Vikan - 17.11.1938, Qupperneq 16
16
VIKAN
Nr. 1, 1938
'T'ÍZKA VETRARINS er fjölbreytt,
bæði hvað efni og snið snertir. Venju-
legir dagkjólar eru sléttir og einfaldir,
skreyttir með útsaum, leggingum, krögum
og blómum. Þykir fara vel að hafa sterka
liti saman. Grænir og bláir litir eru mjög
í tízku (ofnir saman). Einnig eru mikið
notuð allavega lit ullarefni — skozk og ein-
lit. Talsvert er af einlitum kjólum með
skozkum utanyfirtreyjum.
Þess má geta, að rennilásar eru ekki
eins áberandi og þeir hafa verið.
Ermar eru undantekningarlaust langar,
sléttar og oftast þröngar fram.
Kjólpilsin eru flest skáskorin, nokkur
með fellingum allt í kring.
Þá eru pils og blússur mikið notaðar —
ýmist pils með böndum yfir axlirnar, og
eru axlaböndin útsaumuð (Tyrolabönd).
Við þessi pils eru yfirleitt blússur úr
skozku eða öðru sterklitu efni, rósótt eða
einlitu. — Þetta eru sportblússur með
skyrtuermum.
Við síð pils, sem einnig eru mikið not-
uð, eru blússur úr einlitum, þunnum
„crepe“-efnum. Þær eru bæði víðar niður
á mjaðmir með belti í milli og stuttar,
ryktar í mittið með belti. Síðu pilsin eru
skáskorin, þröng að ofan og víð að neðan
í 2—4 stykkjum.
Húsráð:
Svarta rúskinnsskó á að setja yfir gufu
og bursta með stálbursta. Ef það dugar
ekki, má nudda þá með olíu áður en þeir
eru burstaðir.
Flónel, sem hefir upplitast í þvotti, nær
sínum upprunalega lit, ef það er skolað úr
ediksvatni.
Rautt hár lýsist, ef það er greitt dag-
lega upp úr vínanda.
Postulín má líma saman með kollodium,
og við það verður það svo traust, að það
er óhætt að þvo það úr mjög heitu vatni.
Pönnur er gott að hreinsa með því að
setja á þær salt, hita þær og nudda þær
svo vel með pappír.
Regnhlífar má ekki leggja saman fyrr
en þær eru vel þurrar, annars fúnar í þeim
efnið.
#
Mál hjartans er alheimsmál. Menn þurfa
aðeins að vera tilfinninganæmir til þess að
geta skilið það og talað. — Duclos.
*
Sú vinátta, sem sprettur af ást er meira
virði en ástin sjálf. — Gricoust.
Hárgreiðsluf réttir:
Síðasta og þá auðvitað æðsta hár-
greiðsluboðorðið er. að greiða hárið upp,
líka í hnakkanum, en uppi á höfðinu er
það greitt í mjúka, en ekki of reglubundna
lokka.
Nú eru einnig komnar í tízku allskonar
spennur, kambar og ,,klips“, því slíkt er
oft nauðsynlegt til að halda lokkunum föst-
um. Auðvitað er þetta helzt notað á kvöld-
in, en einfaldri greiðsla á daginn við vinnu.
Svona — ekki svona.
ekkisuvrux
*
Ef mjótt
er á milli
augnanna
í yður, þá
skuluð þér
greiða hár
ið upp frá
enninu, en
þér megið
ekki hafa
ennistopp, þó það geti annars farið yður
vel. Kjólinn skuluð þér hafa fleginn, en
umfram allt ekki kringlótt hálsmál.
Ef þér er-
uð stór-
fættar, þá
skuluð þér
forðast
Ijósa, áber-
andi skó.
Einfaldir,
dökkir
skór fara
lang bezt
á fæti.
Notkun andlitssmyrsla:
Til þess að viðhalda hreinu og heilbrigðu
hörundi, þarf að hreinsa húðina vandlega
kvölds og morgna. Hreinsunarsmyrslin
mega ekki ganga inn í húðina, heldur eiga
þau að liggja utan á henni og draga í sig
andlitsduft, ryk og óhreinindi. Hreinsun-
arsmyrslin eru tekin burt með andlitsbað-
vatni eða volgu vatni. Ef smyrslin eru
þvegin burt með vatni, og- um feita húð
er að ræða, skal nota nærandi smyrsli, er
gera húðina eðlilega feita. Einnig má nota
smyrslin undir andlitsduft. Notkun dag-
smyrsla fer nú mikið minnkandi, með því
að fegurðarsérfræðingar hafa komizt að
raun um, að þau hafa mjög skaðleg áhrif
á húðina, þurrka hana og stífla svitahol-
urnar.
Venjuleg fótasnyrting:
Fæturnir eru einna mest notuðu og líka
mest misnotuðu hlutar líkamans. Þeir
verða fyrir mikilli áreynslu, og er því mikil
hætta á, að þeir ofreynist. Þess vegna er
sérstök ástæða til að hirða þá vel.
Fæturnir eru fjarstir hjartanu, og er
blóðrásin því hægari þar en annarsstaðar.
Því er það mikilvægt atriði að þrengja
ekki um of að fótum og fótleggjum. —
Þröngir sokkar, sokkabönd og skór hindra
eðlilegar hreyfingar. Skókreppa veldur
líkþornum.
Fæturnir verða fyrir ryki af götum,
gólfum og teppum, sem smýgur í gegn-
um skó og sokka og inn í svitaholur húð-
arinnar, sem eru fleiri á fótunum en nokk-
urum öðrum hluta líkamans. Fæturna þarf
því að þvo daglega.
Á fegurðar og tízkusíðu VIKUNNAR munu
framvegis verða birtar nýjar brúðhjónamyndir.
Hér sjáið þið Bárð fsleifsson, arkitekt, og brúði
hans: Unni Arnórsdóttur, Guðmundssonar, skrif-
stofustjóra hjá Fiskifélagi fslands. Ungu hjónin
búa á Flókagötu 14.