Vikan - 17.11.1938, Page 4
4
VIKAN
Nr. 1, 1938
var unglingur, að svo að segja hver mað-
ur, er fékk berklaveiki, var talinn dauða-
dæmdur maður, og það með réttu. Nú vit-
um við, að það var af því, að veikin þekkt-
ist of seint. Eftir að mögulegt var að
þekkja veikina á fyrsta stigi, urðu algjör
straumhvörf í allri útkomunni. Flestum
berklasjúklingum batnar nú, komist þeir
nógu snemma á gott sjúkrahús. Svona er
og með krabbameinin. Fjöldi slíkra sjúk-
linga fá öruggan og góðan bata, sé nógu
snemma aðgjört. Og þá er fyrsta skilyrð-
ið, að sjúklingurinn komi nógu snemma
til læknis, er þekkir byrjunareinkennin, og
fái svo hina nauðsynlegu læknishjálp eins
fljótt og unnt er.
Stórþjóðirnar verja tugum millj. króna
til þess að kenna fólkinu að vera á varð-
bergi gegn þessari ægilegu veiki. Það er
varið milljónum til sjúkrahúsa og heilsu-
hæla fyrir þetta fólk og til geislalækning-
anna er varið stórfé. I flestu af þessu
stöndum við öðrum þjóðum að baki.
Krabbamein getur byrjað í velflestum
líffærum líkamans. Hygg ég að maga og
garnakrabbi sé hér einna algengastur.
Brjósta og húðkrabbi er og algengur. Þá
er krabbi í getnaðarfærum kvenna og tals-
vert algengur. Því miður má fullyrða, að
byrjunareinkenni krabbameins séu venju-
lega óglögg. Er því gott ráð gefið, að
benda fólki, sem komið er yfir fertugt á
að leita til læknis, fari það að kenna sjúk-
dómseinkenna, jafnvel þó óljós séu.
Við skulum hugsa okkur að miðaldra
maður, sem aldrei fyrr hefir kennt sér
meins frá meltingarfærum, fari smám sam-
an að missa matarlyst. Honum verður ekki
gott af fæðunni, hver sem hún er. Sér-
staklega fær hann ógeð á kjötmeti. Ropar
og brjóstsviði gjöra vart við sig. Þetta
þurfa ekki að vera annað en einkenni
magabólgu eða þvíumlíkt. En það geta líka
verið fyrstu einkenni krabbameins í maga.
Enn flóknara verður þetta, ef sjúklingur
hefir t. d. í mörg ár gengið með magasár.
Eins og kunnugt er, getur krabbamein
myndast í gömlu magasári. Slíkir sjúkling-
ar eiga iðuglega að láta rannsaka sig, sér-
staklega ef þeim finnst að heilsunni hnigni.
Það eina, sem hægt er að gjöra fyrir sjúk-
ling með magakrabba, er að ráða til upp-
skurðar eins fljótt og unnt er, því geisla-
lækningar verka lítið-til bóta. Góðir skurð-
læknar ná iðuglega ágætum árangri, t. d.
Myjobræður í Ameríku. Eftir 3 ár lifa
40% af þeim, sem þeir hafa skorið upp
við magakrabba.
Brjóstakrabbi hjá konum er og algeng-
ur. Því ríður á að benda á fyrstu sjúk-
dómseinkenni við þann sjúkdóm, þar eð
tekst að bæta fjölda slíkra tilfella sé að-
eins nógu fljótt komið til læknis. Við vitum
ekki, frekar en með aðrar tegundir veik-
innar, hver sú raunverulega orsök kann að
vera. En hinsvegar er talið að bólguhnúðar
í brjóstum kvenna, sem er nokkuð tíður
kvilli, séu hættulegir. Ætti því hver kona,
sem finnur ber eða hnút í brjósti, að leita
læknis. Talið er og að högg á brjóst geti
orsakað krabbamyndun. Krabbi í brjósti
byrjar sem smá hnúður, venjulega utan til
í brjóstinu. Smástækkar svo þessi hnúður,
þar til eitlarnir undir holhendinni þeim
megin taka að bólgna. Þá hefir hið upp-
runalega mein sýkt út frá sér. Annars er
brjóstakrabba skipt í 3 stig, eftir gangi
veikinnar. Á fyrsta stigi hefir meínið
hvorki vaxið við húð né vöðva, og eitlar
finnast undir holhendinni. Á þessu stigi
veikinnar eru batahorfurnar ekki nálægt
því eins góðar og á fyrra stiginu. Á þriðja
stigi, þá hefir meinið vaxið, bæði við húð-
ina og eins við vöðvana, er undir liggja.
Auk þess ber á stækkuðum eitlum ofan
við viðbeinið. Á þessu síðasta stigi er lítið
hægt að gjöra til hjálpar sjúklingnum.
Lækning á brjóstakrabba er aðallega
fólgin í uppskurði, — meinið og eitlar
undir holhendinni oftast numdir burtu, og
síðan notaðar geislalækningar.
Krabbamein í húð og slímhúðum er ekki
óalgengur. Sérstaklega ber að nefna í
tungu og vör. Krabbi í vör myndast venju-
lega sem smá ber utan til í neðri vör.
Dettur síðar sár á vörina, er smá dýpkar.
Þaðan berst svo meinið í hálseitlana. Þessi
tegund læknast venjulega vel, með því að
nema burtu meinið, og jafnframt háls-
eitla, ef nokkrir eru. Röntgengeislar verka
ágætlega á eftir. Krabbi í tungu getur
einnig myndast. Talið að erting frá
skemmdum tönnum sé um að kenna. Sé
ekki aðgert er þessi sjúkdómur hræðilegur.
