Vikan - 17.11.1938, Síða 18
18
VIKAN
Nr. 1, 1938
Giftu þau
sig í París — 1
Framh. af síðu 11.
sem áður fannst henni, að hún yrði að
gera allt, sem í hennar valdi stæði til að
varðveita hinstu reitur sjálfsvirðingar-
innar.
— Þá það, sagði Jim og vatt sér fram
að dyrunum. Patrica horfði á eftir hon-
um, hrærð og óttaslegin. Honum var þó
ekki alvara að fara! Hvaða ástæðu hafði
hann til að taka orð hennar svo bókstaf-
lega? Hún vonaðist til að hann færi ekki
— en hún vildi fegin geta þröngvað hon-
um til að biðja sig fyrirgefningar, og
svo----------
— Verið þér sælar! Hurðin var í hálfa
gátt, en Jim stóð á þrepskildinum. Svo
lokaði hann aftur hurðinni- á eftir sér,
gekk á móts við Patricu og spurði.
— Er yður virkilega alvarla um að ég
skuli fara ? Og hann hvessti á hana augun.
Segið sannleikann afdráttarlaust og játið,
að þér viljið ekki að ég fari.
Patrica reyndi að horfast í augu við
hann — en því lengur sem hún hofði í
þessi stálgráu, skæru augu, því greinilegar
féll henni allur ketill í eld.
— Það er rétt, sagði hún. Ég vil ekki
að þér farið — en hinsvegar geri ég þá
kröfu til yðar, að þér komið fram eins og
siðuðum manni sómir.
— All rigth, sagði Jim og brosti stráks-
lega. Hann yngdist um tíu ár við að brosa
svona. Hann gekk nú aftur til sætis síns
framan við arininn.
— En þér ættu aldrei að horfa á karl-
mann svona, eins og þér horfðu á mig
áðan, ef þér viljið hliðra yður hjá ábyrgð
afleiðinganna. Ég er ekki annað en maður,
og . . . .
— Við sleppum því, sagði Patrica kulda-
lega, en hún brosti með augunum. Það var
eitthvað aðlaðandi í fari þessa hávaxna,
herðibreiða manns, eitthvað djarfmann-
legra og hreinna en í fari annara manna,
sem hún þekkti.
— Hvað finndist yður um að borða með
mér kvöldverð, — eða ætlið þér eitthvað
ákveðið í kvöld? spurði Jim.
— Patrica kvaðst ekki hafa ætlað sér
neitt sérstakt fyrir og taldi ekkert vera
því til fyrirstöðu, að þau gætu snætt sam-
an kvöldverð.------
#
Á þessu kvöldi varð Jim margs vísari,
meðan hann sat andspænis Patricu við
lítið borð í fransk-ítölsku matsöluhúsi og
neytti undarlegra rétta, sem voru honum
framandi að bragði og útliti. Hann komst
að raun um, að hvorki meira né minna en
allar lífskoðanir hans voru öfugsnúnar og
brjálaðar, og hann naut þess, að fá þær
endurskoðaðar og leiðréttar af unghngs-
stúlku, sem var fullum fimmtán árum
yngri en hann. Hann komst einnig að raun
um, hvað það var að elska, eins og ungir
menn elska, og eins og hann hafði einu
sinni elskað. Og honum steig það meira
til höfuðsins en klaustursvínið, sem þau
drukku.
Patrica stakk upp á því, að þau gengu
heim til hennar, heldur en að fara í leik-
húsið — því hún hefði séð flest það, er
þar væri á boðstólum. Og þegar þau komu
aftur heim, fór Patrica fram í eldhús til
að hita kaffi, en á meðan lagði Jim það
niður fyrir sér, hvernig hann færi skyn-
samlegast að því að biðja hennar — því
hann var ákveðinn í að biðja hennar þetta
kvöld. Eftir hverju var að bíða? Og þegar
Patrica kom inn með kaffið, horfði hann
hugfanginn og viðutan í aringlæðurnar.
— Ekki svona þunglyndur! sagði hún
huggandi.
Hann vatt sér snökkt að henni og leit
á hana:
— Ég vildi mega tala nokkur orð við
yður í alvöru. Ég kann ekki að tala í lík-
ingum, en ég elska yður — og ég spyr:
viljið þér giftast mér?
Patrica horfði agndofa á hann. — Gift-
ast yður? Hvort ég vilji giftast yður?
Eruð þér alveg gengnir af göflunum? Og
svo þekkið þér mig ekkert.
— Ég þekki yður nóg. Ég veit líka, að
yður er ekki sama um mig. Yður var ekki
eins leitt og þér vilduð vera láta, þegar
ég kyssti yður í dag. Sem allra snöggvast
endurgulduð þér kossa mína-----------
— Nú er nóg komið! Ég vil ekki hlusta
á þetta. Og Patrica setti dreyrrauðan. —
Þér hljótið að vera eitthvað meira en lítið
geðbilaður. Ekki hefði mér komið í hug
að bjóða yður aftur hingað heim, ef mér
hefði órað fyrir þessu. Það er bezt fyrir
yður að fara, áður en ég reiðist fyrir al-
vöru!
