Vikan


Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 46

Vikan - 22.02.1990, Blaðsíða 46
RAUPAÐ 0(5 RI55AÐ UTURSNUNINGAR Litið á nokkrar fyrirsagnir með aðstoð Bogga blaðamanns Með góðum vilja er auðvelt að snúa út úr máli manna, fyrirsögnum blaða eða öðru rituðu máli. Stundum þarf ekki útúrsnúninga til að sjá spaugilegar hliðar á blaðafyrirsögnum. Höfúndar fyrir- sagnanna hafa aðeins verið svo óheppnir að komast neyðarlega að orði, vegna fljót- færni eða athugunarleysis. Skopteiknarar hafa löngum notfært sér útúrsnúninga á fyrirsögnum og nægir að nefna Halldór Pétursson,sem lengi teiknaði í Spegilinn, þessu til sönnunar. Sigmund hefúr um ára- bil teiknað í Morgunblaðið og hefur mjög notfert sér þessa aðferð. Þegar raupari teiknaði í Spegilinn á sín- um tíma greip hann gjarna til þess að leita teikniefhis í fyrirsögnum blaða. Raupað og rissað er að þessu sinni samsett úr blaða- fyrirsögnum og hefur raupari fengið Bogga blaðamann til liðs við sig eins og oft áður. íslensk framleiðsla Boggi spyr gjarna einfeldningslegra spurn- inga og skulum við líta á fyrstu teikning- una. Á henni sést Boggi á tali við eggja- bónda á Kjalarnesi. Það er haft eftir eggja- bóndanum að hann ætli að taka upp ís- lenska framleiðslu. Að sjálfsögðu á bónd- inn við bakkana sem notaðir eru undir eggin, en ekki eggin sjálf. Það vill nefnilega þannig til að hafin er framleiðsla á eggja- bökkum hérlendis og er til þess notaður úrgangspappír. Það er sannarlega virðing- arvert að stofnað skuli fyrirtæki til að nýta þann pappír sem til fellur hér á landi. Nóg er sóun okkar á umbúðum og öðrum pappírsvörum samt. Haraldur Haraldsson Haraldur Haraldsson, sá ungi athafnamað- ur, hefur verið mikið í sviðsljósinu undan- farið. Á sama tíma voru í fréttunum tvö fyrirtæki sem hann tengist, það er að segja úthafstogarinn Andri og Stöð 2, en í þess- um fyrirtækjum báðum á hann stóran hlut. í blaðaviðtali sagði Haraldur að menn mættu gjarna halda að hann væri ríkur og í viðtalinu sagðist hann eiga til hnífs og skeiðar. Boggi vill hugga vin sinn og gerir sína athugasemd við þau orð sem eftir Haraldi eru höfð. Vætan Það er nú ekki fallegt að snúa svona út úr orðum slökkviliðsstjórans. Auðvitað má öllum lesendum vera ljóst hvað Rúnar Bjarnason á við þegar hann vonast eftir vætu á gamlárskvöld. „Bara eins og - í gamla daga“ sagði Knslján Sigmundsson som lokaði martci Vikings i sign á Sljornunm A P.M n.A 1 yxxA a M A jm; A, aa\ | f m!i tro-4 i i' i i. SKO/MW UU EFÞÚ GFTUf? a/rmsErruR! A A H /I H 'fi AflAfiA AAAAAA A aA AA /f'S Lokað mark Oft er um það talað í íþróttafréttum að þessi eða hinnmarkvörðurinn hafi bókstaf- lega lokað markinu. Þetta var til dæmis sagt um Kristin Sigmundsson, þann frá- bæra markvörð, þegar hann hfjóp í skarðið fyrir forfallaðan markvörð Víkings. Blaðahækkun Blöðin hækka og lækka á víxl. Til dæmis hefúr Vikan hækkað og lækkað í gegnum tíðina. Þetta á þó sjaldnast við um verðið á blöðunum. Þau hækka yflrleitt í verði eins og aðrar vörur. En útlit blaða breytist gjarna á nokkurra ára ffesti. Það eru kallað- ar útlitsbreytingar. Hið fullkomna ... Ansi var hann Jón Óttar seinheppinn að skrifa þessa kjallaragrein um árið. 44 VIKAN 4. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.