Vikan - 22.02.1990, Qupperneq 31
mönnum í geðshræringu á fastandi maga.
Ég ætlaði að bíða fram yfir morgunverð.
En þegar við yfirgáfum borðsalinn gat
ég heldur ekki fengið mig til að segja hon-
um frá þessu. Kurt var svo kátur og ham-
ingjusamur að ég gat ekki hugsað mér að
eyðileggja það fyrir honum.
Við fórum niður að ströndinni, syntum
og lékum okkur, eins og krakkar, og lögð-
umst svo á handklæðin okkar til að hvíla
okkur í sólinni. Enska fjölskyldan sem bjó
í herberginu við hliðina á okkur var þarna
rétt hjá. Við kinkuðum kolli til þeirra.
Foreldrarnir litu út fyrir að vera miðaldra,
en barn þeirra, lítil, Ijóshærð stúlka, gat
verið sex til sjö ára. Ég herpti saman var-
irnar þegar ég sá að hún var með sólhatt á
höfðinu. Ég var búin að hlusta á það á
hverjum morgni hvernig móðir hennar
píndi hana til að hafa þennan hatt hvernig
sem barnið reyndi að komast hjá því. Ég
hugsaði með mér að litli fóstursonur minn
sem svaf vært í þvottakörfúnni hjá Mariu
Carmen skyldi aldrei verða píndur til að
fara í þau föt sem hann hefði andstyggð á.
Hann átti að fá að vera frjáls sem fúglinn,
eða að vera það sem hann var — sígauni.
Allt í einu sá ég fyrir mér augu konunnar,
sem seldi mér barnið, mér fannst þessi
augu horfa ásakandi á mig og að þau
myndu gera það til eilífðar.
Kurt hafði blundað, svo hann tók ekkert
eftir því að ég læddist í burtu. Heitur sand-
urinn brenndi iljar mínar, þegar ég gekk
upp götuna að hótelinu. Skammt frá var
þyrping smábúða og þar var hægt að
kaupa allt mögulegt fyrir utan minjagrip-
ina.
Maria Carmen varð himinlifandi þegar
hún sá það sem ég hafði keypt. Þar á meðal
ljósbláan gallann með hvíta krosssaumin-
um. Hún var ekki lengi að rífa Paquito úr
fatagörmunum og klæða hann í fötin. Paq-
uito sparkaði og hjalaði af ánægju, rétt eins
og hann vissi það sjálfúr að hann líktist litl-
um prinsi.
Með ýmiss konar brögðum náði ég því
að líta til hans þrisvar í viðbót fyrir hádegi.
í síðasta skiptið lá hann vakandi og horfði á
mig stórum, opnum augum. Mér fannst
sem svört augu hans væru að ásaka mig
fyrir að láta hann liggja svona einan og ég
lyfti honum upp og gældi við hann. — Bráð-
um — bráðum ætla ég að segja Kurt ffá þér,
— ekki Kurt, heldur pabba. Eftir stundar-
korn áttu bæði mömmu og pabba, Paq-
uito, og heimili, reglulega fallegt heimili.
Þú skalt alltaf fá allt sem þú þarfnast...
Ég fann það á mér að hann vissi að ég
elskaði hann, eiginlega eins og þegar dýr
vita af vináttu.
Þegar við vorum að enda við hádeg-
isverðinn, sagði Kurt: - Þú ert eitthvað
óvenjulega hljóðlát. Um hvað ertu að
hugsa?
Ég hrökk við. - Ég var bara að hugsa um
þetta yndislega og miskunnarlausa land,
svaraði ég og dró seiminn.
— Miskunnarlausa?
- Já. Fyrir suma er það miskunnarlaust.
Meðan við ferðafólkið lifum í vellysting-
5MÁ5AC5A
um, hálfsveltur fólkið í landinu, hér rétt
hjá okkur. Þetta er svo mikið óréttlæti að
maður fer samviskubit þegar maður hugs-
ar um það.
— Heyrðu mig nú tilfinningaríka stúlkan
mín, sagði Kurt blíðlega og drakk úr glas-
inu sínu.
— Kurt, sagði ég - hvað myndir þú gera
ef, - ef...
- Já?
— Segjum svo að þú værir ógurlega fá-
tæk móðir, sem hefðir sex já, jafhvel tíu
munna að metta og vissir ekkert hvernig
þú ættir að fá mat til þess, bara einn dag.
Myndir þú geta hugsað þér að...að...selja
eitt af börnum þínum? Til þess að barnið
ætti betri ævi í vændum og til að fá pen-
inga fýrir mat handa hinum...
Mér er ómögulegt
að lýsa þvl ástandi
sem ég var í þegar
ég gekk aftur i átt-
ina til bæjarins, ég
haf ði aldrei f undið
fyrir neinu slíku...
Hann hló. — Ég á dálítið erfitt með að
setja sjálfan mig í spor móður, sem væri í
slíkum vandræðum. Þú verður að fyrirgefa
mér að ég fylgist ekki rétt vel með.
— Þá skulum við setja dæmið öðruvísi
upp. Hugsaðu þér að þessi vesalings móðir
kæmi til mín og... spyrði mig hvort ég vildi
ekki kaupa af henni barn? Fyndist þér það
vera hræðilegt, siðferðislega séð, e£..
