Vikan - 22.02.1990, Side 30
5MÁ5AC5A
ingunum, en spænskuforði minn dugði
ekki. Ég virtist vera búin að gleyma því
litla sem ég kunni. Það eina sem ég gat
sagt var: - Þér getið ekki...þetta er barnið
yðar...ég bið yður...ég get þetta ekki.
Hún fómaði höndum til himins, eins og
í uppgjöf og orðin flæddu af vörum
hennar. Svo lét hún armana falla niður
með hliðunum og leit aftur á mig. Ég sá
uppgjöf í augum hennar. Hún hafði tekið
ákvörðun. Litli sonur hennar átti að eignasí
betri ævi en þau hin, hún vildi tryggja
framtíð hans.
En ég hafði ekki tekið neina ákvörðun.
Þetta var ekki hægt að ákveða á tíu mínút-
um, ekki einu sinni á tíu dögum. Ég vissi
vel að hver mínúta sem leið var sem heil
eilífð í augum hennar, en ég vissi ekki
hvað ég átti að gera. Og ég átti bágt með
að sleppa honum.
í örvæntingu minni fór ég að hugsa um
lífsglöðu konuna frá Skáni, sem bjó á hót-
elinu okkar. Hvað myndi hún gera, ef hún
væri í mínum sporum? Án efa hefði hún lit-
ið á sígaunakonuna með fyrirlitningu og
gengið burt, heim í öryggi og lúxustilveru
hótelsins. Svo hefði hún eflaust sagt frá
þessu ævintýri við barinn, til að skemmta
hinum hótelgestunum. Allir hefðu horft á
hana, og ég líka, og haldið að hún væri að
skrökva eða að hún hefði orðið sér úti um
sólsting. Það hefði örugglega enginn trúað
sögu hennar.
Ég var líka viss um að allar konur, sama
af hvaða þjóðerni, hefðu hagað sér eins og
ég ímyndaði mér að sú skánska hefði gert.
Hvers vegna gat ég ekki gert slíkt hið
sama? Hvers vegna stóð ég þarna eins og
rótgróin í þessari uppþurrkuðu jörð?
Hvaða örlög voru það sem höfðu leitt okk-
ur þessar tvær konur saman, konu sem átti
sér ekki heitari ósk en að verða móðir og
hina sem í neyð sinni fannst hún neydd til
að selja afkvæmi sitt?
Ég óskaði þess heitt og innilega að Kurt
væri hjá mér til að losa mig undan þessari
hræðilegu ábyrgð svo ég gæti gengið burt
og gleymt þessu atviki. En Kurt sat örugg-
lega á svölunum og sólaði sig, ef hann var
þá kominn á fætur.
— Takið hann með yður, senora, sagði
konan aftur og nú var hún ekki lengur
biðjandi, miklu fremur skipandi. — Takið
drenginn og látið hann fá tækifæri til að al-
ast upp, svo hann geti orðið hamingjusam-
ur maður, takið hann með yður...
Ég fann að ég var hrædd við konuna.
Hún hafði eitthvert einkennilegt vald yfir
mér, ekki eingöngu vald þeirra fátæku og
soltnu yflr samvisku þeirra sem höfðu nóg
til alls. Þetta var einhver dulrænn máttur,
vald yfir mér persónulega vegna þess að
hún fann að ég var búin að taka þetta bam
að hjarta mínu, bamið, sem hún hafði alið
og leið nú sálarkvalir yflr vegna þess að
hún sá enga leið til að skapa því
mannsæmandi líf. í raun og vem var hún
ríka konan en ég betlarinn.
Mér fannst drengurinn þyngjast í faðmi
mínum, hann var að sofha og virtist svo ör-
uggur og sæll. Það var eins og hver taug í
líkama mínum krefðist þess að ég héldi
þessu barni hjá mér og mér fannst ekki að
ég gæti látið hann frá mér, nema þá gegn
vilja mínum. Mér fannst þetta barn vera
háð mér, mér fannst ég vera móðir þess.
Eitt af herbergjunum í íbúð okkar not-
uðum við sem gestaherbergi, en í rauninni
hafði það verið ætlað sem barnaherbergi.
Við Kurt höfðum aðeins verið gift í þrjú ár
og það var engin ástæða til að halda að við
ættum ekki eftir að eignast böm, en þegar
ég fór inn í þetta herbergi hafði ég það
alltaf á tilflnningunni að eitthvað vantaði í
líf okkar. Ótrúlega oft var ég í huganum
búin að búa þetta herbergi skemmtilegum
húsgögnum fyrir lítið barn og oft hafði ég
séð í anda litla vem í fallegum náttfötum,
hlaupa þar um. Nú sá ég Paquito fyrir mér
í ljósbláum náttfötum. Mér fannst á þessu
augnabliki sem ekkert væri eðlilegra en
Paquito ætti heima í þessu herbergi.
Tár blinduðu mig, þegar ég fálmaði nið-
ur í töskuna mína eftir þúsund peseta
seðli. Ég veit ekki hvort tár vom í augum
hinnar konunnar en baksvipur hennar bar
vott um sára sorg og það þurfti ekki mikið
ímyndunarafl til að skilja það tómarúm
sem var í hjarta hennar og hefði mátt líkja
við dauðann.
Mér er ómögulegt að lýsa því ástandi
sem ég var í þegar ég gekk aftur í áttina til
bæjarins, ég hafði aldrei áður fundið fyrir
neinu slíku. Hvað skyldi Kurt segja?
