Vikan - 12.01.1939, Blaðsíða 10
10
VIKAN
Nr. 2 1939
— Af hverju? spurði Chicot undrandi.
Má ég ekki raula það, sem mér sýnist?
Eiga allir endilega að syngja „Tricotrin“ ?
— Það var revy, skiljið þér, sem gekk
um alla París.
— 1 raun og veru held ég (hélt hann
áfram, því skyndileg reiði Spánverjans
hafði gert honum hverft við), að eina
ástæðan til þess, að ég fór að raula „Pierr-
ot“ hafi verið sú, að ég var að hugsa um,
hvort Pétur B. myndi koma hingað í kvöld.
Hann kallar þetta alltaf við dyrnar: „Opn-
aðu fyrir mér dyrnar þínar, ef þú elskar
guð“. Ég sagði það í hugsunarleysi
Medina hló. Afsakið, sagði hann. Ég er
dauðþreyttur. Taugar mínar eru eins. og
fiðlustrengir. En ég mun vinna verð-
launin — ég, Emanuele Silva de Medina
— fyrstu verðlaun á sýningunni, sagði
hann brosandi.
— Þú mátt ekki gleyma Pétri B., sagði
ég-
Og við vissum allir, að það var aðeins
um þessa tvo menn að ræða, því þeir voru
risarnir meðal ungu málaranna.
— Hefirðu séð myndina hans, Don?
— Já, sagði hann. Hún er ekki fullgerð.
Hún verður aldrei . . . Hann þagnaði
skyndilega og bætti svo við eftir nokkra
þögn . . . eins góð og mín.
Rétt í þessu kallaði Chicot frá glugg-
anum:
— Komið þið, horfið á himininn, hvernig
hann logar.
Sólin var gengin til viðar eins og al-
heimur. Sjóninni verður ekki með orðum
lýst. Við gengum að glugganum, Spánverj-
inn og ég.
— Stórkostlegt, muldráði Chicot. — 1
sveitinni minni segir fólk, að þetta viti á
morð eða slysfarir.
— Fífl! hrópaði Medina reiðilega. Það
eru drýgð morð á hverjum degi.
— Það er mörg heimskan sögð í sveit-
inni, sagði ég.
Allt í einu rétti Spánverjinn upp fing-
urinn:
— Bíðið við! Hlustið!
Kvöldblöðin voru að koma upp frá
Bouleward de Clichy. Við heyrðum köllin
nálgast, hás og óstöðvandi, eins og í hræ-
fuglum, sem finna nálykt.
— Hvað er það, sem þeir hrópa? Hvað
eru þeir að hrópa, spurði Spánverjinn og
teygði sig út úr glugganum.
Chicot dró hann til baka.
— Komdu, sagði hann. M;<T langar ekk-
ert til að hirða þig upp af gangstéttinni
þama niðri. Blöðin ? Það er einhver glæpa-
maður, sem hefir myrt lögregluþjón, ef
mig grunar rétt.
Við fórum allir inn í herbergið og sett-
umst niður. Medina vafði órólegur aðra
sigarettu. Það var eins og við værum að
bíða eftir einhverju — einhverju illu og
óhjákvæmilegu. Spánverjinn talaði fyrst.
— Lánið mér tvö sous, sagði hann
önuglega. Ég ætla að fara niður og kaupa
blað.
— Tvö sous! Við hlógum.
— Deschanel, vinur vor, hefir ávísun
fyrir málverk, sagði Chicot. — Ég býst
við, að hún sé meira en tveggja sous virði.
Viltu taka hana? En tvö sous, herra minn!
Hvað dettur þér í hug? Við emm lista-
menn í Montmartre.
Nú voru blaðadrengirnir á götunni fyr-
ir utan. Ég gekk að glugganum og hlust-
aði.
— Hvað er það, Deschanel? spurði
Spánverjinn.
— Þey! sagði ég og hallaði mér út úr
glugganum.
— Það er listamaður í Montmartre, sem
hefir framið sjálfsmorð, sagði ég, þegar
ég heyrði, hvað þeir hrópuðu.
— Hvað? hrópaði Chicot.
Spánverjinn kinkaði kolli, stóð upp og
teygði úr sér. Deschanel segir, að það sé
listamaður í Montmartre, sem hafi tekið
inn eitur, svaraði hann brosandi. Hver
skyldi það geta verið?
En það hafði ég alls ekki sagt.
— Eitthvert vesalings-grey, sem var
orðinn leiður á að láta hafna verkum sín-
um, varð mér að orði. Medina gekk að
dyrunum og aftur til baka. Þreytublærinn
var horfinn. Ef það væri Sindon? sagði
hann.
Það er einkennilegt, að ég var að hugsa
um það sama, og Chicot sagði mér seinna,
að honum hefði einnig dottið þetta í hug.