Og nú stóðst Jim Tramment ekki mátið.
— Ég fer ekki fet, fyrr en þér hafið
lofað að giftast mér. Þér elskið mig. Hvert
orð yðar, hvert tillit yðar hefir verið upp-
hrópun, ógnun og kvatning til mín um að
segja þetta, sem ég nú sagði. Þér hafið
ekki sömu aðferðina við karlmenn og
kjölturakka — kjassa þá aðra stundina
og fleygja þeim svo hranalega fram á
gólf. Ég elska yður Patrica. Og ég hef
ákveðið að vinna ást yðar. Þér viljið kyssa
mig — það veit ég. Annars mundu þér
ekki hafa boðið mér inn áðan. Eða bugg-
ust þér við, að ég mundi eyða hér heilu
kvöldi í að spjalla um veðrið. Svo gekk
hann fast að henni — en hún bandaði hon-
um þverúðarfull frá sér.
Yður hefir skjátlast í annað skipti í dag.
Þetta er mikill hnekkur fyrir sjálfstraust
yðar og virðingu. Og í fullu jafnvægi sett-
ist hún á stólbríkina, framan við arininn
og kveikti sér í sígarettu. Svo leit hún á
hann, þrungin kaldhæðni og fyrirlitningu.
— Ég get trúað yður fyrir því, að ég
umgengst fulla tylft ungra manna, sem
ég býð heim til mín upp á te, borða með
kvöldmat og skemmti mér með á kvöldin.
Og enginn einasti hefir nokkru sinni gert
sig að fífli við að biðja mín og láta öllum
illum látum, nema þér. Nú á tímum hafa
ungar stúlkur engan áhuga fyrir hjóna-
böndum, skal ég láta yður vita. Ég met
mitt persónulega frelsi meira en svo, að
ég vilji yfirhöfuð hugsa um hjónaband. Ég
er fullkomlega ánægð með starf mitt og
stöðu og hef ekki minnstu löngun til að
leggja skipum mínum í sæluhöfn hjóna-
bandsins, sem að yðar áliti er víst hið
eina heilbrigða.
En hvernig sem á því stóð, fann hún
enga svölun, enga fullnægingu í þessari
heiftarlegu hefnd. Það var eitthvað fag-
urt og fölskvalaust við hreinskilni Jims..
Þessi látlausa leið, sem hann valdi til að
tjá henni ást sína, var bein sönnun þess,.
hve liann var einlægur og heill. Sem
snöggvast langaði hana óstjórnlega til að
hjúfra* sig að honum og hvísla undur-
hljótt: að svo sannarlega, sannarlega elsk-
aði hún hann. En hún fekk staðist fallið.
Hann var viss í sinni sök — viss um ást
hennar. Það var honum ekki fyrirgefið.
Jim dró óreglulega andann, krepti hnef-
ana, og belgdist allur út.
— Það er að heyra, að ég hafi látið
hafa mig að fífli. Það skal játað, að ég
var full hreinskilinn og kom til dyranna
eins og ég var klæddur, vífilengjulaust.
Það getur verið, að þér hafði rétt fyrir
yður — en persónulega er ég vantrúaður
á þetta nútíma frelsi. Hið mannlega eðli
hefir varla tekið þeim straumhvörfum,
síðustu tólf árin, þó ýmsar siðvenjur hafi
ef til vill tekið nokkrum breytingum. Til-
finningar manna verða ekki soðnar niður
í dósir og geymdar á afviknum stöðum,.
eins og þér látið á verði vaka.
Hann brosti hæðnislega og tók aftur til
máls.
— Það mun bíða við, þangað til ég bið
yðar aftur. Ég hefði betur aldrei trúað
yður fyrir tilfinningum mínum. Bið ég yð-
ur hérmeð að virða vanþekkingu mína a
betri veg, þar sem ég hefi í tólf ár búið í
útkjálkasveit vestur í Canada, með fólki,
sem var svo fomt í skapi og háttum, að
það trúði á ást og gildi hjónabandsins.
Verið þér sælar! Það er ekki líklegt að við
sjáumst aftur.
Um leið vatt hann sér út um dyrnar
og var horfinn áður en Patrica hafði átt-
að sig. Hún heyrði fótatak hans niður stig-
ann, og forstofuhurðin féll að stöfum á
eftir honum. Hirðuleysislega fleygði hún
sígarettunni í eldinn, fól höfuðið milli púð-
anna í stólnum og grét hástöfum.
Patrica var ekki af þeirri manntegund,
sem eitrar frá sér með ólund, þó henni yfir-
sæist eitthvað. Og sjálf var hún ekki í
minnsta vafa um, að hún hafði farið
heimskulega að. Það rann upp fyrir henni
eins og Ijós, um leið og Jim lokaði á eftir
sér hurðinni. Hún hafði beinlínis rekið
hann á dyr, af því hann var svo ónær-
gætinn að segja henni sannleikann. Hún
hafði látið hégómaskapinn ná yfirtökum