Vikan


Vikan - 16.11.1989, Page 80

Vikan - 16.11.1989, Page 80
ólasmákökur fyrir alla í fjölskuldunni Teskeiðakökur Grunnuppskrift 1 bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/4 tsk. salt 1/2 bolli smjör eða smjör- líki, mjúkt 1/2 boÚi sykur 1/3 bolli púðursykur 1 egg 1/2 tsk. vanilla 11/2 bolli möndlur, saxaðar 2/3 bolli haframjöl 1/4 bolli sætur engifer Hitið ofiiinn í 175° C. Smyrj- ið bökunarplöturnar lítillega. Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti og salti. Þeytið saman smjör/smjörlíki og sykur þar til það er létt og ljóst. Þeytið egginu saman við, ásamt vin- illu. Blandið þurrefnunum út í smám saman. Setjið með teskeið á plötu, hafið um 2 cm á milli. Bakið í 12-15 mínútur. Kælið alveg á bökunargrind. Uppáhald barnanna Minnkið hveiti niður í 3/4 bolla. Bætið 1/4 bolla af kakói við þurrefhin. Aukið sykurinn upp í 1 bolla og sleppið púð- ursykri. Sleppið haframjöli, möndlum og engifer. Hrærið 2 bollum af Smarties eða öðru álíka sælgæti út í deigið. Bakið. Þrefaldar súkkulaðikökur Minnkið hveitið niður í 3/4 bolla. Bæþð 1/4 bolla af kakói við þurrefnin. Aukið sykurinn upp í 1 bolla og sleppið púð- ursykrinum. Minnkið hneturn- ar niður í 1/2 bolla og hrærið þeim út í deigið ásamt 1 bolla af söxuðu myntsúkkulaði og 100 gr af grófsöxuðu hvítu súkkulaði. Sleppið haframjöli og engifer. Baldð. 74 VIKAN 23. TBL. 1989 Kirsuber og hvítt súkkulaði Sleppið möndlunum, hafra- mjöli og engifer. Hrærið 11/2 bolla af söxuðum valhnetum út í, 200 gr af grófsöxuðu hvítu súkkulaði og 1/2 bolla af söxuðum niðursoðnum kirsu- berjum. Bakið. Sykurkökur Grunnuppskrift 2 1/2 bolli hveiti 1/4 tsk. salt 1 bolli smjör, mjúkt 1 bolli sykur 1 egg 1 1/2 tsk. rifinn sítrónu- börkur 1/2 tsk. vanilla Glassúr til skrauts ef vill Blandið saman hveiti og salti í skál. Þeytið sykur og smjör þar til létt og ljóst. Þeyt- ið egginu saman við, sítrón- uberki og vanillu. Þurrefnin hrærð saman við. Lokið skál- inni og geymið inni í ísskáp yfir nótt. Hitið ofhinn í 180° C. Smyrj- ið 4 bökunarplötur. Vinnið með hluta af deiginu í einu en það er flatt út (plast haft undir og ofan á) þar til deigið er 1/4 cm á þykkt. Skorið út með kökumótum. Bakað í 8-10 mínútur eða þar til kantarnir eru orðnir gullinbrúnir. Kælt á kökugrind. Skreytið kökurnar að vild. (Glassúruppskrift með sætabrauðshúsinu ). Jólatré Skerið tré út úr deiginu og bakið. Búið til glassúr til að skreyta trén með: þeytið sam- an 2 bolla af flórsykri, 2 msk. af mjúku smjöri, 2 msk. af mjólk, 1 msk. af limesafa (eða sítr- ónusafa) 1 tsk. rifinn lime- börk og örlítið salt, þar til þetta er mjúkt og gott að smyrja. Smyrjið kökumar og skreytið með skrautsykri, eða öðru kökuskrauti. Kanildúfur Sleppið sítrónuberkinum og aukið vanillu upp í 1 tsk. Sker- ið dúfur (fugla) úr deiginu. Smyrjið kökumar með smá- vegis af eggjahvítu. Stráið yfir þær kanilsykri. Sprautið glass- úr á kökumar til skrauts. (Uppskrift með sætabrauðs- húsi). Sultukökur Skerið kringlóttar kökur úr deiginu, skerið gat í miðjuna á helminginn af óbökuðu kökunum. Kælið. Setjið 1/2 tsk. af hindberjasultu í miðj- una á hverri hinna, berið hrært egg á kantana. Setjið götótta köku ofan á. Pressið kantana létt saman. Stráið sykri yfir og bakið í 15-17 