Vikan - 17.11.1938, Síða 3

Vikan - 17.11.1938, Síða 3
Nr. 1, 1938 VIKAN 3 Vi k a n Útgefandi: VIKAN H.P. RITSTJÓRN OG AFGREIÐSLA: Aust.urstræti 12. Sími 5004. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM. : Sigurður Benediktsson. Sími heima 3715. FRAMKVÆMDARSTJÓRI: Einar Kristjánsson. Sími heima 3236. Áskrif targjald : kr. 1,50 á mánuði. 1 lausasölu 40 aurar. STEINDÓRSPRENT H.F. - 1—IÉR hefur ópólitískt vikublað göngu * * sína. Því hefir verið valið nafnið: VIKAN. Blaði þessu er ætlað að vera til fróðleiks og skemmtunar, gagns og gleði góðum les- endum. Það er bjartsýnt og gunnreift og býr yfir gnægð glæstra drauma. Þrátt fyrir hinn þrönga markað og mikinn f jölda íslenzkra blaða og tímarita hvarflar hvergi að því að efast um tilverurétt sinn og baráttuhæfni fyrir eigin þróun og við- gangi á komandi tímum. Það trúir ham- ingjunni fyrir sér og býst aðeins við því góða, eins og mannanna börn, þegar þau hefja, sína lífsbaráttu, hvert á sínu sviði. Þetta blað er til orðið fyrir atbeina ungra manna. Eigendur þess og styrktar- menn hafa komið sér saman um, að það skuli vera ópóhtískt. Og enda þótt þeirri megin reglu verði haldið til hins ítrasta hlýtur það að hafa sínar skoðanir og eign- ast sín áhugamál. Um efni blaðsins í aðalatriðum er þetta helzt: Megináherzlan verður lögð á að flytja létt og læsilegt efni til hvíldarlest- urs og dægradvalar, ásamt greinum og ritgerðum, sem hafa almenna þýðingu í þjóðfélagslegu og menningarlegu tilliti. Með þetta fyrir augum hefir blaðið tryggt sér aðstoð margra vel ritfærra manna. En auk þess, sem það mun að jafnaði gera sér far um að flytja sem mest inn- lent efni, bæði í lesmáli og myndum, þá hefir það ennfremur aflað sér góðra sam- banda og samvinnu við nokkur erlend viku- blöð og tímarit — og þó alveg sérstaklega við eitt slíkt erlent blað: Vikublaðið Hjemmet í Kaupmannahöfn. Við vonum því, að okkur megi takast að flytja ávallt sem fjölþættust og óskyldust efni — þannig, að sem flestir finni þar eitthvað við þeirra hæfi og smekk, eitt- hvert brotabrot af þeim sjálfum, og áhuga- málum þeirra. Því hvert það blað, sem ekki virðir og metur öðru hærra tilfinn- ingar samborgaranna, þjáningar þeirra og gleði, líf þeirra og baráttu — er ekkert blað. # Og sker reynslan úr um það, hvernig þetta tekst. Um krabbamein Eftir Jónas Sveinsson, lækni. „Það virðist tími til kominn fyrir okkur hér, að staldra við og athuga, hvað nágranna- þjóðir vorar gjöra í þessum efnum. - MARGIR halda því fram að sjúklingum, er veikjast af krabbameinum, fari ört fjölgandi ár frá ári. Og fylgist maður með dánartölum síð- ustu ára frá ýmsum löndum, sést ljóslega, að aðeins „ellihrumleiki og ellisjúkdómar“ taka krabbameinum fram sem dauðaor- sök. Þó þannig sé, að margir eigi um sárt að binda af völdum sjúkdóms þessa, þá virðist svo sem allur þorri manna viti lítið, hvað um er að vera, og því síður um, hvernig krabbamein haga sér, sérstaklega í byrjun veikinnar, en það er vitanlega mjög misjafnt, eftir því í hvaða líffæri það hefir upptök sín. Hinsvegar er það almennt viðurkennt, að þekking manna á því sviði sé eitt öruggasta vopnið í