— Ómögulegt! sagði ég. Það virtist al-
veg óhugsandi, að þessi ágæti Pétur B.,
hugrakkur, glaðlyndur, fílefldur, viður-
kenndur málari, fullur lífsgleði og með-
aumkun með hinum óhamingjusömu, gæti
þurrkast þannig út.
— Ef — sagði Medina aftur.
— Þá missti okkar htli heimur í Mont-
martre góðan vin, sagði ég.
— Og þú ynnir verðlaunin á sýning-
unni, bætti Chicot við.
Spánverjinn hló lágt. En það nær engri
átt, sagði hann. Þetta er einhver ræfils-
konfektkassamálari, sem hefir orðið það á
að taka inn eitur. Hann fór að raula einn
af suðrænu söngvunum sínum.
Einhvernveginn gat ég ekki fellt mig
við, að Medina væri mér sammála, og
sagði:
— Þegar slíkt kemur fyrir, er alltaf
hægt að hugsa sér, að það sé maður í ann-
arri borg. Maður skilur ekki, að það geti
verið maðurinn, sem sat í gærkveldi þar,
sem Medina situr nú.
Spánverjinn reis snögglega á fætur og
bað okkur í guðanna bænum að kveikja
á gasinu, sér væri svo illa við þetta myrk-
ur. —
Chicot var alltaf brot úr heimspekingi.
Spumingin í tilgátum ykkar, sagði hann,
um leið og hann bar eldspýtu að gasinu,
er sú, hvað yrði um svipinn hans Péturs B.
— Svipinn hans Péturs B.! hrópaði
Medina. Hvem djöfulinn--------
— Vanderloo, meinti ég, svaraði Chicot.
— Ó, sagði ég, Vanderloo! Hann er í
Barbion. Hann kemur ekki fyrr en eftir
mánuð. Það myndi fá ákaflega mikið á
hann. Drengnum finnst enginn í heimin-
um jafnast á við Sindon. Þið vitið, hvernig
hann apar bæði látbragð og klæðnað eftir
honum!
— Jæja, sagði Spánverjinn, — ég verð
að halda áfram að vinna. Hann brosti. —
Við höfum sannarlega talað um geigvæn-
leg mál. Geturðu ekki gefið mér hressingu
áður en ég fer, Deschanel?
Ég náði í vín og glös, tvær krukkur og
eitt vínglas með löngum fæti í viðhafnar-
skyni við Medina.
— Skál verðlaunamálarans á sýning-
unni! sagði Chicot.
— Af öllu hjarta! bætti Medina mjög
svo hátíðlega við og lyfti glasi sínu.
Allt í einu heyrðist þmmandi hávaði
utan úr stiganum: Ran-tan-tan, tan, tan!
Pétur B.!
Það snart taugar okkar vegna samtals-
ins rétt áður.
Það kom líka við Medina, það veit trúa
mín! Maður hefði getað haldið að hann
væri að fá krampakast. Andlitið varð
öskugrátt undir skegginu og varirnar eins
og blóðrautt sár. Eldurinn í augum hans
slokknaði. Hann hélt glasinu kyrru hálfa
leið upp að munni sér, þar til fótur þess
brotnaði í hendi hans, og blóðið blandað
víni lak niður á gólfið.
Chicot leit á hurðina. Við erum heppnir!
sagði hann. — Hann verður kominn eftir
augnablik.
— Kominn eftir augnabhk! endurtók
Medina, eins og maður, sem talar upp úr
svefni.
— Kominn eftir augnablik! Nei, nei!
Við verðum að stöðva hann!
Allt í einu þagnaði hann, sem steinrunn
inn væri. Sjálfur hafði ég séð það, sem
fram fór. En það var röddin, sem kom
Chicot í skilning um, að hér var maður í
voðalegri taugaæsingu. Spánverjinn sneri
andlitinu á móti ljósinu. Hann var álitum
eins og myndastytta.
Hann hélt ennþá á brotna glasinu í
hægri hendi. Andlitið var eins og maður
gæti hugsað sér sál í helvítiskvölum.
Og í kyrrðinni nálgaðist skóhljóðið hægt
í stiganum.
Það yrðu kannske tíu sekúndur þar til
Pétur B. kæmi upp á stigapallinn. Nú sá-
um við, að það var lífsspursmál fyrir
Medina að vita, hvort það væri Sindon eða
ekki, sem var að koma. Við sáum jafnvel
veika hugrekkis-drætti koma á andlit hans.
Það var eins og hann segði huggandi við
sjálfan sig: Þetta er ekki Sindon! Þetta
getur ekki verið Sindon!
Á stigapallinum staðnæmdist skóhljóð-
ið. Ég heyrði að komumaður steig örlítið
aftur á bak til.þess að búa sig undir að
stökkva. Síðan stökkið, byltan og upphróp-
unin í hálfum hljóðum.
— Pétur B.! hrópaði Chicot, undrandi
yfir hræðslu Spánverjans. — Pétur B. eða
svipurinn hans!
Allt í einu fór Medina að hágráta, og
hljóp til dyranna.
Framh. á bls. 17.