Vikan


Vikan - 16.11.1989, Blaðsíða 34

Vikan - 16.11.1989, Blaðsíða 34
5MA5AC5A anum, alla leið inn í borgina. Ég er að verða gamall maður, hugsaði hann. En það gerir ekkert tU. Hann eyddi næstum því öllum viðreisn- arpeningunum sínum á tveimur dögum. Sumir fóru fyrir húsaskjóli, sumir fóru fyrir nýjum fötum, fyrir mat og lestarfargjöld- um. Þegar hann kom út á brautarpallinn á Purdy’s járnbrautarstöðinni, bauð leigubíl- stjóri honum þjónustu sína. Hann sagði já og settist inn í framsætið. — Veistu hvar Cobbins búið er? spurði hann. — Nei, sagði leigubílstjórinn. - Aldrei heyrt um það. — Það var við Edge Road. — Ég hef hert um Edge Road. - Þangað þarf ég að komast. Ég skal segja þér þegar þú átt að stansa. Hann sagði honum að stansa, þegar þeir sáu litlu húsaþyrpinguna. Hann borgaði manninum og beið eftir því að hann æki burt áður en hann færi að einhverju hús- inu. Þegar bíllinn var úr sjónmáli, fór hann út af aðalbrautinni og niður eftir hliðar- götu. Ekkert var kunnuglegt en hann hafði ekki áhyggjur af því. Allt breyttist. Hnatt- staðan heldur sér. Steinar endast. Hann sá óslétta brún steinbrekkunnar framundan sér og vissi að hann var á rétt- um stað. Hann renndi sér niður af lítilli fyrirhleðslu og beygði sig í hnjánum til að draga úr fallinu. Hann var fimari fyrir tutt- ugu árum. Fyrir enda brekkunnar var bratt skóglendi og hann fór inn í það, þar sem það var þykkast. Hann braust áffam, þang- að til hann sá steinvörðuna, gamla svarta trjástofninn og staðinn þar sem hann hafði falið peningana. Hann tók að fjarlægja steinana. Þeir voru margir. Hann óttaðist ekki að upp hefði komist um felustað hans meðan hann var fjarvernadi. Sannfæring hans var sterk eins og trúin. Og þarna voru þeir enn þá í leðurkass- anum, mikið reiðufé, snyrtilega búntað eftir gildi seðlanna, örlítið rakir seðlar, en enn þá nýir á svipinn og í fúllu gildi. Hann strauk af töskunni - hún hafði kostað fjörutíu dollara, þegar hún var ný og hann flissaði þegar hann sá hvernig jörðin og tíminn voru byrjuð að vinna á brúnunum á henni. En hún var enn þá heil og sterk og stóð fyrir sínu. Hann sneri aftur upp á veginn og bar töskuna. Að þessu sinni nam hann staðar við eitt húsanna og barði dyra. Kona svar- aði, leit grunsemdaraugum á töskuna hans eins og hún byggist við söluræðu, en róað- ist, þegar hún sá snjóhvítt hárið og heyrði spruninguna. Gæti hann fengi vatnssopa að drekka? Auðvitað. Mætti hann hringja á leigubíl? Gerðu svo vel, síminn er þarna. Þetta var vingjamleg kona, ekki ung. Allt í einu varð Beggs óþægilega ljóst að Edith myndi nú vera á sama aldri. Hann náði heim í gamla hverfið í rökk- urbyrjun. Málningin á leiguhjöllunum breytti ekki útliti þeirra; hún var eins og farði á andliti skækju. Ekki mikil breyting hér, hugsaði hann; ef nokkuð, þá aðeins til hins verra. Hrörnun og fúi, tuttugu ára lag í viðbót á óhreinum gangstéttunum og byggingunum. Svo sá hann mismuninn: Þarna var komin verslun á hornið, þarna var komin auð lóð þar sem sælgætisversl- unin hafði staðið, götustrákarnir voru af öðru þjóðemi, nýtt neonljós var komið fyrir ffaman bar og matstofú Mike’s. Á neonljósinu stóð Lucky’s og þegar kvikn- aði á því snarkaði í ellinu og ljósið flökti eins og það væri í þann veginn að deyja. Hann gekk inn á barinn. Þarna hafði hann eytt löngum stundum í æsku sinni, jafhvel eftir að hann var giftur. En aðeins lengd og breidd á hnettinum var sú sama. Bar Mike’s hafði verið með grófúm, sterk- um húsgögnum, heiðarlega upplýstur, og barþjónninn var sveittur á handleggjun- um. Lucky’s var allt annars konar staður. Þarna var dimmt, of dimmt fýrir gömul