Vikan


Vikan - 16.11.1989, Blaðsíða 27

Vikan - 16.11.1989, Blaðsíða 27
En hún fann engan. Allir gluggar og dyr voru lokaðar. Það var því með öllu óskiljanlegt hvernig nokkur mannvera gæti barið á hurðina og opnað dyrnar og síðan sloppið. Tvisvar fundust lítil dýr í íbúðinni. Eitt sinn fúgl og leðurblaka í annað sinn. Þá voru allir gluggar harðlæstir og sömuleiðis allar dyr. En þarna var enginn reykháfúr. Reinharthjónin áttu lítinn hund, Keno að nafni. Eitt sinn ráfaði hann inn í dimmt og autt svefnherbergið en sneri allt í einu snöggt við og skreið til baka með kviðinn við gólflð, auðsjáanlega skelfingu lostinn. Það kom einnig fyrir í önnur skipti að litli hundurinn virtist verða var við einhvern ósýnilegan gest. Þá hoppaði hann upp í fangið á frú Reinhart, þar sem hann lá skjáifandi af ótta, og hárin risu á hálsi hans. Síðan fór hann að ýlffa og emja og starði út í dimmt horn. Þessi skelfing litla eftirlætisins hennar gerði frú Reinhart ljóst að hér var eitthvað dularfúllt á seyði sem hún gat ekki skilið, þótt skrifað hefði margar dularfúllar sögur. Tvær föðursystur hennar komu eitt sinn til þess að dveljast hjá henni um nætursak- ir. Um nóttina heyrði önnur þeirra létt högg á höfðagaflinn á rúmi hinnar og kveikti því ljósið. En systir hennar var steinsofandi með hendur niður með síðum. Höggin byrjuðu aftur og nú vakti hún systur sína. En nú heyrðu þær báðar hljóð, eins og verið væri að vélrita í bóka- herberginu. Það reyndist dimmt og tómt. Einn sonur Reinhartshjónanna bjó ann- ars staðar og hafði honum ekki verið sagt ifá þessum undarlegu truflunum. Hann dvaldi hjá þeim næturlangt. Snemma næsta morgun kallaði hann á móður sína og bað hana að líta á djúpar rispur kring- um þungan hægindastól sem var á nýmál- uðu gólfl fyrir ffaman herbergisdyrnar þar sem hann hafði sofið. Hann sagði móður sinni að hann hefði vaknað um nóttina og verið ískalt og hefði verið gripinn ein- hvers konar skelfingu. Þá sagðist hann hafa heyrt hávaða, eins og verið væri að færa til þungt húsgagn. í heila klukkustund brak- aði og brast í þessu. En um morguninn hafði hann svo fúndið sex þumlunga rispu á góifinu fyrir utan. Á þessu fannst engin skýring. Frú Reinhart hafði komið fýrir plöntum við anddyri hússins, þar á meðal var ein býsna stór jurt á hárri hiliu. Dag nokkurn, þegar fjölskyldan kom heim úr ökuferð, var þessi planta ekki á sínum venjulega stað. En þegar inn var komið stóð hún án pottsins á miðju dagstofúgólfinu í þrjátíu feta fjarlægð frá sínum venjulega stað. Fram að þessu hafði engum utan fjöl- skyldunnar verið sagt ffá þessum kynlegu fyrirbærum. En kvöld nokkurt í kvöldverð- arboði ákvað frú Reinhart að segja frá þessum undarlega óboðna gesti sínum. Næsta dag kom sagan í blöðunum og þar var því bætt við að margt fólk héidi að það væri öldungadeildarþingmaðurinn, sem fýrrum hefði búið í þessari íbúð, sem væri valdur að reimleikunum og einnig í gömlu skrifstofúnni sinni. Mary Reinhart var ekki sérlega ginn- keypt fyrir þessari skýringu en taldi hins vegar að hér gæti verið um að ræða ærsla- anda-fyrirbæri. En hvað sem þetta var þá fengust aldrei skýringar á þessum fúrðu- legu en meinlausu fyrirbærum. Síðar hvarflaði reyndar að frú Reinhart hvort þetta hefðu getað verið eins konar viðvar- anir því að um þetta leyti dó móðir hennar allt í einu við kringumstæður sem rithöf- undinum þóttu ótrúlegar. Fjórtán árum fyrir hinn hörmulega dauða sinn hafði móðir frú Reinhart fengið slag sem hafði gert hana næstum algjör- iega hjálparvana og auk þess hafði hún misst röddina. Þennan langa tíma hafði henni ævinlega verið hjálpað í baðkerið sitt. Hún hafði aldrei borið við að reyna að komast í það hjálparlaust. Enda kom fjöl- skyldunni saman um að það væri ómögu- legt að hún gæti hreyft lamaða limi sína nægilega til þess. En eitt kvöldið, þegar frú Reinhart var utan borgarinnar, þá skrúfaði Marie frá heita vatninu og var síðan kvödd burt. Þegar hún kom aftur nokkrum mínútum siðar var gamla konan í vatninu sjóðandi heitu og dó af afleiðingum þess. Eftir það urðu engar trufianir í íbúðinni. Eiginmaður ffú Reinhart dó árið 1912. Hann hafði haft áhuga á möguleikum á sambandi eftir dauðann og í mörg ár höfðu hjónin rannsakað sálræn fýrirbæri og lesið mikið um efúið. Síðasta bókin sem þau lásu var Hinn mannlegi persónuleiki og hvemig hann lifir líkamsdauðann eftir Frederick W. H. Myers. Þótt frú Reinhart væri treg í fýrstu ákváðu