Vikan


Vikan - 15.06.1989, Side 65

Vikan - 15.06.1989, Side 65
Athugasemd frá DansráÍi íslands Eftirfarandi bréf barst Vik- unni frá Hermanni Ragnari Stefánssyni, forseta Dans- ráðs íslands: „Dansráð íslands harmar grein yðar í Vikunni fimmtu- daginn 4. maí 1989 þar sem blaðamaður hefur viðtal við Sigurð Hákonarson dans- kennara, einn af félögum í Fé- lagi íslenskra danskennara sem er aðili að Dansráði íslands. Margs konar rangtúlkun er í viðtalinu sem hefúr valdið okkur danskennurum óþæg- indum en sem við ætlum okk- ur ekki að fjölyrða um, en rétt er að geta þess að blaðamaður- inn hefúr haft gaman af því að velta sér upp úr raunum Sig- urðar og dregur ffam í feitletr- uðum pistlum allt það sem snúa má danskennarastéttinni í óhag. Staðreyndin er þó sú að aldrei fyrr í tuttugu og fimm ára sögu samtaka danskennara hefúr samstaðan í landinu ver- ið meiri og eru mörg vitni um það, m.a. sameiginlegar dans- keppnir og danssýningar Dans- ráðs íslands. Þetta óskast birt við fyrsta tækifæri í blaði yðar, að öðru leyti munum við ekki elta ólar við þessi skrif.“ Frá ritstjóra: „Það kemur tœpast á óvart að ýmsum kunni að hafa svið- ið undan orðum Sigurðar Hákonarsonar þar sem hann fékk í viðtali við Vikuna að lýsa hreinskilnislega viðhorf- um sínum til dansmenntar á íslandi. Enn hefur enginn bent á rangfærslur af hans hálfu og engar slíkar ábendingar koma heldur frarn í bréfi forseta DÍ hér á undan. Aðeins látnar nœgja ósmekklegar og órök- studdar aðdróttanir í garð blaðatnannsins. Það þekkirforseti DÍ af eigin reynslu að vel hefur verið tekið í það af hálfu ritstjómar Vik- unnar að fjalla um jákvœða þœtti í íslenskri danskennslu. En það þýðir ekki að þeir sem hafa aðra sögu að segja fái ekki inni fyrir viðhotf sín geti þeir talist vel málsmetandi, eins og Sigurður Hákonarson getur fyllilega talist." PÓ5TURII1N Lcafandi brjósl Kæri Vikupóstur! Ég er 17 ára stelpa sem er í vanda stödd. Þannig er mál með vexti að ég er með mjög sigin brjóst (eins og ég hafi verið með mörg börn á brjósti), sem þykir nú ekkert laglegt. Þess vegna skrifa ég til þín í von um að þú getir sagt mér hvað ég geti gert og hvað það kostar. Einnig langar mig að spyrja: Er til ferðabraut í fjölbraut? Er hægt að læra eitthvað sem tengist ferðum og ferðaskrif- stofum? Ég vona að þú getir hjálpað mér. Með fyrirfram þökk. Klara Þú getur auðveldlega fengið að vita hvað hœgt er að gera varðandi brjóstin á þér hjá skurðlcekni sem sérhæfir sig í plastikaðgerðum. Með því að fletta upp á „læknum' á gulu síðunum í símaskránni og lesa yfir listann þá finnurðu lœkna setn stunda slíkar lækningar og þú þantar þér einfaldlega títna. Nokkum tíma gœti tekið að komast í viðtal, því þessir læknar eru umsetnir. Þess vegna skaltu þanta tíina setn fyrst. Lækniritm skoðarþig og segir þér hvað ráðlegt sé að gera. Segi hann þér að hægt sé að laga btjóst þín tneð skurðaðgerð, þá getur liðið enn lengri títni þar tilþú kemst að og eftir aðgerðina tekur það nokkum tímafytir þig að jafna þig. Kostnaður er ekki mjög mikill, en einhver er hann þó, og utn hann og ann- að fœrðu upplýsingar þegar þú talar við lœknitm. Varðandi nám í ferðamál- um þá erpóstinum ekki kunn- ugt um neitt slíkt nám í fjöl- braut, en hringdu einfaldlega og spyrstu fyrir. Ferðaskrifstof- an Sam vit i n uferð ir-ÍM ndsý’ti hefur nokkrutn sitmutn vetið með námskeið þar sem ferða- skrifstofustörf eru ketmd og katmski er slíkt kennt á fleiri ferðaskiifstofum, en þessi námskeið eru óhetnju vinsæl og ekki nema brot af utnsækj- endunum kemst að, auk þess setn aðeitis nokktir þeitra sem em á nátnskeiðinu fá starf í þessu að námskeiðinu loknu. Er hún að freista mín? Kæri póstur! Ég er 15 ára strákur og er að deyja úr ást út af bekkjarsystur minni. Við erum góðir vinir og ég fer lengstu leið heim til að geta verið samferða henni. í eitt skiptið sagði hún mér að hún hefði verið skotin í mér þegar við vorum í 7. bekk, við erum núna í 8. bekk. Ég roðn- aði niður í tær og var eins og asni — vissi ekkert hvað ég átti að segja. Ætli hún hafi verið að freista mín? Hvað á ég að gera? P.S. Vikan er mjög gott blað og ég er áskrifandi. Einn að deyja úr ást Pósturinn er ánægður að heyra að þú ert ánægður tneð b/aðið, en við viljutn líka vera viss utn hér á blaðinu að íþví sé alltaf efnifyrir sem flesta og erum því tneð lesendakönnun ígangi. Við viljum endilega að þú takir þátt í henni. En snúum okkur nú að aðalefninu; póstinum datt í hug að þú hefðir katmski ætl- að að segja-. 'Ætli hún hafi ver- ið að reyna mig', í staðinnfyrir að freista mín. Það þassar alla vega betur við lýsinguna á því sem gerðist. Póstinwn finnst líklegt að hún hafi verið að reyna að fá fram viðbrögð hjá þér, því með því að segja þetta er hún að segja að henni lítist vel á þig. Nú er kotnið að þér að segja henni hvað þérfinnst utn haria og drífðu nú íþví svo þósturinn fái ekki líka bréf frá henni þar setn hún spyr hvað hún eigi að gera. jSjAnjQO ma jBUJ!UB||njjsdJBAUQfs '9 'QjJJOij J0 Q!QB|g g •jsjAojij jnjsij jn66s|puBH 't? jSjAnjQO js u!Puáiu66sa '£ 'jSjAnjQO js QDjBqipis 'Z 'BUUjLU js Qjsnqpig ' i. 12. TBL. 1989 VIKAN 63 VIKAN, Pósturinn, Háaleitisbraut I.Pósthólf 5344,105 Reykjavík

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.