Hvernig gat maður búist við að eiginmað-
ur tæki því að konan hans færi ein í
leiðangur á þriðja degi sumarffísins og
kæmi til baka með barn? Skyldi hann koma
barninu fýrir hjá hótelstjóranum og fara
með konuna til sálffæðings?
Maðurinn minn var í raun ekkert sér-
staklega sjálfselskur en hann hafði aldrei
orðið fyrir neinum erfiðleikum í lífinu og
var kannski eftirlætisbarn. Við höfðum
bæði átt skemmtilega og áhyggjulausa
æsku og ffam að þessu hafði lífið farið vel
með okkur. Við vorum heilbrigð, höfðum
ágætis afkomu og hjónaband okkar var
mjög hamingjusamt. Líklega höfðum við
aldrei gert okkur grein fýrir því að fýrir
utan okkar sjóndeildarhring væri allt önn-
ur veröld, veröld þar sem baráttan fyrir
daglegu brauði gat orðið til þess að mann-
legar tilfinningar köfnuðu við stritið.
Hjartað bærðist í brjósti mér þegar ég
kom auga á glæsilega ffamhlið hótelsins; ef
ég hefði haft í eitthvert annað hús að
venda hefði ég snúist á hæl og hlaupið burt.
Ég sniglaðist áfram að anddyrinu og þegar
ég kom inn í forsalinn fannst mér hnén
vera alveg að gefa sig. Mér til mikils léttis
sá ég að dyravörðurinn var önnum kafinn
við að sinna fólki sem var að koma. Enginn
virtist taka eftir mér, svo ég smeygði mér
framhjá með litla, hlýja böggulinn í fangi
mínu. Á fyrstu hæð varð ég að nema staðar
til að ná andanum. Paquito var þungur og
mér fannst hann eitthvað ffamandlegur
hér á þessum stað. Hvað átti ég að gera ef
Kurt afcegði með öllu að taka barnið?
Hvernig átti ég þá að fara að því að finna
sígaunakonuna; ég vissi hvorki hvað hún
hét né hvar hún átti heima og síðast en
ekki síst hafði ég ekki kjark til að standa
andspænis henni og skila drengnum.
Ég komst óséð upp á þriðju hæð þar
sem herbergi okkar var. Ég sá að margar
dyr stóðu opnar og ég heyrði alls staðar
mannamál en ég sá engan. Gegnum hávað-
ann í ryksugum heyrði ég spænskan ástar-
söng; það var að öllum líkindum Maria
Carmen, herbergisþernan, glaðlynd ung
stúlka sem hafði mikið yndi af sorglegum
ástarvísum. Nú átti ég aðeins eftir nokkur
skref að herbergi okkar. Ég var vesældar-
leg þegar ég læddist eftir ganginum. Ég gat
ekki gengið beint inn í herbergið til
mannsins míns með dökkhært smábarn í
fanginu og látið eins og það hefði fallið af
himnum — Hvað átti ég að gera?
Allt í einu fékk ég snilldarhugmynd.
Herbergisþernan. Maria Carmen myndi
ábyggilega hjálpa mér út úr þessum vand-
ræðum! Hún varð að gera það! Ég andaði
djúpt og gekk rösklega að strauherberg-
inu.
Söngurinn hætti þegar ég birtist í dyrun-
um, og stúlkan horfði til skiptis á mig og
byrði mína. Eftir bestu getu gerði ég henni
skiljanlegt hvað hafði gerst. Undrunarsvip-
urinn á andliti hennar varð allt í einu að
glaðlegu brosi. Mér létti svo við það hve
stúlkan tók þessu vel að ég fór að hlæja
eins og kjáni. Hún tók undir hláturinn og
kitlaði Paquito í magann svo andlitið á
honum varð að einu tannlausu brosi, út
undir eyru og hann hjalaði af ánægju. Mar-
ia Carmen var fljót að komast inn í málið,
hún lofaði mér því að gæta drengsins með-
an ég bjargaði málunum; hún varð meira
að segja himinlifandi að fá einhverja til-
breytni í daglegt líf. Ég fékk henni peninga
fýrir pela, mjólk, bleium og yfirleitt því
sem nauðsynlegt var svona litlum manni.
Ég kyssti Paquito á mjúka kinnina og hljóp
svo til herbergis míns.
Kurt sat úti á svölunum og skrifaði á
póstkort. Hann leit hlæjandi upp þegar
hann sá mig. - Jæja, þarna ertu þá komin.
Ég var orðinn hræddur um að einhver
svarthærður karlmaður með flauelsaugu
væri búinn að fanga þig. Má ég sjá framan
í þig? Hvaðan kemur þessi glampi í fellegu
augun þín? Ne-hei, reyndu ekki að þræta,
ljósið mitt. — Það sést langar leiðir að þú
hefur lent í einhverju ævintýri.
— Það er þá best að ég skrifti, sagði ég
og ég var sjálf hissa á því hvað ég var róleg.
— Ég hitti sígaunakonu í þorpinu og átti
við hana skemmtilegt samtal.
Hann lyfti brúnum, nokkuð undrandi: —
Jæja, las hún í lófa þinn? Spáði hún þér
langlífi, tíu bömum og tuttugu bamabörn-
um?
Orð hans gerðu mig bæði hrædda og
hugsandi. - Elskar þú mig ennþá? spurði
ég, eins og til að fí eitthvert haldreipi.
— En sú spurning, sagði hann og dró
mig niður á hné sér. — Finnur þú það ekki?
Nú var ég búin að missa af tækifærinu til
að segja honum frá Paquito. Ég gat ekki
sagt honum það, þegar hann var svona
glaður. Svo er líka ekki hollt að koma
30 VIKAN 4. TBL. 1990