þau að lokum að reyna að hafa samband sín á milii eftir að annaðhvort væri látið. Skömmu eftir lát mannsins síns reyndi frú Reinhart þetta með miðli frá vestrænni borg sem var henni ókunnugur. Hún gerði allar venjulegar varúðarráðstafanir gegn svikum, hélt jafnvel um hendur miðilsins og kné. Næstum þegar í stað fann hún hönd þrýsta ofan á vinstri hönd sína og ferast eftir henni þangað til hún snart giftingar- hringinn hennar. Sem prófraun hafði frúin fest á sig nælu innanklæða, herdeildar- merki eiginmanns síns. Enginn hafi hugmynd um þetta eða hvar merkið væri falið nema hún sjálf. Miðillinn var ekki í transi og þegar honum var sagt firá höndinni þá stakk hann upp á því við ffú Reinhart að hún gerði ráð fyrir því að andi manns hennar væri viðstaddur og legði fýrir hann spurningar. Þótt frú Reinhart væri lítt trúuð á það samþykkti hún þetta og spurði hvað hún hefði komið með sem eitt sinn hefði til- heyrt honum. Allt í einu fann hún sér til mikillar undrunar höndina grípa um og hrista merkið. Miðillinn hefði ekki getað náð til þess, jafnvel þótt hann hefði haft lausar hendur, því frú Reinhart hélt ennþá höndum hans og hnjám. Höndin fór af staðnum en kom brátt aftur og setti eitthvað við hliðina á merkinu. Þegar hún tók það ffam uppgötvaði hún að það var rósarknappur. Árum saman reyndi hún að finna á þessu einhverja skýringu sem gæti fúll- nægt vísindalegri hugsun hennar en án árangurs. Rósarknappurinn var raunveru- legur og reyndar tókst henni að varðveita hann í iangan tíma. Hinn frægi dr. J.B. Rhine við Dukehá- skólann í Bandaríkjunum, sem hefúr sann- að vísindalega að hægt er að hafa áhrif á hreyfingar hluta með hugarafli einu saman, þekkti Mary Reinhart og fékk áhuga á sálrænni reynslu hennar og heim- sótti hana. Hún viðurkenndi fýrir honum að hún gæti trúað á tilveru ærslaanda en gæti ekld trúað því, að hinir látnu sneru aftur. Sú reynsla sem næst því komst að eyða þessari þrálátu vantrú gerðist þegar ffægur miðill, frú Eileen Garrett (sem ég hef skrif- að um ítarlega annars staðar) var í heim- sókn. Það var boð í hinni sólríku íbúð Reinharthjónanna í New York og niður umferðarinnar fýrir neðan gluggana barst þangað. Þrír synir hjónanna höfðu komið tii þess að kynnast hinum ffæga gesti og því var það eðlilegt að talið bærist að lokum að sálrænum fyrirbærum. Þetta gerðist eftir lát Reinharts læknis. Allt í einu lagði miðiilinn frá sér bollann og sagði að hún gæti reynt og séð hverju hún næði. Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og lokaði augunum. Eftir dálitla stund gerðist dáiítið sem snart frú Rein- hart og syni hennar eins og rafstraumur. Þau störðu á andlit miðilsins, eins og þau gætu ekki trúað heyrn sinni, því þau heyrðu af vörum miðilsins rödd Reinharts læknis. Hann hafði haft viss sérkenni í tali sem fjölskyldan kannaðist mætavel við og þarna heyrðu þau það öll. Síðan sagði röddin eitthvað sem frú Reinhart varð að viðurkenna að engum væri kunnugt um nema henni og hinum látna eiginmanni hennar. Röddin hljómaði nákvæmlega eins og hin kunna rödd eigin- mannsins og sagði og vitnaði til dauða síns: „Ég gerði mér ekki grein fýrir hvað hafði hent mig fýrr en þú komst inn þessa nótt og tókst í höndina á mér.“ Frú Reinhart reyndi aldrei ffamar að hafa samband við hann. Þessi fagra og fjölhæfa kona var heiðruð með Pershingorðunni frá stjórn Bandaríkj- anna og annarri orðu frá belgísku ríkis- stjórninni fyrir hugrekki það sem hún sýndi sem stríðsfréttaritari. Þá hlaut hún einnig orðu fýrir það hugrekki sem hún sýndi með því að leyfa tímaritinu Ladies Home Joumal að birta grein um baráttu hennar gegn krabbameini á þeim tíma þegar þessi sjúkdómur var yfirleitt ekki til umræðu opinberlega. Endurtekin hjartaáföll hindruðu hana í starfi sínu en þó hélt hún áfram að skrifa og lauk árið 1948 ævisögu sinni þar sem skiptast á gleði og sorg. En ef til viil sýndi hún þó mest hugrekki þegar hún opinberaði þau undarlega og óskýrðu atvik sem hér hafa verið rakin, því á hennar tímum var hæðst að öliu sem kennt var við nokkuð yfirnáttúrulegt. Sem heimsfræg persóna bauð hún byrginn at- hlægi og gagnrýni en hugrekki hennar lýsti sér í því að neita að bæla niður neitt sem henni var ljóst að væri satt, enda þótt hún gæti ekki skiiið það. Hún lést árið 1958 og hver veit nema Mary Robert Reinhart kunni nú svörin við þessum ráð- gátum. 23. TBL. 1989 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.