Vikan


Vikan - 16.11.1989, Blaðsíða 80

Vikan - 16.11.1989, Blaðsíða 80
ólasmákökur fyrir alla í fjölskuldunni Teskeiðakökur Grunnuppskrift 1 bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/4 tsk. salt 1/2 bolli smjör eða smjör- líki, mjúkt 1/2 boÚi sykur 1/3 bolli púðursykur 1 egg 1/2 tsk. vanilla 11/2 bolli möndlur, saxaðar 2/3 bolli haframjöl 1/4 bolli sætur engifer Hitið ofiiinn í 175° C. Smyrj- ið bökunarplöturnar lítillega. Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti og salti. Þeytið saman smjör/smjörlíki og sykur þar til það er létt og ljóst. Þeytið egginu saman við, ásamt vin- illu. Blandið þurrefnunum út í smám saman. Setjið með teskeið á plötu, hafið um 2 cm á milli. Bakið í 12-15 mínútur. Kælið alveg á bökunargrind. Uppáhald barnanna Minnkið hveiti niður í 3/4 bolla. Bætið 1/4 bolla af kakói við þurrefhin. Aukið sykurinn upp í 1 bolla og sleppið púð- ursykri. Sleppið haframjöli, möndlum og engifer. Hrærið 2 bollum af Smarties eða öðru álíka sælgæti út í deigið. Bakið. Þrefaldar súkkulaðikökur Minnkið hveitið niður í 3/4 bolla. Bæþð 1/4 bolla af kakói við þurrefnin. Aukið sykurinn upp í 1 bolla og sleppið púð- ursykrinum. Minnkið hneturn- ar niður í 1/2 bolla og hrærið þeim út í deigið ásamt 1 bolla af söxuðu myntsúkkulaði og 100 gr af grófsöxuðu hvítu súkkulaði. Sleppið haframjöli og engifer. Baldð. 74 VIKAN 23. TBL. 1989 Kirsuber og hvítt súkkulaði Sleppið möndlunum, hafra- mjöli og engifer. Hrærið 11/2 bolla af söxuðum valhnetum út í, 200 gr af grófsöxuðu hvítu súkkulaði og 1/2 bolla af söxuðum niðursoðnum kirsu- berjum. Bakið. Sykurkökur Grunnuppskrift 2 1/2 bolli hveiti 1/4 tsk. salt 1 bolli smjör, mjúkt 1 bolli sykur 1 egg 1 1/2 tsk. rifinn sítrónu- börkur 1/2 tsk. vanilla Glassúr til skrauts ef vill Blandið saman hveiti og salti í skál. Þeytið sykur og smjör þar til létt og ljóst. Þeyt- ið egginu saman við, sítrón- uberki og vanillu. Þurrefnin hrærð saman við. Lokið skál- inni og geymið inni í ísskáp yfir nótt. Hitið ofhinn í 180° C. Smyrj- ið 4 bökunarplötur. Vinnið með hluta af deiginu í einu en það er flatt út (plast haft undir og ofan á) þar til deigið er 1/4 cm á þykkt. Skorið út með kökumótum. Bakað í 8-10 mínútur eða þar til kantarnir eru orðnir gullinbrúnir. Kælt á kökugrind. Skreytið kökurnar að vild. (Glassúruppskrift með sætabrauðshúsinu ). Jólatré Skerið tré út úr deiginu og bakið. Búið til glassúr til að skreyta trén með: þeytið sam- an 2 bolla af flórsykri, 2 msk. af mjúku smjöri, 2 msk. af mjólk, 1 msk. af limesafa (eða sítr- ónusafa) 1 tsk. rifinn lime- börk og örlítið salt, þar til þetta er mjúkt og gott að smyrja. Smyrjið kökumar og skreytið með skrautsykri, eða öðru kökuskrauti. Kanildúfur Sleppið sítrónuberkinum og aukið vanillu upp í 1 tsk. Sker- ið dúfur (fugla) úr deiginu. Smyrjið kökumar með smá- vegis af eggjahvítu. Stráið yfir þær kanilsykri. Sprautið glass- úr á kökumar til skrauts. (Uppskrift með sætabrauðs- húsi). Sultukökur Skerið kringlóttar kökur úr deiginu, skerið gat í miðjuna á helminginn af óbökuðu kökunum. Kælið. Setjið 1/2 tsk. af hindberjasultu í miðj- una á hverri hinna, berið hrært egg á kantana. Setjið götótta köku ofan á. Pressið kantana létt saman. Stráið sykri yfir og bakið í 