Vikan


Vikan - 22.02.1990, Síða 39

Vikan - 22.02.1990, Síða 39
... er löng og klofin í endann: Þú þarfit ekki að hafa áhyggjur af heilsu þinni. ... er stutt og skýr: Þú hefur töluvert mótstöðuafl en hættir við að ofreyna þig. ... er stutt og óljós: Þú ert nokkuð við- kvæmur (viðkvæm) og ættir að passa mataræðið, borða ekki of mikið. Ef hæð ... nr. 2 er greinileg: Þú hefúr sérstak- lega góða hæfileika til að hafa taumhald á þér. ... nr. 3 er greinileg: Þú hefúr mikla sjálfstjórn og hæfileika til að koma vilja þínum í ffamkvæmd. ... nr. 4 er greinileg: Þú setur markið hátt. ... nr. 5 er greinileg: Þú hefúr listræna og skapandi hæfileika. .. . nr. 6 er greinileg: Skynsemi og rök- rétt hugsun eru þínir bestu hæfileikar. ... nr. 7 er greinileg. Þú hefúr mjög mikið hugmyndaflug. Hæfileikar 09 brautargengi Gáfnalínan og gengislínan segja til um þetta. Ef gáfnalínan er ... bein og djúp: Þú hefur heilbrigða skynsemi og skarpa dómgreind. Styrkur þinn er rökrétt hugsun. Þú ert mjög greindur (greind). ... liggur í boga niður að holhönd- inni: Þú hefúr mjög ríkt ímyndunarafl og átt það til að vera draumlyndur (-lynd). .. . er stutt og vísar beint upp: Þú átt erfltt með að beina huganum að ákveðn- um efhum og þess vegna þarftu oft að berjast við mörg vandamál í einu. .. . kemur saman við líflínuna: Þú færð yfirleitt óskir þínar uppfylltar. Þú hefur mikla ævintýraþrá og ert ekki hræddur (hrædd) við að taka áhættu. ... skiptist í áttina að gengislínunni: Þú keppir að jarðneskum gæðum. .. . S-laga: Þú svífúr á andlegum skýjum. Ef gengislínan er ... Iöng og skýrt mörkuð: Þú kemst óvenjulega langt í lífinu. .. . tvöföld og greinótt: Þú kemst langt á vissum sviðum. ... er stutt og endar við gáfnalínuna: Þú hefur góða hæfileika og getur náð langt. Sérstök merki í lófanum, við úlnliðinn og fingurna, eru ennfremur mörg merki sem geta gefið góðar upplýsingar. Ef þú ... hefur M í lófanum sem myndast af Iíf-, gáfha-, örlaga- og hjartalínunum: Þú kærir þig ekki um frama. Fyrir þér er ástin meira virði en vinna. .. . hefúr fleiri en eina líflínu: Þú ert kröfúharður (hörð) við sjálfan (sjálfa) þig og stefnir að fúllkomleika. ... hefúr margar þverlínur við úlnlið- inn: Þú ert lukkunnar pamfill. ... hefur keðjulaga línur við úlnlið- inn: Þú skorar örlögin á hólm. ... hefúr nokkrar hrukkur innan á hnúunum: Þú átt oft erfitt með að skipu- leggja ltf þitt. Ef ... línumar í lófúnum em ólíkar: Þú ert mikið fýrir tilbreytingu. ... flngur þínir em mjög liðugir: Þú ert ákveðinn og hefur mörg áhugamál. ... hönd þín er nokkuð máttlaus: Þú þráir öryggi. ... hönd þín er sterkleg og hlý: Þú hef- ur sterka ábyrgðartilfinningu. Það er hægt að treysta þér. SMÁSAGAN Framhald af bls. 31 dyrnar. Við störðum hvor á aðra áður en við komum upp nokkru orði. Augu hennar voru fúll reiði og haturs. Loksins hvæsti hún út úr sér: - Hvar er drengurinn minn? Fáðu mér hann aftur, fáðu mér hann strax aftur. Og svo þrýsti hún böggluðum pen- ingaseðli í lófa minn. Ég hljóp í hálfgerðri blindni upp stigana og reif næstum því Paquito upp úr þvotta- körfúnni, en Maria Carmen horfði fúrðu lostin á mig. — Að hugsa sér hve hugsunarlaus fá- bjáni ég hef verið, snökti ég og þrýsti litlu, mjúku kinninni upp að andliti mínu. — Heimsk og óréttlát. Hvernig gat ég látið mér detta í hug að matur og föt, já og jafn- vel þak yfir höfúðið væri það nauðsynleg- asta? Elsku litli Paquito! Þú verður miklu hamingjusamari hjá móður þinni, jafnvel þótt þú eignist aldrei sæmileg föt og verð- ir stundum svangur. Þú færð heldur aldrei að vita að þú varst drengurinn minn í einn sólarhring og heldur ekki hve mér þykir óendanlega vænt um þig! Dyravörðurinn varð mállaus þegar hann sá mig koma hlaupandi, með drenginn í fanginu, en ég lét sem ég sæi hann ekki. Svo rétti ég litla böggulinn til hennar sem átti allan réttinn á honum, en ég fann sáran sting í hjartanu þegar ég sá augu hans Ijóma. Hann fann það, þótt lítill væri, að nú var hann kominn heim. Ég reyndi að stinga peningaseðlinum að konunni, en hún lét sem hún sæi það ekki. Hún kyssti Paquito og hélt svo af stað með hann, stolt og bein í baki. Ég var stjörf þegar ég sá hana hraða sér fyrir hornið, sá hana hverfa með Paquito minn. Sumar eru þær minningar sem kona vill ekki gefa neinum hlutdeild í, ekki einu sinni manninum sem hún elskar. Paquito átti að verða slík minning í lífi mínu. Hann átti alltaf að eiga þann hluta af hjarta mínu sem hann sigraði. Ég myndi aldrei gleyma litlu, sterku höndunum hans, svörtu aug- unum og glaðlegu hjalinu. En það yrði ævilangt mitt eigið leyndarmál. — Það er nú meiri tíminn sem þið kven- fólkið þurfið til að snyrta ykkur, sagði Kurt, þegar ég settist við borðið. — En þeg- ar árangurinn er slíkur, er það þess virði að bíða eftir þér. Hann leit á mig athugul- um augum, svo bætti hann við: - Ég veit ekki hvað þetta er með þig, elskan. Þú ert fallegri nú en þú hefúr nokkru sinni verið, hverju sem það er að þakka. Við höfum útsýni frá borðinu okkar yfir sólbjart hafið og hvíta ströndina. Þetta var heimur Paquitos. Hafið. Pálmarnir, sól- in og óendanlegur sandurinn sem var svo skemmtilegur fyrir börnin, þar var örugg- lega gott fyrir litla drengi að leika sér... Nú var vetur á Norðurlöndum. Gæti Paquito nokkurn tíma þolað kulda og snjó? — Þú ert þó ekki að gráta, ástin mín, sagði Kurt skyndilega. Ég græt aðeins vegna þess að ég er ham- ingjusöm, svaraði ég, sannleikanum samkvæmt. - Vegna þess að allt er eins og það á að vera... □ 4.TBL. 1990 VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.