Vikan - 17.11.1938, Side 11
Nr. 1, 1938
VIKAN
11
að ung stúlka býður ungum manni upp á
tesopa í sinni eigin íbúð, þá bið ég yður
að afsaka að ég er á allt öðru máli. En,
guð minn góður, — auðvitað megið þér
fara, ef þér viljið.
— Nei, ónei — góða ungfrú. Ég átti
bara við — — — Ég er ekki búinn að
átt mig til hlýtar á háttum og venjum hér
heima. Ég var svo ungur, þegar ég fór
vestur! Mig langar svo mikið til að vera
hérna, ef — Og svo sagði hann ekki meira.
— Jæja — fáið þér yður þá sæti og
látið hendur standa fram úr ermum. Hún
hellti í bollana.
Þetta lagaðist von bráðar. Þau tóku að
var ekki meira en þverhandar breidd milli
andlita þeirra — og þau horfðu hvort á
annað. Hún stóð með hálfopinn munninn
og brosti ögrandi. I augum hennar brunnu
eldar, sem æstu til framtaks og athafna.
— Jim einblíndi á hana. Svo laut hann
að henni, óf hana örmum og kyssti hana
beint á munninn — ekki einu sinni, held-
ur hvað eftir annað, oft og mörgum sinn-
um.
Þegar hún fyrst tók að átta sig á ósköp-
unum reyndi hún að hrynda honum frá
sér og fylgdi eftir með miklum fjálgleik.
Hún var bókstaflega óð — og skalf og
nötraði af geðshræringu. Hvernig áræddi
stólinn og fela þrútna ásjónu sína í hönd-
unum.
— Hvað eiga öll þessi látalæti að þýða ?
spurði hann hæversklega og seildist eftir
sígarettu úr öskju á arinhillunni.
— Þér óskuðu sjálfar beinlínis eftir
að ég kyssti yður. Þér ögruðuð mér með
fullum ásetningi, þangað til ég missti
taumhald á tilfinningum mínum og lét um
leið að óskum yðar. Og svo leikið þér hér
vængstýfðan sakleysingja, og farið að
öllu eins og amma yðar mundi hafa gert
á sínum duggarabandsárum. Finnst yður
þetta sérlega skynsamlegt?
Með sjálfri sér var Patrica hjartanlega
talast glaðlega við. Hún tók að segja hon-
um undan og ofan af um það, sem á daga
hennar hafði drifið, um störf sín sem
auglýsingateiknara og sveigði samræð-
unum að þeim viðfangsefnum, sem honum
voru hugþekkust — Canada, landbúnað-
ur, þreskivélar. Og tíminn leit. Þegar Jim
laumaðist til að líta á klukkuna hrökk
hann við af skelfingu. Það var þá orðið
svona framorðið.
— Hálf sjö! Guð minn góður. Mig ór-
aði ekki fyrir, að það væri orðið svo áliðið.
Mér þykir verst, ef ég hef þreytt yður á
þessum þyndarlausa vaðli.
— Nei, þvert á móti. Nú á tímum eru
ungar stúlkur ekki eins innantómar og þér
haldið. Og þér eruð allt annar, þegar þér
talið um yðar störf. Þér vitið bara ekki
hvað það fer yður vel, að varpa fyrir borð
þessum úrelta serimoníuhugsunarhætti.
Þér ættuð að leggja allt því um líkt á
hilluna — Jim.
Og Patrica horfði alvarleg á hann. Það
hann þetta! Þessi menntunarsnauði, cana-
diski bændakurfur! Hve hún fyrirleit hann
innilega — þennan viðurstyggilega rudda!
En því ákafar, sem hún æsti sig til reiði
og stóryrða, því greinilegar fann hún til
einhverrar taumlausrar sælp, sem braust
fram tmdan þunga gífuryrða og ímynd-
aðrar vonzku.
Og kannske var það þess vegna, sem
hún herti enn sóknina og steitti hnefana
í brjóstið á honum með viðnámslausri
heift og blygðunarlausri grimmd. En hann
hélt henni fastri og lét sér hvergi bregða.
— Sleppið mér! Sleppið mér! Ég — ég
hata yður! Og hún snökkti af skelfingu
og æði, þegar hann lét hana loks lausa.
En það virtist ekki hafa minnstu áhrif
á Jim að sjá hana hníga máttvana niður í
samþykk öllu, sem hann sagði. En ekkert í
allri veröldinni skyldi f á hana til að játa það.
— Yður skjátlast herfilega, hr. Tramm-
ent, sagði hún hrannalega. Og samkvæmt
því, sem þér sögðuð áðan getur ung stúlka
ekki sýnt karlmanni velvild og vináttu, án
þess að honum sé heimilt að-------------
— Að kyssa hana, greip Jim kaldhæðn-
islega fram í.
Patrica lét það eltki á sig fá . . . . að
koma fram við hana eins og óþokki. Og
úr því þetta er sannfæring yðar, mundi ég
kjósa að þér hipjuðuð yður hið bráðasta
á burtu úr mínum húsum.
Hennar meðfædda kímnisgáfa sann-
færði hana þó um, að eiginlega færi hún
framúrskarandi kjánalega að. En samt
Framh. á síðu 18.
Gat það verið? Nei, auðvitað var
það bara svipmót ■— eða var það
Patrica ?