Vikan - 17.11.1938, Page 20
20
VIK A N
Nr. 1, 1938
UTGEROARMEIHIKV
Útvegum allar stærðir af
Mótorl
frá
Frederikssund Skibsvœrlt
Frederikssund.
Erum einnig umboðsmenn fyrir
Tuxham báta og landmótora.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Eggert Kristjánsson & Co.
REYKJAVÍK
hann brosandi. Framkoma þín er dæma-
laus. En nú skal numið staðar. —
— Hvernig? Ætlarðu að varpa mér í
Signu? spurði Patrica og brosti inn í
djúpu, gráu augun hans.
— Miklu verra en það! svaraði Jim.
Héðan í frá skal ég höfuðsitja þig. Er ekki
auðvelt að komast í hjónabandið hér í
París ?
— Ég er ekki þeim málum kunnug —
en ég vona, að það sé furðu auðvelt, því
nú vil ég verða konan þín.
Æfintýri frá
Suður-Ameríku.
Framh. af síðu 17.
ina. Þeir höfðu rekið hana á beit síðla
dags, þangað sem hún gat vaðið í hávöxnu
grasi og drukkið nægju sína úr lygnum
tjörnum, þar sem mynd kvöldstjörnunnar
þurrkaðist út við það, að granir stórgrip-
anna dýfðu sér í vatnið. Strákurinn, sem
átti að vera leiðsögumaður, reið á undan
og sönglaði eftir hrynjandi hófdynsins
barnalega langloku, sem sefar skap hinna
villtu nautgripa. Nautin eltu í smáhópum,
svipmikil og stórhymd, hátíðleg og róleg,
þrátt fyrir fangelsið, sem beið þeirra. Þau
froðufelldu, og sofandi augu þeirra gátu
allt í einu orðið eldþrútin af bræði. Á eftir
hjörðinni fóru raðir ríðandi verkamanna,
fet fyrir fet og blésu öðru hvoru letilega
og tilbreytingarlaust í flautur sínar beggja
vegna við hina hættulegu, mókandi hjörð.
Aftur var hún lokuð inni í girðingunni,
en menn gættu þess vandlega að fara
þolinmóðlega að henni og sjá um, að hún
dreifðist ekki. Það gat varla heitið, að
menn heyrðu hið þunglyndislega flaut
leiðsögumannsins, sem hafði þó meiri
áhrif en hornablástur sá, sem tíðkast
annars staðar við slíka smölun. Svo var
girðingunni lokað og hliðið bundið aftur
með lítt meðfærilegum viðartágum. —
Og þegar rökkur var komið, var kveikt
í taði á nokkrum stöðum umhverfis girð-
inguna til að sefa hjörðiná, sem horfði heill-
uð á ljósin og reykinn og jótraði friðsam-
lega, undir stjörnubjörtum nátthimninum.
Ekki varð uppvíst um þessar brellur
Arturo Cova, en hins vegar missti Zubieta
gamli alla tiltrú til ráðsmannsins, fyrir
svik hans í spilum og aðra féflettingu, og
vildi hann ekki augum líta framar. Barr-
era hugði á hefndir. Arturo og Franco eru
um kyrrt á búgarðinum í nokkra daga.
Einn morgun finnst svo Zubieta gamli
dauður í herbergi sínu, hangandi í snöru,
og benda öllu verksummerki til þess, að
hann hafi verið myrtur. Barrera hefir vit-
anlega verið þar að verki, en hann hefir
svo um hnútana búið, að Arturo og félagi
hans eru grunaðir, og verður þeim ekki
við vært á staðnum, eftir að héraðsdóm-
arinn hefir fyrirskipað rannsókn í málinu.
Fara þeir þá aftur heim, til La Maporita.
Kofar þeirra eru mannlausir., og leita þeir
lengi árangurslaust að Alicíu og Griseldu.
Þeim er sagt af nágrönnunum, að þær hafi
sést ganga burt. En hvert, veit enginn.
Grunar þá nú margt. Ef til vill hafa þær
ætlað að leita manna sinna. Eins gat ver-
ið, að þær hefðu heillast af lofræðum
Barrera, sem um langt skeið hafði undir-
búið för til kátsjúk héraðanna við
Vichada-fljótið og ráðið til sín fólk með
loforðum um geypihá daglaun og allsnægt-
ir.‘ Þær höfðu látið ginnast af fagurgala
hans og farið til móts við hann. Eða hann
hafði tekið þær með valdi, þegar förin var
ákveðin og allt undirbúið.
Franco bar eld að bústöð sinni og lét
þar brenna allt það, sem þeir gátu ekki
með sér tekið. Þeir félagar ákváðu að yfir-
gefa þennan stað fyrir fullt og allt. Þeir
stóðu þarna allt kvöldið og horfðu hug-
fangnir á bálið, sem eyddi heimili þeirra
og breiddist síðan óðfluga út til skógar-
kjarrsins og slokknaði ekki að fullu fyrr
en niður í ánni. Slík íkveikja er ætíð vara-
söm þar um slóðir, því að enginn veit
fyrir fram, hvar bálið kann að slokkna.
Nú ákváðu þeir félagar, Arturo og
Franco, og nokkrir vinir þeirra, að leggja
af stað í leiðangur til að grennslast eftir,
hvar konur þeirra væru niður komnar. Til
þess þurftu þeir að elta Barrera, ef til vill
alla leið til Vichada-fljótsins, og var þá
ekki úr vegi að freista gæfunnar þar við
kátsjúkvinzlu um leið.
Þeir áttu fynr höndum langt og erfitt
ferðalag, yfir landsvæði byggð villtum
Indíána-ættflokkum, yfir ótal fallvötn,
mýrarfláka og hinn ægilega dularfulla
frumskóg, sem þekur stórar landspildur
þarna í upphéruðunum við Amazón. Og
þeir áttu eftir að kynnast hinum villtu
frumbyggjum landsins, furðulegum siðum
þeirra og lifnaðarháttum, og leysa ýmsar
grátur myrkviðarins.--------
íslensk frímerki
*wwwwmwww*
ávalt keypt hæsta verði.
Duglegir umboðsmenn óskast.
Innkaupsverðlisti fyrir 1939, 12 síður
með 26 myndum, kostar 50 aura.
Gísli Sigurbjörnsson
Austurstræti 12 (áður afgr. Vísis). Sími 4292. Reykjavík.