Hann hætti ekki að brosa en það kom
einhver hugsandi glampi í augu hans. — Þú
ert alltof veiklunduð, vina mín. Hjarta þitt
er alltof meyrt. Það er kannski þess vegna
sem ég elska þig svo heitt og að þú höfðar
til verndartilfinningarinnar í mér. En hvers
vegna talarðu svona mikið um eitthvað
svona óraunverulegt, vina mín? Kaupa
barn! Þetta er hreinlega sjúklegt hug-
myndaflug sem þú hefir. Og þótt slíkt og
þvílíkt væri hugsanlegt og framkvæman-
legt, myndi það gera hvorugan aðilann
hamingjusamari, nema þá um stundarsak-
ir. Um slík vandamál verður alltaf að fjalla
á allt öðrum grundvelli, þjóðfélagslega,
fjárhagslega og þar fram eftir götunum.
Bros hans var orðið innilegra. Það var
hvorki föðurlegt eða stríðnislegt lengur. —
Gerðu mér nú greiða, ástin, hélt hann
áfram, — vertu nú skynsöm stúlka og
komdu niður á jörðina. Við skulum reyna
að njóta frídaganna, þeir eru ekki of
margir.
Ég fór að hugsa um það að Kurt hafði átt
mjög erilsamt ár og að honum veitti ekki
af allri þeirri hvíld sem hann gat fengið.
Mér fannst ég allt í einu vera orðin svikari,
bæði gagnvart Kurt og Paquito. Og auðvitað
gagnvart mömmu Paquitos líka. Ég skildi
ekki sjálf hvernig mér var innanbrjósts. En
tíminn leið og ég gat ekki fengið mig til að
skrifta fýrir Kurt ennþá. Ég gat heldur ekki
geymt barnið í taukörfúnni von úr viti...
Þegar við Kurt fórum niður í borðsal-
inn, næsta morgun, þóttist ég hafa gleymt
einhverju og flýtti mér upp aftur. Ég hafði
Iæðst fram og gáð að Paquito klukkan sex
um morguninn, ég átti ekki gott með svefh
um nóttina. Þá svaf hann vært og þar sem
ég vissi að Maria Carmen byrjaði að vinna
klukkan sjö, var ég tiltölulega róleg. Stúlk-
an var líka glöð og kát en mér til skelfingar
fór hún að segja mér að hún ætti frí daginn
eftir svo að hún neyddist til að segja stúlk-
unni sem leysti hana af ffá leyndarmálinu,
ef ég gæti ekki fúndið lausn á þessum
vandræðum. Ég hafði auðvitað, hálft í
hvoru, verið með þetta í huga, en samt
sem áður brá mér svo við þessa frétt að
mér fannst ég ætla að kafha. Ég fúllvissaði
stúlkuna um það að ég myndi örugglega
finna einhverja lausn fyrir hádegið, og ég
fór mér hægt niður í borðsalinn; var að
reyna að láta mér detta eitthvað í hug til
að geta sagt Kurt í hvaða vandræðum ég
væri. — Ástin mín, ætlaði ég að byrja, með
blíðasta málrómi sem ég gæti ffamleitt, —
ég hefði auðvitað átt að segja þér þetta
fýrr, en ég var hrædd um að þú yrðir reið-
ur...já, það er þannig mál með vexti að ég,
já það er mjög skrýtið...en það er nú þann-
ig að ég hitti fátæka sígaunakonu í gær-
morgun þegar ég fór ein út að ganga og
...já þá gerðist hvorki meira né minna en
að ég...
Nei, þetta gat ég ekki gert. Kurt var sjálf-
ur svo hreinn og beinn og hann hafði
andstyggð á fólki sem fór í kringum hlut-
ina eins og köttur kringum heitan graut.
Það var ekkert annað fýrir mig að gera en
að ganga hreint til verks og segja: - Kurt,
veistu hvað ég gerði í gærmorgun? Þú
mátt ekki hlæja, en ég keypti dásamlegt lít-
ið barn fýrir þúsund peseta. Trúirðu mér
ekki? Komdu þá með mér og ég skal sýna
þér...
Nei, þetta var ennþá verra! Ekki eitt
augnablik datt mér í hug að hann myndi
segja: — En dásamlegt, ástin mín! Mig hefir
alltaf langað til að eignast lítinn svarteygð-
an Spánverja! Hvers vegna sagðirðu mér
þetta ekki strax?
Ég hlýt að hafa verið viti mínu fjær.
Hvernig sem maður leit á þetta, var ekkert
hægt að segja annað en það að þetta var
hreinasta brjálæði.
Hávær rödd dyravarðarins rauf hugsana-
gang minn. Ég nam staðar á fyrstu hæð og
leit niður í forsalinn. Þessi þrekni maður
baðaði út handleggjunum í áttina að konu
sem klædd var svörtum, slitnum kjól, og
ég heyrði setningabrot: — Hvað viljið þér?
Þér hafið ekkert hér að gera! Og ýmislegt
fleira í þeim dúr. Ég fór að skjálfa frá hvirfli
til ilja. Sígaunakonan var þarna komin.
Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst
niður stigann, en þegar hún kom auga á
mig, fýlgdi hún hljóðlega á eftir mér út um
Framhald á bls. 37
4 TBL 1990 VIKAN 31