Vikan


Vikan - 16.11.1989, Blaðsíða 73

Vikan - 16.11.1989, Blaðsíða 73
Sætabrauðshús Frh. af bls. 64 HÚSIÐ SETT SAMAN: ■ Nú þarf að vanda sig vel og fara varlega. Reisið hliðarnar og styðjið við þær á með- an verið er að vinna með þær. Þræðið pokaloka (þessa með vírnum innan í) í gegnum götin á límbandinu og snúið upp á eins og sýnt er á myndinni. ■ Risið: Hvítir glassúrdropar eru settir á risið hér og þar og rauða hlaupinu er þrýst á sinn stað. Tvær laufskornar piparkökur, eða aðrar sem eru þannig í laginu, eru þaktar með glassúr að aftan og þeim síðan fest í miðjuna á risinu. Hringinn í kring eru festar hvítar stjörnur og í kökumiðjuna eru festir sykurhúðaðir súkkulaðimolar (Smarties eða aðrir álíka). ■ Þakskeggið: Fjórtán laufekornar kökur eru skornar í tvennt. Þykkri rönd af hvít- um glassúr sprautað eftir þakbrúninni. Kökuhelmingarnir pressaðir þar á, eins og sýnt er á myndinni, og haldið við hvern og einn þar til hann hefur fest. Á meðan kökuhelmingarnir eru að þorna alveg er hvítum stjörnum sprautað meðfram köku- röðinni og ofan á þakmæninn; setjið silf- urkúlu á hverja stömu. Kökuhelmingarnir em skreyttir eins og myndin sýnir með súkkulaðisælgæti og rauðum stjörnum. ■ Strompur: Þekið með glassúr eina og eina hlið af strompinum í einu og raðið sesambitunum þar á, eins og múrsteinum. Byrjið efst og skerið í rétta stærð eftir þörfum. Festið strompinn á þakið með þykkri rönd af glassúr. ■ Tröppur: Skerið eina smjörköku í tvennt, langsum. Setjið tvær heilar kökur við dyrnar og helmingana tvo þar ofan á. Límið saman með glassúr. Skreytið með rauðum tyggjóplötum, eins og sýnt er á myndinni. ■ Snjór: Notið báðar túðurnar, eftir því sem hentar, og sprautið glassúrsnjó og grýlukertum á þakskegg, gluggakistur og stromp. Ofan á snjóinn á strompinum eru settar rauðar sælgætiskúlur. Húsið er síðan sett á þá plötu eða bakka sem það á að standa á. ■ Ýmislegt skraut: Fyrir ofan glugga- og dyrakarmana á húsinu öllu er sprautað hvítum glassúr og á hann raðað grænum tyggjóbitum (eða öðru flötu og grænu sælgæti) þannig að þeir myndi skyggni. Á húshomin er raðað rauðum sælgætiskúl- um og þeim fest með glassúrdropum. Fyr- ir ofan hvítu skrautröndina á hurðinni er sprautað grænum stjörnum sem skreyttar eru silfurkúlum. BAKGRUNNUR: ■ Gangstétt: Bútið rauðar tyggjóplötur niður og raðið þeim þannig að þær myndi gangstétt frá dyrunum og umhverfis húsið. Smyrjið glassúr á bútana svo að þeir festist. ■ Tré: Sprautið grænum glassúr með stjörnutúðu á vöffluísform og þekið þau. Látið þorna. ■ Bekkir: Skerið kexköku í tvennt Iangs- um og aðra þversum. Festið stuttu endana undir heila kexköku með glassúr, fýrir fætur, og annan langsumhelminginn fýrir bak. Skreytið með hlaupi og glassúr. Gerið tvo bekki. ■ Sleði: Skerið kexköku í tvennt, langsum, skáskerið endana og festið bitana undir heila kexköku með glassúr. Skreytið með hlaupi, glassúr, tilbúnu blómi (köku- skrauti) og silfurkúlum. Festið á hann grænt band (sjá mynd). ■ Gjafapakkar: Búið til bönd og slaufur á tyggjóbita með glassúrnum. ■ Endapunkturinn: Sykur er notaður í kringum húsið fýrir snjó en flórsykur er sigtaður yfir húsið að lokum og því hallað aðeins á meðan til að snjórinn falli jafnt. Þú sparar með óskrift - og enn meira sparar þú ef þú greiðir áskrift- ina með VISA, sem er um leið einfaldari og þœgilegri greiðslumáti. ® Hringdu strax í síma 83122 og kynntu þér VISA-greiðslukjörin. Og mundu að á Þorláksmessu kemur Renault 19 GTS í hlut einhvers skuldlauss áskrifanda. 23. TBL. 1989 VIKAN 67 SAM-ÚTGÁFAN/VIKAN/H&H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.