Krabbamein í getnaðarfærum kvenna er
og algengur. Kemur hann fyrir bæði í leg-
hálsi, í sjálfu leginu, og í eggjastokkun-
um, er liggja inn í kviðarholinu. Algeng-
ast er að konur, sem hættar eru að hafa
á klæðum, fái krabba í þessi líffæri. Byrj-
unareinkennin eru venjulega þau, að eldri
konur fá aftur blæðingar eftir að þær hafa
haft hvíld með mánaðarlegu blæðingarn-
ar í skemmri eða lengri tíma. Það er afar
áríðandi að konur, er verða slíkra blæð-
inga varar, láti læknir skoða sig hið fyrsta.
Ég hefi nú lauslega drepið á helztu ein-
kenni nokkurra algengustu krabbameins-
tegunda. En í sambandi við þetta mætti
spyrja: Er hægt að koma í veg fyrir að
krabbamein myndist? Er hægt að verja
sig fyrir því? Er örugt að meinið þekkist
þó sjúklingur komi nógu snemma? Það er
því miður iðuglega læknunum sjálfum að
kenna, hversu seint sjúkdómurinn þekkist.
Erlendis eru haldin námskeið fyrir lækna,
til að temja leikni þeirra í því að gjörá
hinar ýmsu nauðsynlegu rannsóknir. Annað
atriði er og afar þýðingarmikið: að vekja
með fræðslu eftirtekt fólksins á byrjunar-
einkennum veikinnar eftir því, sem því
verður við komið. Einnig er víst, að ýmis-
legt í lifnaðarháttum fólks stuðlar að því
að slík mein myndist. T. d. veit maður með
vissu, að ýmsar iðnaðargreinir í nýtízku-
iðnaði eru hættulegar hvað þetta snertir.
Tjöruiðnaður, málm- og litariðnaður eru
taldir vera sérstaklega viðsjárverðir. Eins
veit maður, að tóbak og alkohol geta og
framkallað illkynjuð mein.
Eins og fyrr er getið, var sú skoðun
ríkjandi fyrir nokkrum árum, að hver, sem
fengi krabba, væri dauðadæmdur maður.
Álíka skoðun og var á berklaveikinni fyrir
nokkrum árum. En nú er vitað, að mikill
meirihluti berklasjúklinga ná góðum bata
fyrir atbeina vel menntaðra lækna, ásamt
góðum sjúkrahúsum. Síðustu árin hefir
líkt skeð með krabbameinin.
Skurðlæknistækninni hefir fleygt ótrú-
lega fram og hinar ungu geislalækningar
hafa beinlínis unnið kraftaverk á þessu
sviði, og verður ekki gizkað á, hvers má
vænta með þeirra hjálp í framtíðinni.
Það er ekki langt síðan Curie-hjónin
frönsku, með óendanlegri þrautseigju
fundu radíum-efnið. Með því hefir tekizt
að lækna mein, er jafnvel skurðhnífurinn
komst ekki að. Þá er heldur ekki ýkja-
langt síðan þýzki læknirinn Röntgen fann
geisla þá, er við hann eru kenndir. En með
þeirra hjálp hafa einnig verið unnin
kraftaverk í baráttunni við krabbameinin.
En framfarirnar eru geysimiklar á þess-
um sviðum einmitt nú. Frá Ameríku ber-
ast nú þau tíðindi, að farið sé að lækna
illkynjuð mein með 10,000000 volta spennu,
í stað 2—3000 volta spennu, er áður var
venja að nota.
Þá hefir og ýmislegt annað verið reynt
til lækninga krabbameinssjúklingum. Sem
kunnugt er framleiðir líkami vor efni, sem
á erlendu máli eru nefnd hormonar. Efni
þessi myndast í hinum svonefndu innri
kirtlum vorum. Hin síðari árin er farið að
nota efni þessi til lækninga við ýmsum
sjúkdómum. Einn af þekktustu krabba-
meinasérfræðingum heimsins, prófessor
Blumenthal í Berlín, hefir gjört stórmerk-
ar lækningatilraunir með safa slíkra kirtla
til lækninga krabbameina. Vöktu tilraunir
hans á læknaþinginu í Briissel í fyrra
mikla eftirtekt.
Ýms lyf hafa og verið reynd önnur, t. d.
slöngueitur, o. fl. En svo má ekki gleyma
því, sem ef til vill er þýðingarmest í lækn-
ingu krabbameina yfirleitt: sjálfsvörnum
líkamans. Margir halda því fram, að f jöldi
manna fái oftar en einu sinni krabbamein,
er lítil sjúkdómseinkenni gefi, og jafn
hljóðlega lækni líkaminn sjálfur meinið.
Við sjáum ,,hermenn“ líkamans, hvítu
blóðkornin, hrúgast umhverfis meinið, og
ráðast að því með allri orku.
Sú skoðun hefir meir og meir rutt sér
til rúms á síðari árum, að þjóðfélaginu
beri skylda til að hlú sem bezt að því
ólánssama fólki, er veikist af krabbameini.
Það sé ekki nóg að nema meinið burtu,
og sleppa svo sjúklingnum í umhverfi, er
niðurbrjóti það, sem búið var vel að
byggja upp. Það er vafalaust rétt, að slík-
ir sjúklingar þurfa í lengri tíma að dvelja
á sérstökum krabbameinasjúkrahúsum,
þar sem allt er gjört til þess að styrkja
líkamann í baráttunni við hinn hræðilega
sjúkdóm.
Er ekki mál til komið, að kynslóð sú,
er land þetta byggir, hefjist nú handa í
baráttunni gegn krabbameininu ?