Vikan - 17.11.1938, Síða 8

Vikan - 17.11.1938, Síða 8
8 VIKAN Nr. 1, 1938 var svo að stelast til að reykja þetta. Samt sem áður fékk ég góða einkunn. Reikning- ur og biblíusögur voru mín eftirlætisfög. Leyfin notaði ég meðal annars til þess að vinna hjá Larsson slátrara. Oft var mér trúað fyrir því að fara langar leiðir eftir kúm til slátrunar og stundum var ég látinn fara með þær alla leið til Málmeyj- ar. Einu sinni vorum við Sigfreður sendir með kú til Vellinge, og áttum að taka þar kú til baka. Varð þá mamma örvita af hræðslu um okkur, því við urðum að gista Per Albin var ekki að halda neina pólitíska æsingaræðu, þegar þessi mynd var tekin. Hann var að mæla fyrir minni sænska fánans á íþróttaleik- vanginum í Stokk- hólmi og lauk ræðu sinni á þessa leið: Lifi blá-guli fáninn! Gústav Svíakonungur og PerAlbin Hansson í veizlu. Þeim kemur vel saman. ana, átti ég að hafa burstað föt og skó búðarmannanna. Ég byrjaði á því kl. 7. En það var þriggja sundarf jórðunga ganga frá Kulladal, þar sem ég átti heima, til torgs- ins í Málmey, svo ég varð að fara á fætur kl. hálf sex. Á dag'nn vann ég svo við að bera körfur, aka handvögnum og brenna kaffi og var ekki kominn heim fyrr en kl. 9 á kvöld- in. Ég fékk 4 kr. á viku og einu sinni lá nærri að ég þyrfti að borga helminginn af kaupinu, því þá hafði ég dottið og brotið soyuflösku. En ég slapp við það, og kom það sér ákaflega vel, því að einmitt þetta sama kvöld ætlaði pabbi að sækja m'g í vinn- una til þess að kaupa handa mér buxur fyrir laun mín. Þetta var erfið vinna fyrir smástrák, en hún kom sér samt vel, og það man ég, að ég grét, þegar ég varð að hætta í vinnunni til þess að ljúka við námið. Einn af viðskiptamönnum verzlun- arinnar var August Nilsson, ritstjóri, sem nú býr í Kapparb. Hann jók vikulaun mín um 10 aura í hvert skipti, sem ég kom heim til hans í Lundavágen. Framh. á síðu 14. í Vellinge. Um nóttina sendi mamma Lars- son yngri til þess að leita okkar dauða- leit á þjóðvegunum. Daginn eftir komum við heim heilir á húfi. En þó mömmu þætti vænt um að sjá okkur aftur, fórum við ekki varhluta af skömmunum — mest fyrir það, að hafa ekki verið þokkalegri til fara, þegar við gistum fæðingarbæ hennar. Stundum kom það fyrir, að við fengum að halda í stjórn- taumana, þegar Larsson yngri — á þeim tímum, þegar htið var um kjöt — ók um göturnar með fisk, og fékk þá stundum helzt til góðar viðtökur, þar sem hann kom. En hryssan hans var þægðar skepna og rataði sjálf heim, þegar mest á reið. Þegar ég var tólf ára, fór ég fyrir al- vöru að vinna fyrir mér. Ég hafði ekki lokið barnaskólanámi, þegar mér hlotnað- ist fyrsta staðan í kaupstað, svo eftir að við fluttum til Málmeyjar, varð ég að halda áfram að lesa til þess að geta lokið fullnaðarprófi í skólanum. En áður en ég komst svo langt, hafði ég sem sendisveinn kynnzt bænum í krók og kring. Þetta sendi- sveinsstarf var þó ekkert sældarbrauð. Áður en búðin var opnuð kl. 8 á morgn- Það er ekki á hverju kvöldi, sem forsætisráðherrann getur veriö heima hjá konunni sinni.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.