15-17 mínútur. Kexkökur Grunnuppskrift 1 bolli smjör, mjúkt 3/4 bolli flórsykur, sigtaður 2 1/2 bolli hveiti 1 eggjahvita skrautsykur, ef vill Ofininn hitaður í 175° C. Þeytið saman smjör og sykur þar til það er iétt og ljóst. Bætið hveitinu í, smátt og smátt. Hnoðið deigið síðan iéttilega og skiptið því í tvennt. Pakkið öðmm helmingnum inn og geymið inni í ísskáp. Fletjið hinn helminginn út, hafið plast undir og ofan á, þar til um 1/2 cm þykkt. Skerið út kringlóttar kökur. Hafið um 2 cm á milli þeirra á ósmurðri bökunar- plötunni. Stingið í kökurnar með gafíli. Ef deigið er orðið of mjúkt, látið kökurnar þá harðna inni í ísskáp þar til þær em bakaðar. Bakið í 12-15 mínútur, eða þar til þær em rétt aðeins ljósbrúnar. Kælið á kökugrind. Köntunum má dýfa í eggjahvítu og síðan skraut- sykur ef vill. Marsipanbitar Hitið ofininn í 180° C. Notið 1/2 bolla af sykri í stað flórsyk- urs og þeytið 1 eggjarauðu saman við smjör- og sykur- blönduna. Hnoðið ekki. Smyrj- ið deiginu jafnt í rúllutertu- form eða á pappírsklædda bökunarplötu. Bakið í 20 mín- útur. Kælið á kökugrind í 5 mínútur. Útbúið marsipan- kremið. Hrærið saman 1 1/4 bolla af mjúku smjöri, 240 gr af marsipani og 1 bolla af sykri þar til biandan verður létt og Ijós. Þeytið þá saman við 5 eggjum, 1 tsk. vanillu og 6 dropum af grænum matarlit. Blandið saman 3/4 bolla af hveiti og 2 msk. af kartöflu- mjöli og hrærið varlega saman við blönduna. Smyrjið yfir kökubotninn 1/2 bolla af niðursoðnum ferskjum eða ferskjumauki. Þá er marsipan- blöndunni smurt yfir og bakað í 25-30 mínútur í viðbót, þar til kakan er orðin ljósbrún. Kæl- ið kökuna á plötunni. Þegar þetta er orðið kalt er bráðnu súkkulaði smurt yfir (um 100 g). Kælið þar til súkkulaðið hef- ur harðnað. Skerið í lida fem- inga. Apríkósutíglar Notið 1/2 bolia af sykri í stað flórsykurs og þeytið 1 eggjarauðu saman við smjör- sykurblönduna. Hnoðið ekki. Smyrjið deiginu í rúllutertu- form eða á bökunarplötu og bakið í 20-25 mínútur. Kælið í 5 mínútur. Búið til efra lagið: blandið saman 1/2 bolla af hveiti, 1/2 bolla (þéttfúllum) af púðursykri og 1/2 tsk. af kanil. Klípið smjörið saman við þar til blandan líkist grófri brauðmylsnu. Hrærið 1 1/2 bolla af valhnetum saman við. Smyrjið botninn með 1 kxukku af apríkósusultu (150 gr). Stráið hnetublöndunni yfir. Bakið í 20-25 mínútur til við- bótar. Kælið og skerið síðan í tígla. Heslihnetu- stjörnur Blandið fínsöxuðum, ristuð- um og afhýddum heslihnetum út í deigið. Skerið stjörnur út úr deiginu. Marengskökur Grunnuppskrift 2 eggjahvítur, við stofúhita 1/4 tsk. „Cream of tartar" 1/8 tsk. salt 1/2 bolli sykur 1 tsk. vanilla 3 dropar möndludropar Ofhinn hitaður í 100° C. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Sykurinn þeyttur saman við, smátt og smátt. Síðan er öðru blandað varlega saman við. Einnig má setja örfáa dropa af matarlit út í ef kökurnar eiga að vera í lit. Kökunum er sprautað á bökunarpappírs- klæddar plötur, að iögun eftir vild. Bakaðar í 1 klst og 15 mínútur. Kældar á kökugrind. Kökurnar má skreyta með súkkulaði og skrautsykri eftir smekk. Einnig breyta bragðinu t.d. með því að setja kanil eða piparmyntudropa í stað vanillu og möndludropa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.