Vikan


Vikan - 12.01.1939, Page 9

Vikan - 12.01.1939, Page 9
Nr. 2, 1939 VIKAN 9 STRÁKARNIR komu venjulega til mín á fimmtudögum. Á mánudögum fórum við til Péturs B., og á sunnu- dögum skemmtum við okkur í leikhúsinu. En þennan fimmtudag kom enginn til mín nema Chicot litli, sem teiknar fyndnu myndirnar í „Journal de Samedi“. Við sát- um við þakherbergisgluggann og horfðum á hvernig París vaknaði, þegar líða tók á kvöldið. Þegar ég hugsa um félagana, sem gengu saman um Montmartre fyrir aðeins þrem árum, get ég grátið. Sindon, stóri Ameríku- maðurinn, Vanderloo, sem við kölluðum svipinn hans, Chicot, Destournelle, Papa- cini og Medina. Nú eru þeir allir farnir frá Montmartre, þar sem menn svelta og gleðj- ast í andrúmslofti hásala listarinnar. Þeir eru farnir út í víða veröld, þar sem fólk er feitt og leiðinlegt og hugsar ekki um Sér grefur annað en aurana. Ég er hér kyrr, og nýr ættliður kemur að leita gæfunnar. En ég græði enga aura. Hinir nýju kalla mig „gamla sinn“, því ég get sagt þeim, hvar bezt er að kaupa morgunkaffið og hvernig þeir geta slegið nokkra franca hjá þeim góðu herrum, veðlánurunum. En hinir góðu, gömlu tímar eru hðnir hjá. Þeir enduðu raunar einmitt þetta kvöld. Við reyktum sigarettur við gluggann og horfðum niður yfir París, með hina draugalegu, gráu turna sína í mistrinu, sem lagði upp frá ánni. Til hægri var sól- in að verða blóðrauð, ein af þeim sjónum, sem kemur listamanninum til að vikna. — Jæja, sagði Chicot, henti sigarett- imni út um gluggann og horfði á hana lýsa eins og flugeld, unz hún skall með neista- flóði á gangstéttinni, langt niðri. — Jæja, drengur minn, þetta verður líklega leiðinlegt kvöld. Við skulum fara í betri buxurnar og ganga þangað, sem hægt er að hlæja. Sýningunni verður lok- að á morgun. Sindon vinnur sjálfsagt við myndin sína í alla nótt. Ég kom þangað í dag. Hann er búinn að loka sig inni. — Bíddu við — er enginn til nema Pét- ur B.? spurði ég. Hvað um Vanderloo? Vanderloo var kallaður „svipurinn hans Péturs B. Sindons“, því aðdáun hans á Vanderloo olli því, að hann tók að herma allt eftir honum. Hann var einnig frá New York. — Vanderloo? spurði Chicot. — Er hann ekki í Barbizon að mála? — Jæja, sagði ég, — viltu þá gera svo vel og rétta mér lampann hans Aladdins, svo ég geti náð í nokkra fimmkalla. Síðan förum við niður í bæ og skemmtum okkur. — Piff! svaraði Chicot, eins og hann hefði fengið högg í magann. Það er svarta- skammdegi í mínum vösum líka. Ekki eins- eyringur til. — Hvað mér viðvíkur, sagði ég, — þá hef ég ávísun frá Levy, fyrir mynd. En þessir herrar hjá Folies eða Maxim kaupa varla ávísun af listamanni frá Montmartre. Hvað eigum við að gera? — Nei! svaraði Chicot, og stóð á fætur. — Sjáðu blámann yfir ánni, gamli minn. Guð er að blanda litina fyrir góða mynd af morgundeginum. Hann sneri sér frá glugganum og fór að virða fyrir sér svart- krítarteikningu. Bíðum við, sagði hann að lokum, — nú veit ég hvað við gerum. Sir Alston, enski lávarðurinn, kaupir ávísun- ina þína, Deschanel. — Þú ert í sannleika, heilagur maður, Chic, varð mér að orði. — Litlu englarnir hvísla í eyru þér. Við skulum tala við Sir Alston. gröf . . . Rétt í því heyrðist gengið upp stigann. — Pétur B.! hrópaði Chicot. Ég hlustaði augnablik og heyrði hann ganga fram hjá fyrstu hæðinni. Skólinn hans Dubois gamla var á þeirri hæð, og nemendurnir höfðu hengt stóra málmtrumbu yfir dyrnar, til skrauts. Sin- don gekk aldrei fram hjá henni án þess að slá á hana með stafnum sínum: Ran — tan — tan! tan! tan! — Við sjáum til, þegar hann kemur að stigapallinum, sagði Chicot. — Ég vildi óska þess, að það væri Pétur B. Það leið- ist engum með þeim náunga. Þessi ágætismaður, Sindon, var einn af þeim, sem gera alla skapaða hluti að föst- um venjum. Það var ef til vill það, sem gerði hann að foringja okkar. Venjumar marka einstaklinginn, draga athyglina að sér, eins og svartur díll á hvítum feldi. Hann var mjög sterkur og alltaf hamingju- samur eins og sjávargolan á Bretagne- ströndum. Það var sagt, að hann hefði barizt í ameríska flughernum, og það er vel trúlegt, þó ég viti það ekki, því hann talaði aldrei um það. Þessir Ameríkumenn eru alltaf góðir félagar, hreinskilnir og kátir. Þar við bætist, að Pétur B. var lista- maður — mikill listamaður! Og nú veit heimurinn það, og ég er hreykinn af, að hafa eitt sinn verið vinur hans. Eins og ég sagði, þá gat þessi stóri strákur aldrei komið upp stigann hjá mér án þess að berja trumbuna hjá Dubois gamla, eða reyna að taka öll sjö þrepin upp að dyr- unum mínum í einu stökki. Sex gat hann Smásaga eftir Michael Kent. tekið, en alltaf heyrði maður hann reka tána í það sjöunda og detta kylliflatan. — Piff! Svo heyrðist hann hrópa: — Næst skal það takast, það sver ég við Sankta Mikka. Þá vissu menn, að hér var kominn Pétur B. Sindon. Við hlustuðum,.en skrefin færðust hægt og hljóðlega nær, eins og meðhjálpari í dómkirkju væri þar á ferð. — Það er kannske Gaspard, sagði Chicot. Það var barið mjúklega á dymar. — Kom inn! kallaði ég. Það var Medina. Chicot sneri sér aftur að glugganum. Honum geðjaðist ekki að þessari svörtu köngurló frá Spáni. — Halló, Don Quixote. Þú lætur ekki sjá þig á hverjum degi. — Ég var einn míns liðs, svaraði hann og barði fingrunum á borðplötuna. — Ég hefi verið einn í allan dag. Nú hvað! Mega menn ekki koma og tala við bræður sína í listinni? Hann gekk að glugganum og kom síðan aftur til mín. — Ég hata þetta rökkur, sagði hann, og það fór hrollur um hann. Menn hefðu getað haldið, að einhver ill- ur andi gengi við hliðina á Monsieur Me- dina. Augu hans lýstu eins og maurildi í myrkrinu. Sjálfur vildi ég ekki kveikja á gaslamp- anum. Maðurinn var allt of valdsmann- legur. Ég kann ekki við slíkt í mínum hús- um, skiljið þér. — Hatarðu það? spurði Chicot. Það er til nóg ljós annarsstaðar. Sjálfur hefi ég yndi af að horfa á skuggana lengjast og ljósin kvikna í f jarska. Við þögðum allir, því eitthvað hafði komið inn með Medina — eitthvað illt og óeðhlegt, sem ekki varð með augum séð. — Pétur B. er þó vanur að koma hing- að, sagði ég að lokum, til þess að segja eitthvað. — Hann er að Ijúka við málverk- ið sitt fyrir sýninguna, býst ég við. — Sindon! hrópaði Medina. Sindon! Myndin hans er ekkert málverk — bara klessa — klessa! Hann teygði úr sér, hár og grannur, eins og skinhoraður, svartur köttur. — Það er ég, sem hefi málað verð- launamyndina þetta árið. Tíu þúsund francar! — Ég hefi málað hana. — Er henni þá lokið? spurði ég. — Nei, svaraði Medina og vafði sér vindling. Gorgeirsbros lék um varir hans í hálfrökkrinu. — Ég hefi unnið mjög vel í dag, mjög vel. Ég lýk við myndina í nótt, — en nú hvíli ég mig. Allt í einu stökk hann hvæs- andi þvert yfir herbergið og greip í hand- legg Chicots. — Guð minn góður! hrópaði hann. — Af hverju ertu að raula þetta? Það var bara litla vöggulagið, „Pierrot", sem Chicot var að raula. „Ma chandelle est morte Je n’ai plus de feu, Ouvrez moi ta porte, Pour l’amour de Dieu.“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.