Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 36
Tónar hafsins
Fyrir 4
Höfundar: Ásgeir Erlingsson
Jóhann Jacobsson
HRÁEFNI:
200 g karfi með roði
120 g lúða með roði
120 g skötuselur í sneiðum
1 gott flak af laxi eða
silungi í Paupiette
Fiskfars:
100 g karfi, hakkaður
1 eggjahvíta
1 dl rjómi
Osta raviole:
1 msk vatn
1 msk matarolía
5 egg
500 g hveiti
1 tsk salt
rifinn ostur
Sósa:
1 bolli vermouth
250 g smjör
1 sharlottulaukur, fínsaxaður
tómatar
Ódýr □ Erfiður □ Heitur Sl
Kaldur □ Má frysta □ Annað:
Fiskur
AÐFERD:
■ OSTA RAVIOLE: Hnoöaö er deig úr öllu hráefninu, nema ostinum, og
það síðan geymt í kæli í 2 klst.
■ Þá er deigið flatt út nokkuð þunnt og það síðan skorið í tvennt og rifnum
osti er stráð jafnt yfir annan helminginn og hinum síðan hvolft yfir.
■ Búnir eru til Raviole-koddar með því að deiginu er þrýst saman á
köntunum og síðan þrýst saman í kodda sem eru ca. 3 sm á hvern kant.
Að lokum er skorið með kleinujárni eða hnífi á milli koddanna.
■ Koddarnir eru settir í pott, fullan af sjóðandi vatni með ca. 2 msk af olíu
og smávegis af salti, og þeir soðnir í 3-4 mínútur.
o ■ PAUPiETTE: Lax eða silungsflak skorið í stórar, þunnar sneiðar, sem
« settar eru á plastfilmu. í miðjuna á hverri sneið er sett um 1/2 bolli af fisk-
□ farsi. Sneiðin er brotin yfir hakkið og plastfilman yfir, snúið upp á til að loka
o vel-
i ■ Soðið yfir gufu með sárið niður í ca. 5-10 mínútur.
S ■ FISKFARS: Karfahakkið og eggjahvítan sett í blandara og hrært í
§ mauk. Sett í skál og rjómanum hrært varlega saman við með sleif. Bragð-
I bætt með salti og pipar.
•é ■ SÓSA: Laukurinn er hitaður á pönnu. Vermouth hellt út á og það látið
o sjóða niður. Sósan síðan þykkt með köldu smjörinu. Fallegt og gott er að
J setja tómata skorna í smáa bita út í sósuna.
■ Sósa sett á disk, þá ravioli og að lokum er fiskinum raðað ofan á.
Opið alla daga vikunnar
Gmndarkjör (jG*)
Stakkahlíð 17, sími 38121
Furugrund 3, sími 46955
Reykjavíkurvegi 72, sími 53100
Karfi með kúmen-
og soyasósu
Fyrir 1
Höfundar: Ásgeir Erlingsson
Jóhann Jacobsson
Fiskur
HRÁEFNI:
AÐFERÐ:
160— 180 g hreinsaður karfi
1 sharlottulaukur, saxaður
1 msk kúmen
1 cl hvítvín eða edik
1 cl soyasósa
3 msk smjör
olía
Helstu áhöld: Panna, hnífur,
bretti, ofnfast fat
Ódýr m Erfiður □ Heitur 'xl
Kaldur □ Má frysta □ Annað:
■ Karfinn er ristaður á pönnu í olíu og roðhliðin á fiskinum er látin snúa
niður fyrst.
■ Þegar fiskurinn er allt að því orðinn steiktur er hann settur í ofnfast fat
og inn í ofn með yfirhita og lokið við að elda hann þar.
■ Sósan er löguð á pönnunni.
■ Laukurinn er hitaður á pönnunni, þá er hvítvínið eða edikið sett út í og
soðið niður. Að lokum er kúmeni, soyasósu og smjöri hrært út í, en pannan
er tekin af hitanum svo sósan aðskilji sig ekki.
■ Sósan er sett á disk og karfinn ofan á, roðhliðin upp.
a
<
Opið alla daga vikunnar
Grundarkjör
Stakkahlíð 17, sími 38121
Furugrund 3, sími 46955
Reykjavíkurvegi 72, sími 53100