baráttunni á móti krabbameininu. Því fyrr sem sjúk- lingur með veiki þessa kemur til læknis, því betra. Komi sjúklingurinn of seint, get- ur hinn bezti skurðlæknir eða geislasér- fræðingur aðeins lítið aðhafst. Hvað er nú krabbamein? Margir halda að krabbinn sé einskonar dýr, sem setjist að í líffærum manna, nagi sig inn í gegnum hold og bein og veiti engu grið. En vitanlega er þetta ekki þannig. Eins og nafnið bendir til, er hér um mein eða æxli að ræða, en þá tegund- ina, sem er mjög illkynjuð. í sjúkdómafræðinni er talað um góð- kynjuð og illkynjuð æxli. Góðkynjuðu æxlin geta iðuglega orðið stór. Þeim eru þó þau takmörk sett, að þau vaxa ekki inn í umhverfið, heldur liggur himna utan um þau og út úr henni vaxa þau ekki. Hins- vegar geta þau þrýst á næsta umhverfi, og valdið á þann hátt truflunum. Illkynj- uðu meinin vaxa hinsvegar inn í hin nær- liggjandi umhverfi, inn í sogæðar og blóð- æðar o. s. frv. Myndast þá ný jafn illkynj- uð mein á ýmsum stöðum í líkamanum, og gefa auk þess frá sér eiturefni, sem veikla sjúklinginn mjög og gefa honum al- veg sérstakt veikinda-útlit. Það er ennþá deilt um það, hverjar séu hinar raunverulegu orsakir þess, að æxli þessi myndast. Ýmsir hafa haldið því fram að hér séu sérstakir sýklar að verki. Þeir benda á það, hversu algengt það sé, að fólk, er hafi náið samneyti, t. d. hjón, sýkist sam- /> tímis eða með stuttu millibih. Hinn heims- frægi líffærameinafræðingur, Virchov, taldi sig geta sannað, að krabbamein mynduðust af ýmsum ytri orsökum, t. d. vegna margendurtekinna ertinga á sama stað, núnings eða af kemiskum efnum. Sem dæmi má nefna krabbamein, sem myndast í tungu undan skemmdum tönn- um, eða krabbi, er myndast í neðri vör á þeim stað, er pípumunnstykki reykingar- manna liggur. Þá er ekki óalgengt að krabbamein myndist á þeim stöðum, er verða fyrir höggum. En af hvaða ástæðum krabba- mein myndast i innri líffærum, um það er enn mjög deilt. I meltingarfærum mynd- ast það oftast, þar sem meðfædd þrengsli eru fyrir, t. d. neðst í vélindanu, í neðra amagopi, við bugður í ristlinum og víðar. Nýjustu rannsóknir benda eindregið til að óholl fæða, ásamt tóbaks og alkohols- neyzlu eigi sinn stóra þátt í því, að krabba- mein er miklu algengara hjá hinum svo- kölluðu siðuðu þjóðum, en hjá þjóðum, er lítið samneyti hafa haft við ,,menninguna“. Hér á landi er þessi sjúkdómur vafa- laust mjög algengur. Þær litlu rannsóknir, er gjörðar hafa verið, benda eindregið í þá átt. Ég athugaði þetta nokkuð árið sem ég var héraðslæknir á Blönduósi. Um V3 af þeim, er dóu það ár í héraðinu, dóu af völdum krabbameins, og ég man ekki bet- ur en að héraðslæknirinn í Sauðárkróks- héraði kæmist að líkri niðurstöðu í því héraði. Vitanlega er ekki hægt að draga neinar nákvæmar ályktanir af svo skammri athugun, en mér er nær að halda að sjúkdómur þessi sé fullt svo algengur hér á landi og erlendis, og færist í aukana ár frá ári. Það virðist því vissulega tími til kom- inn fyrir okkur hér að staldra við og at- huga hvað nágrannaþjóðir vorar gjöra í þessum efnum. Ég minnist þess, þegar ég

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.