Vikan - 17.11.1938, Side 15

Vikan - 17.11.1938, Side 15
Nr. 1, 1938 VIKAN 15 áríðandi var að taka með áhlaupi eða að minnsta kosti að skapa áhrifamikið and- vægi á móti þeim. Iðulega fóru fram um- ræðufundir, og það var þar, sem ég fékk fyrstu æfingarnar í opinberum kappræð- um. Ungur og fullur sjálfstraust skarst ég í leikinn, þegar aðrir höfðu haldið fram- söguræðuna. Eiginlega talaði ég aldrei opinberlega fyrr en 1904, þegar ég talaði í Staffanstorp um Alþjóðasambandið. Samt hafði ég fengið góða æfingu á lok- uðum fundum í stúkunum, félagi ungra jafnaðarmanna og verkalýðsfélaginu. Ég mun alltaf minnast með ánægju þeirra tíma, sérstaklega fjögurra fyrstu áranna, sem ég tók þátt í æskulýðshreyf- ingu jafnaðarmanna. Þá fann ég fyrst verulega, hvaða áhrif það hefir að eiga hlutdeild í þýðingarmikilli hreyfingu og fékk að finna til hinnar miklu hrifning- ar og starfsgleði, sem því er samfara. Við ólum hver annan upp til þess að verða góð- ir og nýtir þjóðfélagsborgarar. Þegar einn félagi okkar úr Dölunum hrópaði í hrifn- ingu sinni á sambandsþinginu: „Það er eins og maður sé í himnaríki!“, þá bar það ekki einungis vott um augnablikshreyf- ingu heldur og um það, hvaða andi sveif yfir allri starfsemi okkar. I sambandinu kynntist ég mörgum, sem ég síðar fylgdist með innan flokksins á þing og þaðan í ríkisstjórn. Æskulýðshreyfingin leiddi mig til flokksstarfa fyrir verklýðsfélögin og jafn- aðarmannaflokkinn. Árið 1905 lá við, að ég yrði kosinn fulltrúi á flokksþingið, en Sigfreður bróðir minn varð mér hlut- skarpari. I nærri fimm ár var ég trúnaðarmaður flokksins og ritstjóri ,,Fram“. I fyrstu var það mjög breytileg staða að vera allt í senn, ritstjóri, framkvæmdarstjóri, ritari, boðberi, gjaldkeri og ræðumaður, ekki ein- ungir á Skáni heldur í öllu landinu. En hvað maður gat verið viss í sinni sök, og hvað maður gat haldið áfram! Þetta var lífið! Á þessu tímabili var ég hermaður. Núna, þegar svo langt er um liðið, get ég vel játað, án þess að roðna, að ég reyndi að komast undan herþjónustu. Ungur læknir hafði sagt mér, að ef ég drykki nokkra bolla af svörtu kaffi, reykti nokkra sterka vindla og hlypi síðan alla leið að staðn- um, þar sem nýliðarnir voru skoðaðir, myndi læknirinn komast að raun um, að ég væri hjartabilaður. Ég fylgdi ráðinu og kom á staðinn með dynjandi hjartslátt — en einum degi of snemma. Daginn eftir lék ég það ekki aftur. Ég var eins og ný- sleginn túskildingur, og læknirinn fór að tala við mig um sósialisma á meðan á skoð- uninni stóð — hugsið þið ykkur, að ég skyldi þá hafa verið orðinn svona þekkt- ur! En þegar ég ætlaði að fara að spyrja hann út úr kenningum þeirra Max og Kautský, batt hann fljótt enda á samtal- ið, og ég var sendur í riddaraliðið í allri minni nekt. Mér þykir nú, þegar allt kemur til alls, gott, að þetta fór eins og það fór. Þessir hundrað dagar á herskólanum á Ljungby- heiði, þar sem við fórum snemma að hátta og snemma á fætur og vorum til skiptis í leikfimi, heræfingum og við lestur, höfðu góð áhrif á heilsu mína. I þessum skóla, hitti ég fyrsta liðsfor- ingjann, sem mér þótti vænt um. Það var liðsforingi okkar, Lundberg frá Verma- landi, sem síðar varð þekktur sem Lund- berg majór í Persíu. Honum var þegar kunnugt fyrir 30 árum, það sem liðsfor- ingjar okkar skilja nú. Hann kunni tökin á strákunum: að vera kaldur og ákveðinn í þjónustu og jafnframt góður félagi þeirra. Þegar hann hafði stjórnina á hendi var ekki að tala um neinar móðganir eða und- irferli. Þegar ,,Fram“, sem ég annaðist um ritstjórn á úr herbúðunum var fullprent- að, hófst útbýtingin meðal liðforingjanna, fékk hann alltaf fyrsta blaðið. Annars höfðum við ótakmarkað leyfi til að útbýta ,,Fram“ og ,,Arbetet“ meðal fótgönguliðs- mannanna. Sú eina aðfinnsla, sem ég varð var við sem ungur maður andvígur