Vikan - 17.11.1938, Qupperneq 7
Nr. 1, 1938
VIKAN
7
Foreldrar Per Albin. Carl Hansson, múrari, og
Kjersti, kona hans, sem störfum hlaðin, tókst
að gera heimili þeirra hjóna að fyrirmyndar-
' heimili, þrátt fyrir mikla fátækt.
á því, hvernig hún, þrátt fyrir alla sína
útivinnu, gat gert heimili okkar að því
fyrirmyndarheimili, sem það var. Jóhann,
elzti bróðir minn, hóf skólagöngu sína
skömmu eftir að ég fæddist, og auðvitað
vorum við Sigfreður, bróðir minn, oft
látnir sjá um okkur sjálfir. Við lékum okk-
ur allan liðlangan daginn, svo að tíminn
leið fljótt, en öðru hvoru fengum við að
fara út á akur með mömmu, og höfum
sennilega verið fúsari til að hjálpa henni
en hitt, að við gerðum nokkurt gagn. Ekki
man ég vel, að hverju við lékum okkur.
Við hljótum að hafa verið orðnir nokkuð
stálpaðir, þegar við fórum að skoppa
gjörðum, hleypa eldfjörugum reiðprikum,
búa til flugdreka, sem við svo sendum hátt
í loft upp, veiða hornsíli, tína öx á slegn-
um ökrum, reka kýr á beit og hjálpa slátr-
aranum, bæði við að sækja kepnur og eins
við sjálfa slátrunina.
Við vorum engin undrabörn, sem byrja
snemma á því að læra og undirbúa sig
undir opinber störf, heldur venjulegir,
góðir, litlir drengir. Og bernska okkar var
eins og bernska barna fátækra þorpsbúa
er yfirleitt. Börnin í héraðinu fóru að
ganga í skóla bæjarins, þegar þau voru
sex ára, nema nokkur börn heldra fólks-
ins, sem voru send í skóla til Málmeyjar.
Frá fyrstu skólaárunum minnist ég
meðal annars kennslukonu í fyrsta bekk,
sem skemmti sér stundum í tímunum við
að kveikja á eldspýtum, og hún gat látið
þær brenna alveg upp með því að flytja
þær hendi úr hendi.
Þannig leit Per Albin út, þegar hann var tvi-
tugur. Staðfestulegur unglingur.
Þegar ég kom upp í efri bekltina, var
ég mest hjá aðstoðarkennurum. Kennslu-
konan okkar hét Johansson og kunni hún
bersýnilega betur við sig í Stokkhólmi en
í Fosie og fól tímunum saman aðstoðar-
kennurunum kennsluna.
Ég man eftir nokkrum þeirra. Einn
þeirra var mér mjög hliðhollur, og fékk
ég aukatíma hjá honum í fagi því, sem þá
kallaðist blátt áfram reikningur, fyrir það,
að ég bar upp til hans eldivið. Því miður
leiddi kunningsskapur minn við hann til
þess, að hann kom sér í fæði hjá okkur,
sem varð aðeins til þess, að móðir mín
hafði enn meira að gera en áður og átti
enn erfiðara með að láta peningana
hrökkva til heimilisþarfanna. Að minnsta
kosti er mér það vel kunnugt, að faðir
minn var mjög ánægður, þegar aðstoðar-
kennarinn fór úr bænum, þó að hann hefði
Friðþjófssögu á brott með sér, sem þó var
dýrmætasti fjársjóðurinn í litla bókasafn-
inu hans. Kennarinn, sem var eftirmaður
hans, var mjög drykkfelldur og gat illa
látið stúlkurnar í skólanum í friði. Hann
var oft sýnilega undir áhrifum áfengis í
tímunum.
Einu sinni, þegar hann var í þessu
ástandi, var hann að leika á orgelið, en
hafði ekki augun af stúlkunum, hljóp ég
ásamt nokkrum öðrum drengjum út úr
kennslustofunni og beint til formanns
skólaráðsins, sem við fengum með okkur
í skólann, til að sýna honum kennarann
okkar í allri hans dýrð. Bróðir minn hefir
kallað þetta fyrstu ,,kröfugöngu“ mína.
Þetta leiddi til þess, að báðir bekkirnir
fengu frí, en ég held, að kennarinn hafi
ekki verið rekinn, fyrr en hann varð upp-
vís að enn stærra afbroti.
Það var því enginn furða, þó að kennsl-
an væri ekki upp á marga fiska.
1 tveimur efstu bekkjunum var kennari,
sem Linderoth hét, og var hann bæði
ágætur kennari og hélt góðri reglu. Hann
hefir fyrir skömmu talað mjög vingjarn-
lega um mig sem nemanda sinn. Mér þætti
gaman að vita, hvort hann man ennþá
eftir því, þegar ég var látinn „sitja eftir“,
af því að upp komst, að ég var að búa til
vindlinga. En til þess hafði ég dagblaðs-
snepla, sem ég vafði utan um tóbak, og
Hinn látni foring-i sænskra jafnaðarmanna, Branting, situr fyrir borðsendanum. Á bak við hann stendur Per Albin, er síðar leysti Branting af hólmi.