillit til efnanna, blöndunar- aðferðanna eða afleiðingarmöguleikanna, þá hefúr mér alltaf fundist að þessi meðul langalangömmu minnar myndu vera alveg laus við það að vera lystug. Sjálfur myndi ég... - Ég dreypti dálítið á því fyrst. — Einmitt það. — Já, og svo þegar mér fannst ég verða eitthvað svo léttur á mér eftir aðeins eina klukkustund, þá ákvað ég að taka það allt. — En góði Pyecraft... — Ég hélt fyrir nefið og svo hélt ég stöðugt áffam að verða léttari og léttari, og réð ekki við neitt, eins og þér skiljið. Skyndilega greip hann æsing. — Já, en hvað í ósköpunum á ég nú að taka til bragðs? — Ja, það er augljóst mál, hvað þér meg- ið ekki gera. Þér megið ekki fara út undir bert loft, því að þá stígið þér í loft upp, alltaf hærra og hærra. Og ég sveiflaði hand- leggjunum upp á við. Það yrði þá að senda Elia til að sækja yður eða einhvern slíkan flugmann. — Ég vona nú að þetta lagist með tíman- um. Ég hristi höfúðið og sagði: — Nei, þér getið ekki gert ráð fýrir því. Svo greip æsingin hann aftur. Hann sparkaði í nærliggjandi stóla og lamdi gólfið. Hann hagaði sér alveg eins og við mátti búast af stórum, feitum og uppstökk- um manni, þ.e.a.s. hann hagaði sér mjög illa og talaði um mig og langalangömmu mína af frámunalegum trúnaðar- og virð- ingarskorti. — Ég bað yður aldrei að taka þetta inn, sagði ég. Og ég var svo göfuglyndur að taka ekki hart á öllum þessum svívirðingum, heldur settist í hægindastólinn og tók að tala við hann rólega og vingjarnlega. Ég sýndi honum fram á, að þetta væri ógæfa, sem hann hefði leitt yfir sig sjálfur, þetta væri eiginlega aðeins ævintýraleg þróun réttlætisins. Hann hefði alltaf étið of mikið. Hann mótmælti, og við rökræddum þetta um hríð. En brátt varð hann aftur æstur og hávaðasamur, svo að ég hætti við að reyna að koma vitinu fyrir hann með þessari aðferð. - Þar að auki kölluðuð þér hlutina ekki réttu nafni, sagði ég. Þér töluðu ekki um fituna, þó þér ættuð við hana. Nei, það var ekki nógu fínlega til orða tekið. Þér kölluðuð fituna þyngd, þér... Hann tók fram í til þess að segja mér, að hann kannaðist við þetta allt. En hvað ætti hann að taka til bragðs? Ég lagði til, að hann reyndi að laga sig eftir þessum nýju kringumstæðum. Loks- ins vorum við farnir að ræða málið skynsamlega. Ég reyndi að telja honum trú um, að það myndi ekki verða svo erfitt fyr- ir hann að læra að ganga á höndunum neð- an í loftinu. — Ég get ekki sofið, sagði hann. En það var nú ekki miklum erfiðleikum bundið að leysa það vandamál. Ég benti honum á að það væri vel hægt að búa út hengirúm undir vírmadressu, festa hana niður með köðlum og hneppa rúmfötun- 58 VIKAN 12. TBL 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.