Vikan


Vikan - 22.02.1990, Page 34

Vikan - 22.02.1990, Page 34
Það er œvaforn list að lesa í lófa. Margir hafa þó bjargföstu trú að hœgt sé að segja til um lyndiseinkunn fólks með því að lesa í lófa og hafa gert lófalestur að flókinni vísindagrein. En við tökum þetta ekki svo alvarlega heldur sem skemmtilegan leik. Og það getur jafnvel verið spennandi að vita hvað línur lófans segja manni... A thugið vinstri lófa — hægri ef þið /m eruð örvhent! f vinstri lófa finnið A^^þið eðli ykkar og hæfileika. Sá .4. JL. hægri segir frá því hvernig þið hafið þroskað þá hæfileika. Hjá örvhentum er það öfugt. Það á ailtaf að lesa úr línun- um neðan frá. Líflínan liggur í boga frá þumalberginu (hæð 2) upp í greipina milli þumalfingurs og vísifingurs. Örlagalínan liggur upp miðjan lófann upp að fingrum. Gengislínan er ekki alltaf sjáanleg en liggur meðfram handarjaðrinum upp að litla fingri eða baugfingri. GáCnalínan liggur yfir lófan þveran. Hjartalinan liggur ofan við gáínalínuna frá handarjaðri í áttina að vísifingri. Venusarhæðin myndar boga milli baug- fingurs og löngutangar. Hæðimar í lófanum hafa líka sitt að segja og hafa sín nöfh (júpíterhæðin og merkúr- hæðin) en til að gera þetta einfaldara höf- um við merkt þær með númerum. Byrjið á að athuga vel lögun handarinn- ar. Snjallir lófalesarar sjá margt út úr henni. • Ef höndin er breið bendir það á sterkan persónuleika. Þú lætur ekki kúgast. • Ef höndin er ávöl ertu viðkvæmur (viðkvæm) og ástríðufullur (-fúll). Þú læt- ur tilfinningar ráða við lausn vandamála. • Ef höndin er mjó og beinaber ertu ekki nógu ákveðinn (ákveðin) og skortir sið- ferðilegt þrek. Hefúr ekki baráttuþrek. Fingurnir segja sína sögu Þumalfingur og vísifingur sýna á hvem hátt þú hegðar þér. • Ef þumalfingur er þreklegur: Þú tekur ekki mikið tillit til annarra. • Ef þumalfingur nær meira en nagl- lengd fram fyrir rót vísifingurs: Þú ert 34 VIKAN 4. TBL. 1990 IOFINN KEMUR UPP UM ÞIG! yfirgangssamur (-söm) og drottnunargjarn (-gjöm). • Ef vísifingur er lengri en langa- töng: Þú vilt ráða yfir samborgurum þín- um og þolir ekki mótlæti. Langatöng lýsir siðgæði. • Ef langatöng er afbrigðileg að lögun (óvenjulega löng eða sterkleg) er það merki um að þú leitir gjaman ábyrgðar- stöðu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.