augu, skreytt með krómi og lituðu gleri og hrófatildurlegri kokkteilstúlku. Þarna vom jafnvel konur: Hann sá svarta kjóla og perlufestar og heyrði hörkulegan kvenna- hlátur. Barþjónninn var í hvítum einkenn- isbúningi og hafði marðarandlit. Hann spilaði á peningakassann eins og Hamm- ond orgel. — Já? sagði barþjónninn. — Má ég hringja? sagði Beggs rámur., Fyrirlitning. — Þarna. Hann hrasaði um eitthvað, rétti úr sér, fann símaklefann. Hann fletti klunnalega í símaskránni og dáðist að því hvað hún var þykk; vínþefúrinn í kringum hann var næstum nógu sterkur til að hann fyndi til svima; hann hafði ekki rennt niður viskí- dropa í tvo áratugi. Hann fann hana í síma- skránni, Beggs Edith, nýtt númer, en heimilisfangið var hið sama. Honum lá við gráti af þakklæti í garð konu sinnar fýrir að vera þrá og stöðug. Hann fór inn í símaklefann, rak töskuna milli fóta sér, kroppaði fimm sent upp úr vasanum en sá svo að símgjaldið hafði einnig breyst. Hann náði sér í tíu senta pening en setti hann ekki í. Hann var of skjálfhentur. Hann var ekki maður fyrir þessu andartaki, gat ekki setið hér í þess- um glerklefa og hlustað á röddina frá í gær, málmkennda og líkamslausa í símatækinu. Hann fór út úr símaklefanum og svitinn bogaði af honum. Hann settist á plusstól við barinn, lagði olnbogana upp á borðið og hvíldi höfuðið í höndunum. Enginn var að drekka. Bar- þjónninn réðst á hann eins og bráð: Hvað á það að vera? sagði hann lokkandi. - Þú lítur út fýrir að þurfa einn sterkan, félagi. Beggs leit upp: - Hvað kom fýrir Mike? sagði hann. — Hvern? Glasið var fyrir framan hann; það var búið að borga fyrir það; þenslan milli hans og barþjónsins hafði minnkað. Barþjónn- inn slappaði af og sagði: — Áttu við Mike Duram, sem átti einu sinni þennan bar? - Já. — Hann er kominn undir sex fet, sagði maðurinn og benti með þumalfingrinum niður fýrir sig. — Fyrir líklega tíu árum. Ég er fjórði eigandi barsins síðan. Varstu vin- ur Mike? - Ég þekkti hann, sagði Beggs. — Fyrir langa löngu. Hann saup á glasinu sínu og drykkurinn sprakk í höfði hans eins og handsprengja. Hann hóstaði, kokaði og spýtti og féll næstum fram á mahóníborð- ið. Barþjónninn, bölvaði og færði honum vatn. — Hvað þykistu vera, spekingur? sagði hann. — Ertu að reyna að segja, að vískíið mitt sé ekki gott? — Fyrirgefðu, það er svo langt síðan ég hef fengið viskí. — Jæja, segðu öðrum en mér. Hann strunsaði burt, særður. Beggs huldi andlit- ið í höndum sér. Þá fann hann snertingu í mjóbakið. Hann sneri sér við til að sjá ódýrar, mjallhvítar perlur, grannan, mjúk- an háls, í flegnum, svörtum kjól. — Halló, afi. Ertu kvefaður eða hvað? - Það er ekkert. Hún kom og settist gegnt honum, ung, föl, falleg stúlka, hör- und hennar jafhvel hvítara en gervifestin, sem hún bar um hálsinn. — Ég er ekki vanur þessu, sagði hann. — Ég þoli ekki áfengi lengur. — Þú þarft þjálfún, sagði hún og brosti. Svo varð honum ljóst, að þetta var ekki viðvaningur; stúlkan vann þarna. Hann teygði sig í töskuhandfangið. — Vertu kyrr, afi, þú getur ekki flogið á einum væng. — Nú skil ég ekki. — Fáðu þér aftur í glasið, það verður betra næst. — Ég býst ekki við því. — Ég skal segja þér nokkuð. Þú kaupir í glas og reynir það; ef þér líkar það ekki skal ég ljúka við það fýrir þig. Þetta er eins og að fá peningana aftur, nema hvað þú ferð enga peninga. Hún hló glaðlega. Hann byrjaði að mótmæla, en þoldi ekki að sjá brosið hverfa, jafiivel þótt það væri falskt. - Allt í lagi, sagði hann rámur. Hann teygði sig niður eftir töskuhand- fanginu og greip í tómt... \ 32 VIKAN 23. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.