Vikan


Vikan - 16.11.1989, Side 73

Vikan - 16.11.1989, Side 73
Sætabrauðshús Frh. af bls. 64 HÚSIÐ SETT SAMAN: ■ Nú þarf að vanda sig vel og fara varlega. Reisið hliðarnar og styðjið við þær á með- an verið er að vinna með þær. Þræðið pokaloka (þessa með vírnum innan í) í gegnum götin á límbandinu og snúið upp á eins og sýnt er á myndinni. ■ Risið: Hvítir glassúrdropar eru settir á risið hér og þar og rauða hlaupinu er þrýst á sinn stað. Tvær laufskornar piparkökur, eða aðrar sem eru þannig í laginu, eru þaktar með glassúr að aftan og þeim síðan fest í miðjuna á risinu. Hringinn í kring eru festar hvítar stjörnur og í kökumiðjuna eru festir sykurhúðaðir súkkulaðimolar (Smarties eða aðrir álíka). ■ Þakskeggið: Fjórtán laufekornar kökur eru skornar í tvennt. Þykkri rönd af hvít- um glassúr sprautað eftir þakbrúninni. Kökuhelmingarnir pressaðir þar á, eins og sýnt er á myndinni, og haldið við hvern og einn þar til hann hefur fest. Á meðan kökuhelmingarnir eru að þorna alveg er hvítum stjörnum sprautað meðfram köku- röðinni og ofan á þakmæninn; setjið silf- urkúlu á hverja stömu. Kökuhelmingarnir em skreyttir eins og myndin sýnir með súkkulaðisælgæti og rauðum stjörnum. ■ Strompur: Þekið með glassúr eina og eina hlið af strompinum í einu og raðið sesambitunum þar á, eins og múrsteinum. Byrjið efst og skerið í rétta stærð eftir þörfum. Festið strompinn á þakið með þykkri rönd af glassúr. ■ Tröppur: Skerið eina smjörköku í tvennt, langsum. Setjið tvær heilar kökur við dyrnar og helmingana tvo þar ofan á. Límið saman með glassúr. Skreytið með rauðum tyggjóplötum, eins og sýnt er á myndinni. ■ Snjór: Notið báðar túðurnar, eftir því sem hentar, og sprautið glassúrsnjó og grýlukertum á þakskegg, gluggakistur og stromp. Ofan á snjóinn á strompinum eru settar rauðar sælgætiskúlur. Húsið er síðan sett á þá plötu eða bakka sem það á að standa á. ■ Ýmislegt skraut: Fyrir ofan glugga- og dyrakarmana á húsinu öllu er sprautað hvítum glassúr og á hann raðað grænum tyggjóbitum (eða öðru flötu og grænu sælgæti) þannig að þeir myndi skyggni. Á húshomin er raðað rauðum sælgætiskúl- um og þeim fest með glassúrdropum. Fyr- ir ofan hvítu skrautröndina á hurðinni er sprautað grænum stjörnum sem skreyttar eru silfurkúlum. BAKGRUNNUR: ■ Gangstétt: Bútið rauðar tyggjóplötur niður og raðið þeim þannig að þær myndi gangstétt frá dyrunum og umhverfis húsið. Smyrjið glassúr á bútana svo að þeir festist. ■ Tré: Sprautið grænum glassúr með stjörnutúðu á vöffluísform og þekið þau. Látið þorna. ■ Bekkir: Skerið kexköku í tvennt Iangs- um og aðra þversum. Festið stuttu endana undir heila kexköku með glassúr, fýrir fætur, og annan langsumhelminginn fýrir bak. Skreytið með hlaupi og glassúr. Gerið tvo bekki. ■ Sleði: Skerið kexköku í tvennt, langsum, skáskerið endana og festið bitana undir heila kexköku með glassúr. Skreytið með hlaupi, glassúr, tilbúnu blómi (köku- skrauti) og silfurkúlum. Festið á hann grænt band (sjá mynd). ■ Gjafapakkar: Búið til bönd og slaufur á tyggjóbita með glassúrnum. ■ Endapunkturinn: Sykur er notaður í kringum húsið fýrir snjó en flórsykur er sigtaður yfir húsið að lokum og því hallað aðeins á meðan til að snjórinn falli jafnt. Þú sparar með óskrift - og enn meira sparar þú ef þú greiðir áskrift- ina með VISA, sem er um leið einfaldari og þœgilegri greiðslumáti. ® Hringdu strax í síma 83122 og kynntu þér VISA-greiðslukjörin. Og mundu að á Þorláksmessu kemur Renault 19 GTS í hlut einhvers skuldlauss áskrifanda. 23. TBL. 1989 VIKAN 67 SAM-ÚTGÁFAN/VIKAN/H&H

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.