herstefnunni, snerti hár mitt, sem var mjög sítt — það var höfuðsmaðurinn, sem sagði, að það væri betra fyrir mig að klippa mig. Skyld- um mínum gegndi ég vel, og hafði svo góð- an aga, að einu sinni, þegar mér var falið að fara með félaga mína í bað, hótaði ég þeim hegningu og að ég skyldi klaga þá, ef þeir ekki hlýddu mér, þegar ég skipaði þeim að heilsa hðsforingjunum, sem við mættum. Hótunin hafði tilætluð áhrif. Á einkennijakka mínum voru þrír rauð- ir borðar, sem áttu þó ekki að tákna neitt það, er viðkemur stjórnmálum, en þýddu, að ég hefði náð tign fánasveins. Sex og hálfur'kvaðratcm. af sólinni gefa frá sér nægilegt hitamagn til þess að halda 50 hestafla vél í gangi. # Sá bæjarhluti í heiminum, þar sem fólks- f jöldinn breytist mest á 12 tímum, er á- reiðanlega City í London. Á daginn eru þar eitthvað um y2 milljón manna, en á nótt- unni 11,000 manns. # Don Miguel de Cervantes, rithöfundur hinnar heimsfrægu bókar um Don Quixote og Sancho Pancha, var í fimm ár þræll hjá sjóræningjum í Algier. # Hæsta fjall heimsins er eins og kunn- ugt er Himalaya. Nafnið er úr sanskrit og þýðir „bústaður snævarins". Hvorki Queen Mary né Normandie eiga metið í þeirri lengstu leið, sem skip hefir farið á 24 tímum, heldur Lexington, hið ameríska móðurskip flugvéla. í ferð frá San Francisco til Honolulu árið 1928 fór það 768 mílur á einum degi. Svipir úr daglega lífinu. Framh. af síðu 5. síðan með mestu virktum og fór. Seinna frétti ég, að hann mundi hafa farið til Ameríku þá um kvöldið. Síðan hef ég ekki séð hann — og það mun heldur ekki eiga fyrir mér að liggja að sjá framan í and- litið á honum. Hann var maður fríður og glæsilegur, þrátt fyrir allt. Eftir spítalaleguna hafði ég ofan af fyrir mér og drengnum mínum með tau- þvottum og þjónustu. Og síðan hef ég þvegið, bætt og stagað föt frá morgni til kvölds í öll þessi ár. Ég hef þjónað ráð- herrum og þingmönnum, læknum og lög- fræðingum, bankastjórum og prestum, múrurum og sjómönnum, dönskum og ís- lenzkum — og mér hefir fallið vel við þá alla. # Þegar Dói minn (Sigurþór) varð tví- tugur, 1928, lét ég loks verða af því að fara til Þingvalla. Þá keypti ég ,,prívat“ bíl með okkur austur og hélt þar kaffi- veizlu. Það er eini dagurinn í mínu lífi, sem ég hef ekki hugsað um að spara hvern eyri. Það var ákaflega skemmtilegur dagur. Alþingishátíðarvorið 1930, þegar allir voru svo örir á fé og góðhjartaðir, sendi barnsfaðir minn Dóa mínum áttahundruð krónur danskar, og hvatti hann jafnframt til að koma vestur. Og Dói minn fór til Ameríku og var þar í hálft fjórða ár. Honum sárleiddist — enda hafði hann bæði stopula, erfiða og illa borgaða vinnu. Tók ég þá til minna ráða og fékk 700 kr. að láni og sendi honum fyrir fargjaldinu heim. Svo kom hann, blessaður drengurinn minn — og þarna er hann. Um leið bendir gamla konan inn í litla, hálfdimma herbergis- kitru. Það er svefnherbergið hennar. Og þarna situr ungur maður á dívansgarmi og skrifar með blýanti í bláa stílabók. Þetta er Dói, sem fæddist af vangá, fór til Ameríku — og kom aftur heim. Hann er skáld og önnum kafinn við að yrkja kvæði um skíðagyðjuna — því það fölvaði á fjöllum í nótt! 1 vor hefir hann von um land til ræktunar. Hann ann mold- inni og vill erja jörðina, eins og öll skáld. # Þetta eru punktarnir og þankastrykin úr sögu mæðginanna, sem eiga þenna harmþrungna kanarífugl innan við litla, skítuga kjallaragluggann í Traðarkots- sundi. En þrátt fyrir lélega kjallaraíbúð og lága glugga mætti segja mér, að þau væru lífsglöðustu og einlægustu mæðgini í þessu landi. — Guð og góðir menn hafa hjálpað mér, og ég er sannfærð um, að þeir snúa held- ur ekki bakinu við honum Dóa mínum, þegar mest á bjátar, segir gamla konan og brosir með augljósri sigurvissu og von- gleði. S. B.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.