mínútur. Kexkökur Grunnuppskrift 1 bolli smjör, mjúkt 3/4 bolli flórsykur, sigtaður 2 1/2 bolli hveiti 1 eggjahvita skrautsykur, ef vill Ofininn hitaður í 175° C. Þeytið saman smjör og sykur þar til það er iétt og ljóst. Bætið hveitinu í, smátt og smátt. Hnoðið deigið síðan iéttilega og skiptið því í tvennt. Pakkið öðmm helmingnum inn og geymið inni í ísskáp. Fletjið hinn helminginn út, hafið plast undir og ofan á, þar til um 1/2 cm þykkt. Skerið út kringlóttar kökur. Hafið um 2 cm á milli þeirra á ósmurðri bökunar- plötunni. Stingið í kökurnar með gafíli. Ef deigið er orðið of mjúkt, látið kökurnar þá harðna inni í ísskáp þar til þær em bakaðar. Bakið í 12-15 mínútur, eða þar til þær em rétt aðeins ljósbrúnar. Kælið á kökugrind. Köntunum má dýfa í eggjahvítu og síðan skraut- sykur ef vill. Marsipanbitar Hitið ofininn í 180° C. Notið 1/2 bolla af sykri í stað flórsyk- urs og þeytið 1 eggjarauðu saman við smjör- og sykur- blönduna. Hnoðið ekki. Smyrj- ið deiginu jafnt í rúllutertu- form eða á pappírsklædda bökunarplötu. Bakið í 20 mín- útur. Kælið á kökugrind í 5 mínútur. Útbúið marsipan- kremið. Hrærið saman 1 1/4 bolla af mjúku smjöri, 240 gr af marsipani og 1 bolla af sykri þar til biandan verður létt og Ijós. Þeytið þá saman við 5 eggjum, 1 tsk. vanillu og 6 dropum af grænum matarlit. Blandið saman 3/4 bolla af hveiti og 2 msk. af kartöflu- mjöli og hrærið varlega saman við blönduna. Smyrjið yfir kökubotninn 1/2 bolla af niðursoðnum ferskjum eða ferskjumauki. Þá er marsipan- blöndunni smurt yfir og bakað í 25-30 mínútur í viðbót, þar til kakan er orðin ljósbrún. Kæl- ið kökuna á plötunni. Þegar þetta er orðið kalt er bráðnu súkkulaði smurt yfir (um 100 g). Kælið þar til súkkulaðið hef- ur harðnað. Skerið í lida fem- inga. Apríkósutíglar Notið 1/2 bolia af sykri í stað flórsykurs og þeytið 1 eggjarauðu saman við smjör- sykurblönduna. Hnoðið ekki. Smyrjið deiginu í rúllutertu- form eða á bökunarplötu og bakið í 20-25 mínútur. Kælið í 5 mínútur. Búið til efra lagið: blandið saman 1/2 bolla af hveiti, 1/2 bolla (þéttfúllum) af púðursykri og 1/2 tsk. af kanil. Klípið smjörið saman við þar til blandan líkist grófri brauðmylsnu. Hrærið 1 1/2 bolla af valhnetum saman við. Smyrjið botninn með 1 kxukku af apríkósusultu (150 gr). Stráið hnetublöndunni yfir. Bakið í 20-25 mínútur til við- bótar. Kælið og skerið síðan í tígla. Heslihnetu- stjörnur Blandið fínsöxuðum, ristuð- um og afhýddum heslihnetum út í deigið. Skerið stjörnur út úr deiginu. Marengskökur Grunnuppskrift 2 eggjahvítur, við stofúhita 1/4 tsk. „Cream of tartar" 1/8 tsk. salt 1/2 bolli sykur 1 tsk. vanilla 3 dropar möndludropar Ofhinn hitaður í 100° C. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Sykurinn þeyttur saman við, smátt og smátt. Síðan er öðru blandað varlega saman við. Einnig má setja örfáa dropa af matarlit út í ef kökurnar eiga að vera í lit. Kökunum er sprautað á bökunarpappírs- klæddar plötur, að iögun eftir vild. Bakaðar í 1 klst og 15 mínútur. Kældar á kökugrind. Kökurnar má skreyta með súkkulaði og skrautsykri eftir smekk. Einnig breyta bragðinu t.d. með því að setja kanil eða piparmyntudropa í stað vanillu og möndludropa.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.